Vikan


Vikan - 04.12.1969, Side 76

Vikan - 04.12.1969, Side 76
„„>■ c. NVJUNG! Mamma Mini sokkabuxur Þegar maður er svolítið sverari hér og þar Ein stærð hæfir öllum 111H& BÚÐIRNAR Leiðréttlng Nokkrar prentvillur liafa slæðzt inn í matarupp- skriftirnar. Við leiðréttum hér með tvær þeirra, sem eru efnislegs eðlis: í réttinum „Steikt epli“ er sagt: . . . möndlur eða eplum, á að vera möndlur með eplum. I „Fylltar paprikur“ á að vera 3 msk. í staðinn fyrir 3 tsk. ----------------------— 76 VIKAN-JÓLABLAÐ hann, „hugsaðu ekki ein- göngu um hermennina og herskipin, heldur líka um al- þýðuna og hennar súra sveita. Bið þú guð að blessa liana, og er þú verður kon- ungur, þá láttu það verða helzta áhugamál þitt að bera hag hennar fyrir brjósti þér og bæta kjör hennar. Þá mun hinn mikli dómari geta sagt við þig á efsta degi: — „Það sem þú hefir gert þeim, sem minnstur var bræðra minna, það hefir þú og mér gert.“ Að svo mæltu kvaddi Skröggur og fór. En nú fóru farskjótarnir að frísa og hneggja. Skröggur tók nú aftur við taumunum og sett- ist hjá Vögg, og svo þutu þeir af stað eftir dimmum skógi. „Hvert er ferðinni nú heit- ið?“ spurði Vöggur. „Til fjallasjólans," svaraði Skröggur. Vöggur litli var nú orðinn hálf-stúrinn á svipinn. Stundarkorn sat hann þegj- andi, en spurði síðan: „Er nú kistan tóm?“ „Því sem næst,“ sagði Skröggur og brá pípunni í munn sér. „Allir hafa nú fengið jóla- gjafir, nema ég,“ sagði Vögg- ur. „Og ekki hefi ég gleymt þér; jólagjöfin þin liggur á kistubofninum.“ „Lof mér að sjá hana, þá ertu vænn.“ „Þú getur nú heðið, þang- að til við komum heim til ömmu gömlu.“ „Nei, góði Skröggur minn, lof mér að sjá hana strax,“ svaraði Vöggur með tölu- verðri ákefð. „Nú, hana þá!“ sagði Skröggur um leið og hann sneri sér í sæti sínu, lauk upp kistunni og tók upp úr henni þykka ullarsokka. „Er þetta allt og sumt?“ mælti Skröggur í hálfum hljóðum. „Ætli þeir komi sér ekki nógu vel,“ sagði Skröggur; „ertu ekki með göt á hælun- um ?“ „Amma gamla hefði nú getað stoppað í þau. En úr því þú gafst kóngssyninum og hinum svo margt fallegt, gaztu víst gefið mér eitthvað álíka.“ Skröggur svaraði ekki einu orði, enda var hann nú orðinn alvarlegur á svip og reykti miklu ákafar en áður. Og þannig óku þeir nú þegjandi langa stund. Vögg- ur var orðinn súr á svipinn. Hann öfundaðist við kon- ungssoninn fyrir öll fallegu gullin hajns og mátti ekki hugsa til ullarsokkanna sinna án þess að illskast. Skröggur þagði líka, og blés óhemju reykjarstrókum út um bæði munnvikin. Það þaut í greniskóginum og niðaði í skógarlækjunum. Þegar þeir komu út i skógar- jaðarinn, kom snæljós og lýsti þeim. En það var nú bara upp á mont, því að það var vel ratljóst eftir fönninni í tunglsljósinu. Loks bar þá að þvergnýpt- um bjargvegg. Þar fóru þeir úr sleðanum. Skröggur gaf farskjótunum sina hafra- kökuna hverjum og klappaði þvi næst á klettaþilið, en það laukst þegar upp. Hann tók nú Vögg litla við hönd sér og hélt inn í fjallaranninn; en ekki höfðu þeir farið langt, áður en Vögg tók að skjóta skelk i bringu. Þar var líka önmrlegt um að litast. Ekki hefði séð þver- handar skil, ef Akki hefði glitt í glirnurnar á höggorm- um og eitureðlum, sem ein- blíndu á þá og undu sig og skriðu um þvalar klettasill- urnar um leið og þeir fóru hjá. „Ég vil komast lieim til hennar ömmu,“ æpti Vögg- ur lilli loks upp vfir sig. „Sænskur sveinn!“ sagði Skröggur. Og þá þagnaði Vöggur. „En hvernig lízt þér ann- ars á eðluna þá arna?“ spurði Skröggur, eftir að þeir höfðu gengið nokkurn spöl og kom- ið auga á grænt kvikindi, er sat þar á steini og einblindi augunum á Vögg litla. „Hún er hræðileg,“ sagði Vöggur. „Henni hefir þú nú samt komið hingað,“ sagði Skröggur. „Sérðu hvað hún er örg og útblásin? Þetta er öfundin og óánægjan.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.