Vikan


Vikan - 07.12.1972, Page 45

Vikan - 07.12.1972, Page 45
PIERPOINT - OMEGA LUSINA GENÉVE og margar fleiri svissneskar úrategundir. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Maonns BeniamínssonSCo Veltusundi 3, Reykjavík ' gefur út , eru sorprit. Hún settist á rúmstokkinn. Þunni morgunsloppurinn var opinn aö framan. Hún sá aö hann horföi á hana. — Verður þú ekki galinn af ástriöu, þegar þú sérö mig svona fáklædda? — Þú ert mjög vel vaxin. Hún þrýsti sér upp að honum, en hún fann viðnám hans. Hann færði sig frá henni, stóö upp og vék undan. Þáð varð steinhljóö i litlu kytrunni. Hún sat kyrr á rúmstokknum og virti hann fyrir sér, með undrandi, galopnum augum, — reyndi að skilja hvað hrærðist innra með honum, reyndi að snúa Cambridge— heimi hans upp á sina mállýsku. Hún var ung og blóð- heit, ofsalega eftirsóknarverð og aðrir menn féllu fyrir henni: enginn hafði komið fram neitt þessu likt. Hún sagði: — þú hefir kannske ekki lagzt með stúlkum áður. Hann svaraði ekki og leit út eins og skóladrengur, sem hefir veriö staðinn að einhverju óþokka-- bragöi. - Er það? — Maður talar ekki um slika hluti. — Ég á við hvort þér geðjast betur að piltum, sagöi hún. — Ef svo er þá skal ég ekki láta mig dreyma um að fleka þig. Hann beit saman vörunumog kjálkavöðvarnir titruðu undir húðinni en hann leit ekki á hana — Ég leggzt ekki með stúlkum, sagöi hann. Hún var gráti nær, eins og litið barn, sem opnar pakka, með mikilli eftirvæntingu og finnur aðeins tóman pappakassa. — Ég hef samt gert það, nákvæmlega þrisvar sinnum og i öll skiptin var þaö jafn hrollvekjandi. Ef ég á að skilgreina kynferðislif mitt fram að þessu, þá er það eitt stórt núll. Hún fann skyndilega einhverja óljósa viökvæmnisöldu og henni létti. Aöeins þrjár stúlkur, hugsaði hún. Henni var ljóst að hún glápti bókstaflega á hann og hún leit niður. Hann hafði kannske reynt eitthvaö annað, það var meira en liklegt. En hann hafði þó reynt. Og hún ætlaði ekki að leggja fyrir hann fleiri spurningar. Hún stóö upp og gekk til hans. — Brian, þú ert allra bezti vinur minn, sagði hún, — og vinir eru miklu sjaldgæfari en elskhugar. Hún þrýsti sér upp að honum og sambandið varð nánara á milli þeirra, innilega viðkvæmt. Hún kyssti hann blíðlega, svo hann væri ekki svona ysmdræöalegur. — Astríður eyðileggja alla vináttu, sagði hún, — það skulum við ekki láta henda okkur, eða hvað finnst þér? Vináttan stóð I þrjár vikur. Á þessum þrem vikum lá hún með mörgum öðrum, sem hún hitti af tilviljun og hafði ekki > áhuga á. Einn þeirra var kvikmyndaframleiðandi, sem lofaöi henni hlutverki, en gleymdi þvi óðar. Brian kom inn i herbergiö til hennar, þegar hún vay um það bil að fara út. — En hvað þú ert lagleg Sally, sagði hann. Þetta var reyndar ekki rétt, hún var meira en lagleg, hún var falleg þennan dag, sérstaklega snyrtileg og glæsileg, svartklædd, með hatt, sem átti að benda til þess aö hún væri fullorðin, — heföarkona. Hún sagði : — Ég er á leið til Aklon hótelsins, til-að hitta minn dásamlega, glæsilega og ómótstæðilega föður. Brian óskaði henni góðrar ferðar. Hún haföi sagt honum frá fööur sinu, Imyndinni, sem hún hafði sjálf byggt upp á siöustu árum. Mynd af einhverri fjarrænni veru, sem hún reyndi aö láta fylla upp einmanalega tilveru sina, mannveru, sem hún þráöi. Hún var vön aö segja: — Pabbi minn er ambassadör, — næstum. Hún vissi að hann var alltaf á faralds- fæti og að hann hafði aldrei tima til að sinna henni, hún fékk aðeins stutt bréf og simskeyti. Einu sinni haföi hann tekiö hana með sér til Rivierunnar og hún gortaði alltaf að þvi hve dásamlegt það hafi verið. Þetta kvöld beið hún árangur- laust á Adlon til klukkan tiu og var bæöi sárreið og vonsvikin, þegar hiin kom heim. Þar beið hennar eitt af þessum vefijulegu simskeytum um að hann hefði breytt um áætlum á síðustu stund — skrifa — koss. Brian kom inn til hennar og sá þá að hún var grátandi. — Sally, hvað er að? Hún sýndi honum skeytið. — Nákvæmlega tiu orð, sagöi hún. — Þaö kostar meira ef orðin eru fleiri en tiu. Pabbi passar sig alltaf á þvi. En svo fékk hinn venjulegi hálf- kæringur yfirhöndina og hún sagði: — Ef ég fengi ólæknandi holdsveiki, myndi hann senda skeyti: Slæmt stúlka min, vona að nefið fjúki ekki af — koss. Hún taldi orðin á fingrunum. En svo kreppti hún hnefana og öskraði: — Ég skal sýna honum. Ég skal ■ verða stórstjarna. Honum er alveg sama um mig, sagði hún og reyndi að kæfa. grátinn. — Þaö getur veriö að hann hafi á réttu að standa. Ég er kannske ekki þess verð að láta sér þykja vænt um mig, ég er kannske einskis nýt ..... Brian gekk til hennar og tók um hendur hennar, losaði hendurnar, sem voru krepptar eins og I krampa. Svo sagði hann bliðlega: — Þú ert dásamleg stúlka, Sally, — og greind — og falleg. Jú, þú veizt það vel. Þetta var eins og að gæla við sorgmætt barn. Hann dró hana til sin, — armar hans voru sterkir. Hún sneri grátbólgnu andlitinu að honum, með opin munn. Hún naut þess að láta hann gæla við sig og hún fann að það voru karlmanns- armar sem héldu henni svo fast. — Finnst þér það I raun og veru? sagði hún. — Er það virkilega satt? Hann kyssti hana með innilegri viökvæmni, sem svo varð að æsandi ástriðu og kossinn varð svo langur að henni fannst hann vara I marga sólarhringa og sendi þau svo á hvolf I svimandi hafsjó af hamingju. Og einn morgun, löngu siðar, lá hún úthvild og hamingjusöm i rúminu, sem þau höfðu nú sameiginlega, innán um flækju af lökum og koddum, sem eru svo táknræn fyrir ástarnætur. Svo sagði hún, upp úr þurru: — Þessar þrjár stúlkur hafa bara verið skakkar stúlkur. Brian hló glaðlega. Og Berlln dansaði á barmi eldgígsins. Schramm, stóri, gráhærði eigandi Kit Kat klúbbsins var horfinn. Hann hafði fleygt út JÓLABLAÐ VIKAN 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.