Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 84
Fullkomnasta gardínu-
uppsetning á markaönum
meö og án kappa
fjölbreytt
litaúrval
ZETA
Skúlagötu 61
slmar 25440
25441
um það fundi, hvernig við ætt-
um að ná til jafnaldra þeirra.
Allt í einu gerði ég mér það ljóst,
þegar ég fór að hugsa um þessa
fundi eftir á, að á þeim hafði ég
setið og sagt: eigum við ekki að
hafa þetta svona? Er það ekki
þetta sem þið viljið? Og þau
svöruðu já, og hafa sjálfsagt gert
það af þægð. Nú langaði mig til
að snúa dæminu við, því að þeg-
ar tveir aðilar ræðast við, verða
báðir að leggja eitthvað fram til
að hægt sé að fá einhvern grund-
völl til að standa á. Og ég spurði:
hvað viljið þið leggja fram? Og
þá komu fram þau svör, sem
leiddu til, að við fórum að reyna
þetta, að sjá hvað úr því yrði. Þá
reis upp fólk og hrópaði: þarna
þykjast þau búin að finna lausn,
en þannig litum við ekki á mál-
ið. í okkar augum voru þetta að-
eins tilraunir. Margt mjög gott
kom fram við þær, og til dæmis
dáðist ég mjög að ræðumönnun-
um, sem fullorðna fólkið hefur
mest verið að hnjóða í. Megin-
inntakið í ræðunum virtist mér
vera þessi stóra spurning, sem ég
held, að margt ungt fólk velti nú
fyrir sér. Það spyr okkur, full-
orðna fólkið: Hversvegna lifið
þið í tveim heimum? Þið segizt
trúa einu, en breytið á allt ann-
an veg. Er hægt að brúa þetta
bil? Er hún röng þessi kenning,
sem þið lifið eftir, kristna kenn-
ingin, eða breytið þið rangt? Það
kom greinilega fram í ræðunum
að unglingarnir töldu, að það
væri einmitt hræsnin, sem væri
alltof áberandi í fari okkar. Og
hálfvelgjan. Eg held líka, að upp-
þotin og óróinn, sem verið hefur
í krökkunum undanfarið, ég held
hann stafi af þessu. Þau segja:
við neitum þvi, að þið steypið
okkur í það form, sem hefur sýnt
sig í að duga illa. Og þá benda
þau okkur á það, að við höfum
nú ekki af geysimiklu að státa;
heimurinn verið lagður í rúst í
tvígang á þessari öld.
óhræddur við hávaðann
— Þarna kemur sem sagt fram
sami andinn og í demonstrasjón-
unum.
— Já. Nú, og sumt gerðu þau
til þess að fólk hrykki við; það
þarf stundum að gera hlutina dá-
lítið harkalega, svo að fólk fari
að hugsa um þá. Það gerðu þau,
og ég held að þeim hafi tekizt
þetta mjög vel. Einn þátt tóku
þau upp, sem ég held að eigi
framtíð fyrir sér í kirkjunni; það
var samræðuþáttur milli kirkju-
gesta og þess, sem samkomunni
stjórnaði hverju sinni. Þá ræddu
þau það, sem prédikarinn hafði
sagt af stólnum, báðu hreinlega
um svör. Það var ákaflega
skemmtilegt og áberandi, hvað
þau spurðu skynsamlega.
Við ræddum nú popmessurnar
vítt og breitt, hrifninguna sem
þær vöktu hjá sumum og
hneykslun hjá öðrum, eins og við
var að búast. Það hefur lengstum
verið skilningur og meining
kirkjurækinna íslendinga, að
guðsþjónustur eigi að vera frem-
ur dapurlegar samkomur og
helzt leiðinlegar, og ég drap á
það sem ég hafði heyrt á bæjar-
skrafi, að hávaðinn, sem kvað
hafa verið með meira móti við
popmessurnar, hefði komið hvað
verst við taugar sumra.
Séra Sigurður Haukur hristir
höfuðið og brosir góðlátlega.
— Eg held sjálfur, að kirkj-
unni sé enginn voði búinn af
þeim hávaða. Eg skil ekki, hvað
það er sem heimtar að guðsþjón-
ustan þurfi endilega að vera
hljóð stund. Ég held, að aðalat-
riðið sé að kirkjan nái til fólks-
ins með þau fræ, sem hún hefur
til að sá, ef hún trúir því þá, að
þau eigi eitthvað erindi meðal
manna. Ég held það, og ég held
að þýðingarmeira sé að ná til
unga fólksins heldur en að hafa
hljóða stund fyrir gamalt fólk.
En æskunni fylgir auðvitað alltaf
dálítill hávaði, hjá því verður
ekki komizt.
Rétttrúnaður — frjálslyndi
— í þessu felst að vaxandi
áherzla sé lögð á siðfræðilegan
boðskap kirkjunnar. Ber að
skilja það svo, að þessi gamla
mystík kringum heilaga þrenn-
ingu, guðdóm Krists og fleira í
því sambandi sé að hverfa í
skuggann?
— Um þetta eru uppi tvær
stefnur í kirkjunni. Báðar eru
sammála um, að kirkjan þurfi að
taka alvarlega við sér, ef hún
á ekki að lenda algerlega út
af lífsveginum. Um leiðirnar til
úrbóta hafa komið fram tvö sjón-
armið. Annað þetta: Við höfum
verið of veraldleg, við þurfum að
snúa við á braut okkar, leita
fornra fyrirmynda til að gefa
kirkjunni aukna helgi. Hin stefn-
an segir aftur sem svo: Við höf-
um látið okkur of tíðrætt um
hluti morgundagsins, eða, ef ég
mætti orða það þannig, það sem
skeður eftir að við erum horfin
af þessu jarðsviði. Við erum stöð-
ugt að tala um það, sem verði
eftir dauðann, en ég veit ekki til
að við höfum mikinn aðgang að
landabréfum að handan. Hins
vegar hættir okkur til að gleyma
því, að Kristur var sendur hing-
að, hingað til jarðarinnar með
boðskap sinn, og því hlýtur sá
boðskapur að eiga að framkvæm-
ast hér, á jörðinni, enda talar
hann um guðsríki hér. Þessar
tvær stefnur hafa verið flokkað-
ar sem orþódoxía og líberalismi.
— Og hvor er í sókn?
— Eg held sjálfur að sú stefn-
an, sem hér hefur verið kennd
við frjálslyndi, sé á undanhaldi
meðal prestanna, en í sókn hjá
fólkinu. Þetta finnst mér ákaf-
lega einkennilegt, og ákaflega
varhugavert.
Svíar höfðu hákirkjustefnuna
84 VIKAN-JÓLABLAÐ