Vikan


Vikan - 07.12.1972, Qupperneq 19

Vikan - 07.12.1972, Qupperneq 19
Vilborg Daghjartsdóttir, rithöfundur Við lifum í kapítalísku neyzluþjóðfé- lagi og það liggur því í hlutarins eðli að höfuðhátíð ársins jólin eru hátíð brask- ara og smáborgara. Það er ekki hægt að breyta jólunum eða gæða þau innihaldi nema breyta sjálfu þjóðfélagskerfinu. Ég vil það. Mér er engin launung á því, að ég trúi ekki lengur á þennan þríeina karlguð braskara og nýlendukúgaranna, sem var fluttur inn til okkar fyrir þúsund árum — hversu forgylltur sem hann er. Mér finnst meyfæðingin hryllileg • og hef al- drei getað skilið af hverju guðsmóðirin mátti ekki vera kona. Reyndar er krist- indómurinn allur svo fjandsamlegur kon- unni,. að ég hlýt að afneita honum. Guðjón Guðjónsson. verzlunarstjóri Það er nú svolítið erfitt fyrir mig að svarg þessu, fólk segir eflaust, að ég hafi of mikilla hagsmuna að gæta vegna at- vinnu minnar. En hreinskilnislega sagt, þá er ég ánægður með nútíma jólahald og vil helzt engu breyta. Við höldum t. d. jólin heima hjá mér alveg á sama hátt og þegar ég var strákur, höfum sams kon- ar mat og allt. Gjafafarganið er e. t. v. komið út í öfgar, og mér finnst ótækt, að fólk steypi sér í skuldir vegna þess. En tilstandið kringum jólin er vel til þess fallið að lífga upp á skammdegið, og ekki vildi ég missa af því. Maður gerir þá svo margt, sem ella kemst ekki í framkvæmd. Framhald á bls. 97. Hannihal Valdimarsson, ráðherra Þeir, sem minnast jólahalds í sveit á venjulegu alþýðuheimili í byrjun þessar- ar aldar, mundu sennilega flestir svara þessari spurningu eitthvað í þá áttina, að þeir óskuðu þess, að jólin fengju aftur eitthvað af einfaldleika sínum og hátíð- legum helgiblæ með gjöfum til að gleðja en ekki auðga, og að hið íburðarmikla og yfirdrifna kaupsýslutilstand, sem í alltof ríkum mæli setur svip sinn á nú- tíma jólahald — a. m. k. í borg og bæ — mætti að skaðlausu hverfa. En í þessu efni duga engar óskir. Jólin sem trúarhátíð í tákni einfaldleika og uppljómunar hugans, er horfin paradís, Framhald á bls. 97. Þóra Kristín Jónsdóttir, kennari Mér finnst nútíma jólahald að mörgu leyti gott, en of mikið af öllu má gera. Ytri búnaður jólanna hefur löngum þótt bera innihaldið ofurliði, og álít ég, að draga megi verulega úr tilstandinu, flest- um að meinalausu. Undirbúningur allur keyrir svo úr hófi fram, að flestir eru orðnir steinuppgefnir, þegar njóta á allra herlegheitanna. Það verður þó ekki séð, að hátíðaskapið fari neitt eftir því, hve miklu fé og fyrirhöfn hefur verið til kost- að. Að öllu samanlögðu eru það því allt- of fáir, sem geta leyft sér þann munað að hlakka til jólanna, sem mér finnst veigamikill þáttur í öllu hátíðahaldinu. Framhald á bls. 97. Hrefna Tynes, skátaforingi Jólahaldið hefur að mínu áliti farið að ýmsu leyti áttavillt. Það er oft mikill vandi að rata hið svokallaða meðalhóf, og mönnum hættir til að greina ekki nógu vel kjarnann frá hisminu, og verður þá oft aðalatriðið að aukaatriði, eða jafn- vel verður útundan og blátt áfram gleym- ist. Jólin eru fyrst og fremst hátíð gleði og þakklætis — hátíð helguð fæðingu Frels- arans. Á hvern hátt myndi hann sjálfur kjósa, að við héldum hátíðina? Jólin mega í það minnsta aldrei vera matar- og verzlunarhátíð, þai sem allt er að farast í gjafaflóði. Börn eru alveg rugluð, þau vita ekki, hver gaf þeim þetta eða hitt. Fólk er eftir sig af of miklum kræsingum í mat og drykk og sælgætis- áti. Húsmæðurnar orðnar dauðþreyttar og eiga oft fullt í fangi með allan þennan bakstur og undirbúning og geta því ekki notið jólanna sem skyldi. Það má enginn skilja það svo, að ég vilji afnema þetta allt. Það er sjálfsagt að þvo og hreinsa og prýða heimilið og gera sér dagamun. En hvar eru mörkin? Ég man þá tíð, er ég átti heima í her- numdu landi í síðustu heimsstyrjöld. — Jólamaturinn á aðfangadagskvöldið var einungis hrísgrjónagrautur — rúsínulaus — með saftblöndu út á. Á jóladag voru svo matbúin þessi 250 gr af hakki, sem var skammturinn fyrir 4 manna fjöl- skyldu og varð að drýgja sem mest. Og gjafirnar, þær voru af mjög skorn- um skammti. En hátíðin var sú sama og engu minni en áður. Maður hafði næði til að brenna greni, finna af því ilminn og syngja jóla- sálmana og segja börnunum sögur við kertaljós. Veit ég vel, að okkur langar öll til að gleðja fjölskyldu og vini á jólunum. — En allt með máta. — Ég vil nú samt koma með uppástungu að einni gjöfinni enn. Má vera, að einhver hafi þann sið, en þá geta aðrir tekið það til athugunar. Getur fjölskyldan komið sér saman um að gefa Jesúbarninu gjöf, sem hún í Hans nafni færir einhverjum hjálparþurfi eða ein- hverri líknarstofnun. Gjöfin verður auð- vitað frá Jólabarninu, en ekki nafngreind Framhald á bls. 97. JÓLABLAÐ VIKAN 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.