Vikan


Vikan - 07.12.1972, Side 25

Vikan - 07.12.1972, Side 25
verið hafði „efnilegastur” brezkra stjórnmálamanna nokkra áratugi, _ og var nú for- sætisráðherra Bretlands, varð að segja af sér og draga sig úr stjórnmálum. Og meðan svo stórsögulegir atburðir gerðust við Súez og i Whitehall sátu islenzkir og brezkir i Paris, og hinn 13. nóvember þótti sýnt að löndunarbanninu, sem verið hafði i gildi i fjögur ár, myndi aflétt. Þennan sama dag hafði togarinn Fylkir verið viku á veiðum fyrir Vesturlandi. Siðdegis hvessti upp. Hann skall á með hvassri vestanátt og um klukkan sex siðdegis var veiðum hætt. Þá voru 10-11 vindstig á miðunum og hafrót.Þeir höfðu rifið trollið i siðasta halinu, og nú lét Auðunn skipstjóri siga upp um á hægri ferð, meðan gert var við netin. Þótt Auðunn væri ekki hjátrúafullur og tæki litt mark á draumum, gat hann ekki með öllu bægt frá sér draumi, sem hann hafði dreymt, meðan hann var i frii i landi næsta túr á undan. Sæmundur bróðir hans, sem um þessar mundir var forstjóri Fylkis-útgerðarinnar, var þá með skipið. Þessi draumur, sem Auðunni stóð ein- hvernveginn ekki á sama um, var á þá leið, að honum fannst þeir á Fylki vera á veiðum. Hann veit þá ekki fyrri til en stórt skip er komið þversum á bátaþilfar togarans, og er svo þungt og fyrirferðamikið, að i draumnum þykist Auðunn viss um að það muni færa Fylki i kaf. Það skiptir engum togum, að þetta ókunna skip steypist út af bátaþilfarinu og stingst á framendann i djúpið. Honum finnst siðah Fylkir sigla áfram og sér að allur mannskapurinn er um borð. Mikinn óhug setti að Auðunni i draumnum. Hann vaknaði við, og hugsaði um drauminn. Bjóst jafnvel við að eitthvað hefði orðið að um borð. En Fylkir kom úr veiðiferðinni án þess að nokkuð sögulegt kæmi fyrir og þessi veiðiferð var hálfnuð, án Auöunn Auöunsson, skipstjóri. þess að nokkuð gerðist, sem i frásögur væri færandi. Um miðnætti, aðfaranótt 14. nóvember, var enn stórviðri af vestri. Veðurstofan spáði lygnandi, og um leið og Auðunn skipstjóri fór i koju, sagði hann Gunnari Hjálmarssyni 1. stýrimanni að kasta á sömu slóðum og þeir voru á kvöldið áður, ef hann lygndi. Það fór eins og spáð hafði verið. Undir morgunn fór að draga úr veðrinu og á sjötta timanum var trollinu kastað. Fylkir var þá einskipa i Þverálnum, en nokkur skip fimm til sex milur fyrir ofan þá. Nokkru eftir að tekið var i blökkina óg togið hófst fór bátsmannsvaktin i koju, en stýrimannsvaktin kom á dekk. í vélarrúminu gekk allt sinn vanagang. Þórður Hannesson 3. vélstjóri var á vaktinni ásamt kyndaranum. Hann hafði leyst Guðmund I. Bjarnason 2. vélstjóra af, en Viggó Gislason 1. vélstjóri myndi svo taka við af honum klukkan átta um morguninn. Viggó Gislason var einn þeira. sem höfðu verið á Fylki frá öndverðu. Hann hafði farið til Englands ásamt Aðalsteini Pálssyni meðan skipið var enn i smiðum i Beverley og haft umsjón með niðursetningu véla og tækja. Fylkir hafði nú togað i rúman klukkutima og Þórður 3. vélstjóri gerði ráð fyrir að brátt yrði hift upp. Hann leit á gufu- þrýstimælinn, sem stóð á 220 pundum. Gufuvélin snerist sina 86 snúninga eins og alltaf á toginu, og það var gott að hlusta á þessi jöfnu slög stimplanna. Þessi 1200 hestafla gufuvél var hljóðlát, vann sitt verk án hávaða. Það var annað með ljósavélina, sem stóð á palli hátt uppi i siðunni. Frá henni stafaði mestallur hávaðinn i vélarrúminu. Þær voru reyndar tvær, og nú var sú aftari i gangi, Brátt var hringt á stanz, slegið úr blökkinni og byrjað að hifa. Þeir höfðu hift stjórnborðstrollið upp, skverað og hlerarnir voru komnir i gálga. Ennþá var haugasjór óg skipið tók þungar veltur, þar sém það lá ferðlaust. Þeir voru byrjaðir að snörla inn belginn. Gunnar Hjálmarsson 1. stýrimaður stóð við opinn brúargluggann. Valdemar Einarsson 2. stýrimaður var við spilið og stóð á grindinni stjórn- borðsmegin. Gilsmaðurinn, Kristmundur A. Þorsteinsson dró af spilinu.. Aftur i ganginum voru þeir að setja rópinn i ferliðuna á keisnum. Jóhann H. Jónsson stóð i svelgnum og var að hala stertinn inn. ólafur Halldórsson og Gunnar Eiriksson fyrir framan hann. ólafur var á forleisinu. Gunnar Hjálmarsson stýrimaður leit á klukkuna. Hún var rúmlega sjö. Fylkir valt i stjórnborða og belgurinn og pokinn, sem nú flutu við siðuna sáust vel i vinnuljósunum á þilfarinu. Þeir sáu allt i einu svarta þúst neðst i belgnum, alveg við pokann. Jóhann og Ólafur kölluðu báðir i einu, að það væri dufl i vörpunni. Framhald á hls. 83. JÓLABLAÐ VIKAN 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.