Vikan


Vikan - 07.12.1972, Page 6

Vikan - 07.12.1972, Page 6
^ZeTK. /Islú&x, Jólavörurnar eru komnar llmvötn og alls konar snyrtivara, gjafakassar fyrirdömurog herra. - Aldrei meira úrval. P08TURINN Hann brosti svo blítt Elsku bezti Pósturl Eg hef skrifað þér áður um sama efni en fékk ekkert svar. Þannig er að ég kynntist strák í vinnunni í sumar. Eiginlega var það hann sem byrjaði á þessu öllu. Hann brosti svo blítt þegar við hittumst á gangi og ég veit að hann sneri sér alltaf við. Við sátum oft saman í sólinni í matartímanum án þess að segja mikið. Við borðum alltaf sam- an og svona hefur þetta geng- ið. Ég varð svo yfir mig hrifin og stundum gat ég varla sofn- að á kvöldin því ég hlakkaði svo mikið til að sjá hann dag- inn eftir. Ég veit að hann er hrifinn af mér. (Hann hefur al- drei sagt það). Ég tek það fram að ég sé hann bara í vinnu- tíma og nú skal ég segja ástæð- una. Einu sinni þegar við vor- um að borða kom stelpa ask- vaðandi að borðinu okkar og segir: „Til hamingju með dótt- urina." Hann varð mjög skrýt- inn og stelpan fór að tala um barnið. Ég varð mjög sár og hissa og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Hann hafði alltaf borið trú- lofunarhring, en ég var blind. Ég vildi ekki tala um þetta og leiddi því samræðurnar að öðru, sem ég hefði trúlega ekki átt að gera. Ég grét mig í svefn um kvöldið, en svo fór ég að hugsa að þýddi vlst lítið að vera reið og [ huga mér fyrir- gaf ég honum. Hann á bíl og hefur nokkrum sinnum ekið mér heim, þótt það sé mjög úr leið. Kærastan hans hefur tvisv- ar verið með í bílnum og þá finnst mér ég vera eins og illa gerður hlutur. Hún er pen og stillt stúlka (hlutlaus). Mér finnst ég vera lík móður hans, og við greiðum hárið eins og erum með sama háralit. Hann hælir oft hárinu mínu. Jæja, mig dreymir hann oft, einu sinni dreymdi mig allt í Ijósbiáu (er það fyrir giftingu?), og einu sinni fannst mér hann vera I rúminu mínu, sem er mjög lít- ið, en þó fannst mér það afar breitt. Elsku Póstur, hvað á ég að gera? Mér þykir vænt um hann og honum um mig, því það sann- aði ég með því að tala ekki við hann í nokkra daga, en á þeim tíma var hann alltaf að koma til mín. Ég er átján ára en hann tuttugu. Ég hef aldrei orðið ' ástfangin í „alvöru" fyrr. Svo er það annað. Ég fer mjög lítið út og um daginn hringdi í mig strákur, sem ég kannast ekki við, og bauð mér út. Ég afþakkaði það, því að hann vildi að ég færi með honum í partí klukkan eitt. Ég hrein- lega þorði ekki. Svo var það annar, sem bauð mér á ball, en þá gat ég alls ekki farið og ég sá að honum sárnaði. Elsku Póstur, hjálpaðu mér. Ein í örvæntingu. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? Reyndu að gleyma honum. Það er eitfhvert vingl á honum í ástamálum, ekkert bendir til þess aS hann vilji skilja við kærustuna, en hefur þó greini- legan áhuga á að viðhalda sam- bandinu við þig. Ekkert óeðli- legt, en fremur óheppilegt af félagslegum og tilfinningaleg- um ástæðum. Vertu ekkert að standa í þvi að fara út með strákum, sem þú ert ekkert hrifin af, sízt af öllu í miðnæturpartí. Meðan þú átt í þessu hugarstríði, hefur það vissar hættur í för með sér; þú gætir þá, í von um að gleyma þessum trúlofaða, leiðzt út í ein- hverja vitleysu. Reyndu að hafa þolinmæði og sjá hvað setur. Draumurinn um Ijósbláa litinn boðar áreiðanlega eitthvað gott, helzt ánægju eða hamingju. — Þetta með rúmið gæti helzt bent í þá átt, að vinátta ykkar og mannsins ætti eftir að vaxa og öðlast meiri dýpt og skilning. Taugarnar í ólagi Kæri Póstur! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Þannig er, að mér leiðist svo hræðilega heima hjá mér. Það fer allt í taugarnar á mér nú orðið. Ég þoli ekki mömmu og systkini mín því síður, hvernig sem ég reyni, en pabba svona ágætlega, því hann skiptir sér lítið af mér. Svo er það annað, ég er með svo hræðilega minni- máttarkennd. í fyrsta lagi er ég svo hræðilega Ijót, í öðru lagi heiti ég hræðilegu nafni, sem mér er óspart strítt á, í þriðja lagi er vinkona mín svo sæt, að allir taka eftir henni, og ég verð 6 VIKAN JÓLABLAÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.