Vikan - 04.12.1969, Side 81
um góð og fyrirgæfi honum,
þótt lionum stundum yrði
eitthvað á. Hún bæði guð
fyrir honum á liverju kvöldi,
áður en liún sofnaði; og að
síðast í morgun hefði hún
lagl af stað í bíti í kaupstað-
inn til þess að kaupa handa
honum eitthvað, er liún gæti
glatt hann með á jólunum.
Meðan Slcröggur var að
segja frá þessu, lögðu jötn-
arnir þung, gullin met að
öðru livoru á metaskál hins
góða; en græna eitureðlan
stöklc niður af hinni meta-
skálinni og hvarf. Konungs-
dótturinni vöknaði um augu
og Vöggur fór að hágráta.
Og hann grét meira að
segja enn, er liann var að
vakna í rúminu heima hjá
sér. En þá voru þeir Skrögg-
ur og hann búnir að vera í
fjallasalnum og Skröggur
húinn að koma honum heim
og í rúmið og bjóða honum
góða nótt, þótt Vöggur litli
væri ])á svo syfjaður, að hann
tæki ekki lifandi vitund eft-
ir því. En er hann vaknaði,
þá skiðlogaði eldurinn í hlóð-
unum og Geirþrúður gamla
laut ofan yfir liann og sagði;
„Vesalings litli Vöggur
minn, sem varst svo lengi
einsamall hérna i myrkrinu!
Ég gat ekki komið fyrr en
þetta; það er svo langt. En
nú licf ég hérna handa þér
kóngaljós og hveitibrauð og
lmnangsköku, og meira að
segja ofurlitla köku, er þú
getur mulið i sundur lianda
vinum þínum smáfuglunum
á morgun!“
„Og sjáðu nú bara,“ bætti
Geirþrúður gamla við, „hér
er ég með ullarsokka, sem
ég ætla að gefa þér í jóla-
gjöf; það er nú það sem þig
vanhagar mest um núna,
litli slitvargurinn þinn! Og
hérna er ég með stigvélaskó
handa þér, sem ég hef keypt
i kaupstaðnum, svo að ])ú
þurfir ekki að þramma á
tréklossunum þínum yfir
jólin.“
Lengi hafði Vöggur litli
óskað þess að eignast svona
stígvélaskó, enda virti hann
þá nú fvrir sér í krók og
kring og gleðin skein út úr
augunum á honum. En enn-
þá betur virfi hann l)ó fyrir
sér ullarsokkana. svo að
Geirþrúður gamla fór að
síðustu að halda að hann
væri farinn að leita að
lykkjufalli á þeim. En svo
var mál með vexti, að Vögg
sýndist ekki hetur en þetta
væru alveg sömu sokkarnir
og hann hafði séð í kistunni
hans Jólaskröggs. -— Lolcs
slöngvaði hann handleggjun-
um um hálsinn á Geirþrúði
gömlu og sagði: „Þakka þér,
amma mín, fyrir sokkana
og skóna — og svo fyrir
sokkana!“
„Guð blessi þig, Vöggur
minn,“ sagði Geirþrúður
gamla og viknaði. „Ja, satt
er J)að, litlu verður Vöggur
feginn.“
Nú var settur pottur á hlóð
og hvitur dúkur breiddur á
horð. Og svo var kveikl á
kóngaljósinu. En Vöggur
litli hljóp til og frá í nýju
sokkunum sinum og skón-
um. Stundum staðnæmdist
hann þó við gluggann og
horfði undrandi augum út
yfir heiðina. Hann botnaði
einhvern veginn ekki í þvi,
hvernig hann hafði komizt
heim. En Jólaskröggur er
góður og Geirþrúður gamla
þá ekki síður, það vissi hann
upp á sína tíu fingur. Og
gaman var að lifa jólin,
hlessuð jólin!
Og þarna tindruðu ótelj-
andi stjörnur á himninum
ofan yfir heiðina. Og ein var
stærst. En á heiðarbýlinu,
eina heiðarbýlinu á allri
heiðinni, ríkti heimilisvlur-
inn, hjarta-vlurinn og gleð-
in.
Kirkjan vanhelgast
ekki af að nálgast
fólkið
Framhald af bls. 19
að við séum heldur lítiltrúaðir
miðað við sumar aðrar þjóðir, til
dæmis frændur okkar Norð-
menn. Hverjar eru ástæður þín-
ar til þessarar skoðunar?
Ég held að íslendingar hafi
margsýnt trú sína í verkunum.
Engir eru þeim fljótari til við-
bragða, ef þeir eru beðnir um
virka þátttöku í einhverju hjálp-
arstarfi. Ég skal viðurkenna, að
ég á erfitt með að bera saman
kirkjulíf okkar og það ssm er í
Noregi, en það sem ég þekki til
þess, þá er ég ekki svo hrifinn af
því, að ég myndi óska að íslend-
HILLIISKILRÚM
teiknuð af Þorkeli G. Guðmundssyni, húsgagnaarkitekt.
Siníðum hilluskilrúm úr öllum viðartegundum.
Leitið upplýsinga og fáið tilboð hjá framleiðanda.
Sverrir Hallgrímsson
Smíðastofa, Skipholti 35, sími 36938.
_________
Mamma, ég var nærri búinn að veiða jólasveininn!
f —-----------—---------------------------------—---------------------------------i
VIICAN-JÓLABLAÐ 81