Vikan


Vikan - 07.12.1972, Síða 36

Vikan - 07.12.1972, Síða 36
„Ég hef aldrei öfundaÖ neinn skáldbræöra minna" VIKAN heimsækir Guðmund Gislason Hagalin, rithöfund, þar sem hann býr að Mýrum við Kleppjámsreyki i Borgarfirði. Texti: Dagur Þorleifsson Myndir: Sigurgcir Sigurjónsson ,,Já, ég er fæddur á Lokin- hömrum i Arnarfirði, sem er yzti bær á norðurströnd fjarðarins. Forfeður minir bjuggu á ýmsum útvegsjörðum i önundarfirði, Dýrafirði, Arnarfirði og Tálkna- firði. Og það þarf að fara langt aftur til að finna i ættinni svo mikið sem einn prestflæking.þó voru þeir nú alltaf á flækingi um landið. Forfeður minir voru yfir- leitt bændur, sem bjuggu svona sæmilega á vestfirzkan hátt, en lögðu áherzlu á sjómennskuna.” Sá sem talar er Guðmundur Gislason Hagalin, maður nú kominn nokkuð á áttunda tug ára og hefur lagt gjörva hönd á margt, enda lengst ævinnar gegnt fleiri en einu starfi saih- timis, stundum mörgum. En kunnastur er hann fyrir bækur unnar upp úr efnivið mannlifs, náttúru og sögu Vestfjarða, heimabyggðar sinnar. Sturla i Vogum og Kristrún i Hamravlk tryggja, að mannlíf, tungutak og atvinnuhættir, sem nú heyra til liðnum tíma, eiga ekki að þurfa að gleymast komandi kyn- slóðum. I vissum skilningi má kalla margar bóka Guðmundar íslendingasögur frá áratugunum kringum aldamótin, bæði þær sem hafa skáldsöguform og ævi- sögumar. Ég vik talinu að félagslegu atriði: ,,Það hefur ef til vill verið minni stéttaskipting þar i sveitum en sums staðar annars staðar?” „Efnahagurinn var náttúrlega misjafn, en um aðstöðu manna réð það miklu, að þeir væru það miklir dugnaðar- og fram- taksmenn, að þeir gætu eignazt bát og veiðarfæri, sem tilheyrðu. En það var mjög snemma, eða fýrir miðja nitjándu öld, sem margir vestfirzkir bændur keyptu, eða létu byggja litil þil- skip. Og svo var það gjarnan vaninn, að sonurinn var skip- stjóri á svona þilskipi, þangað til hann tók við búi af föður sinum. Og um miðja öldina eru orðnir margir tugir þilskipa á Vest- fjörðum, og mjög mörg þeirra I bændaeign. Sjósóknin þarna var ákaflega viðtæk, hún var lika á opnum bátum. Þeir fóru i hákarlaveiðar á veturna, þeir skutluðu seli og hvali, þeir fóru á móti steinbitnum á vorin út á haf, meðan hann var ekki genginn i fjörðinn. Þá voru það hrognkelsin, og svo kom þorskurinn, en yfirleitt var ekki stunduð veiði að sumrinu, heldur haust og vor og að vetrinum, þegar gaf. En þetta olli þvi, að yfirleitt var ekki bein matnauð, og hjálpsemi var ákaflega mikil, til dæmis man ég það, að það var föst regla hjá þeim, sem skutlaði hval, að hann skipti honum svo að segja milli allra i sveitinni. Hánn fékk nokkurn hlut sem skotmaður, og fyrir sina menn, en annars var hvalnum skipt á milli allra. Og það var eiginlega dálitið einkennilegt, og hefur ekki viða komið fram, að það komu sömu reyðarhvalirnir i fjörðinn árlega. Þeir komu inn með kálf- ana og voru með þá i firðinum. Og fullorðnu hvalirnir, þeir höfðu nöfn, það var til dæmis einn sem hét Skeifa og önnur hét Vilpa. Og svo var beðið, unz komið var að þeim tima, að búist var við að mæðurnar færu að fara með þá út. Þá fóru menn og skutluðu kálfana, og með þannig skutli, að hann drap þá ekki strax, - þetta hefði sjálfsagt ekki beint heyrt undir dýravernd - en skutullinn losnaði framan úr ránni. Og svo fóru menn i land. Siðan blæddi kálfinum inn, og hann drapst. Móðirin var hjá honum i tvo-þrjá daga, en fór svo út, og þá sóttu menn kálfinn. Samhent og bætandi hvort annað upp i smáu og stóru, hvorl heldur sem spilað er rommi eða byggt hús. 36 VIKAN JÓLABLAÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.