Vikan


Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 54

Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 54
sambandinu i sumar i sambandi við heimsmeistaraeinvigið og fylgjast með þvi inni i Laugar- dalshöll. — Hvenær byrjaðirðu að tefla, FriörikV — Ég var vist 10 ára. — Og hvað kom þér á sporið? — Ætli það hafi ekki bara verið rigning og litið við að vera. Nei, annars. þetta er vist það. sem Larsen er vanur að segja. Minn ahugi vaknaði fynr alvöru, þegar enski skákmeistarinn Wood kom hingað og tefldi við Ásmúnd Ásgeirsson, þáverandi lsiandsmeistara. Þá greip um sig mikið skákæði. — Og frami þinn varð skjótur á þessu sviði. — Það má kannski segja það, ég var kominn i landsliðið 15 ára. Friðrik er ósköp hógvær og erfitt að toga upp úr honum afrekaskrána. Hann er mjög rólegur i fasi. tottar pipu sina og hlær afsakandi, þegar honum finnst orð sin bera vitni um sjalíshól. Við flettum upp i íslenzkum samtiðarmönnum og sáum þar, að islandsmeistari hefur Friðrik orðið 5 sinnum, i fyrsta skipti aðeins 17 ára, og árið eftir varð hann Norðurlandameistari. Mörgum er enn i fersku minni, þegar Friðrik sigraði ásamt V. Kortsnoj á skákmóti i Hasting 1055 56, þa nyutskriíaður stúdent úr Menntaskólanum i Reykjavik. Menn fylgdust með fréttum frá Hastings i miklum spenningi og fögnuðu innilega meö meistaranum unga. Alþjóðlegur skákmeistari varð Friðrik árið 1956 og stórmeistari 1958, sigurvegari á alþjóða skák- mótinu i Beverwijk i Hollandi 1959 og á svæðamótinu i Marianske Lasne i Tékkóslóva- kiu 1961. Svona mætti lengi telja. — Þetta hlýtur að vera ákaflega timafrekt áhugamál, Friðrik. Hefurðu nokkurn tima séð eftir þvi að hafa eytt svona miklum tima i skákina? — Það er rétt, skákin er mjög krefjandi um tima og fleira, og auðvitað kom þetta mjög mikið niður á náminu. En ég sé ekki ,,Þegar ég svo kom út úr húsinu, vissi ég ekki fyrri til en ég var þrifinn og borinn á gullstóli fram og aftur um torgið, og allir vildu snerta mig og þrifa í mig. Ég var eiginlega orðinn dauðhræddur, og þegar mér loks tókst að slita mig lausan, tók ég til fótanna og hljóp sem mest ég mátti alla leið heim á hótel með skarann á hælunum.” eftir þeim tima, sém ég hef eytt i skákina, siður en svo. — Kom aldrei til greina, að þú gerðist atvinnumaður i skák? — Oft er ég spurður að þessu, og svo virðist, sem flestir haldi, að mig hafi skort skilning og aðstoð til að gerast atyinnu- maður i skák. Skákborbiö góöa, sem Fidel Castro gaf Friðriki, er ekki bara upp á punt á heimilinu. Friörik situr þar oft aö tafli. Staðreyndin er sú, að ég kærði mig ekki um það. — Hvers vegna ekki? — Til þess liggja einkum tvær ástæður. Skákmót eru yfirleitt mjög löng og þreytandi, og það er erfitt að samræma atvinnu- mennsku i skák vehjulegu f jölsky ldulifi. Það má nú eiginlega segja, að ég hafi verið atvinnumaður fyrstu árin eftir stúdentspróf, og það var spennandi timabil, en svo sneri ég mér að lögfræðináminu fyrir alvöru. — Guðmundur Sigurjónsson er lika i lögfræði. Er kannski eitt- hvað skylt með lögfræði og skák? — Það er ekki alveg fráleitt. Báðar greinar krefjast mikillar umhugsunar, það þarf að vega og meta ýmsa möguleika. — Og nú starfarðu i dómsmálaráðuneytinu. — Já, ég fór til Baldurs Möllers i dómsmálaráðuneytinu að loknu prófi til að spyrjast fyrir um atvinnumöguleika og var jafnvel að hugsa um að fara út á land. En þá benti hann mér á, að hann hefði þarna lausa stöðu. Nei, þú þarft ekki að lita á mig neinum grunsemdar- augum: við Baldur minnumst ekki á skák i vinnunni, hvað þá að við tökum upp taflið! — Er atvinnumennska i skák ábatasöm? — Hún hefur ekki verið það. Þátttakendur fá friar ferðir og uppihald, en verðlaunaféð fá aðeins þeir beztu, og það eru ekki háar upphæðir, jafnvel ekki á okkar mælikvarða. En þetta fer að likindum að lagast, og við getum vafalaust þakkað Fischer það. — Nú hefur þú teflt viða um heim. Hvar hefur þér fundizt bezt að tefla? — Liklega i Hollandi. Aðstæður eru þar likar og hér heima, bæði loftslag og matur. Það er nefnilega alls ekki út i bláinn, þegar aðstæðum er kennt um lélegan árangur, hvort sem um skák eða annað er að ræða. Manni verður að liða vel likamlega til þess að ná ein- hverjum árangri. — Nú, og svo hefur afstaða fólksins lika mikil áhrif. Það er t.d. engin furða, þótt Fischer þyki gott að tefla i Júgóslaviu, þvi að Júgóslavar hafa horn i siðu Rússa og eru þar af leiðandi afskaplega hlynntir Fischer. — Ég á eina bráðskemmtilega minningu frá skákmóti i Zagreb 1958. Við tefldum i húsi við aðaltorg borgarinnar, sem er geysilega stórt, og þar var alltaf 54 VIKAN JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.