Vikan


Vikan - 07.12.1972, Side 65

Vikan - 07.12.1972, Side 65
lánið hans að ná i hana Signýju, sem var bæði þrifin og hugsunarsöm um búskapinn — eins og hún ætti sjálf allt saman. Hú sparaði allt — sparaði matinn við sjálfa sig, hvað þá annað. Kaupmaðurinn hafði lika klappað brosandi á herðar hans og sagt, að hann stæöi sig eins og hetja. Ó, ekki svo sem ég eigi einn þetta hrós skilið — eitthvað mætti Abigael fá af þvi, haföi hann þá sagt. Þá varð andlit kaupmannsins bæði alvarlegt og góðmannlegt i einu og hann spurðihvernigAblgael annars liði. „Svo er nú guði fyrir að þakka, aö hún er skárri, en ekki liður sá dagur enn, að hún finni ekki ein- hversstaöar til og það mikið”. ,,Ó, vesalingurinn”, sagði Magnus at meöaumkun. En svo var sem nýju ljósi brygði fyrir i augum hans. Hann brosti ismeygilega og sagði, að vist ætti hún það skilið að eignast fallega jólagjöf, og með það sama greip hann undir handlegg Grims og leiddi hann fram í búðina. „Hér eV hlutur, sem konu þinni mundi þykja vænt um að eignast, og væri lika höfðingleg jólagjöf”, sagði Magnús og tók ljómandi fallega saumavél, i glansandi kassa meögylltumrósum, ofan úr hillu og setti á borðið fyrir framan hann. En Grimur fór ekki óðslega að neinu. Hann velti vöngum og skoðaði gersemina i krók og kring og spurði hváð hún HANSA-húsgögn Verzlunin GELLIR selur v-þýzkar úrvalsvörur frá ITT SCHAUP-LORENZ. Kynnist tæknilega fullkominni framleiðslu. Ferðaviðtæki, segui- bönd, STEREO-hljómtæki og sjónvörp. Það borgar sig að kaupa það vandaða. Veitum heiðruöum viðskiptavinum okkar full- komna varahluta- og viðgerðaþjónustu. Verzlunin GELLIR Garðastræti 11 sími 20080 HANSA-gluggatjöld HANSA-kappar HANSA-veizlubakkar Vönduð íslenzk framleiðsla. Umboðsmenn um allt land. kostaði. „Fjörutiu og fimm krónur”, sagði Magnús, „og er þaö gjafverð á svona vönduðum hlut”. En nú stóð svo á, að inni- eign Grims var ekki nema átta hundruö þrjátiu og sjö krónur. „Ég haföi nú ekki ætlað mér að láta innstæðuna fara niður úr átta hundruðum”, sagði hann, hægt og rólega. „Þá látum við þaö vera svo, þú átt það sannarlega skilið af mér”, sagði Magnús og bað búðarþjóninn að búa vel um gripinn. ..Þeir snúa ekki svo glatt á Grim gamla ennþá, he, he,” sagði Grimur viö sjálfan sig og sló i Rauöku með spbttanum. ..Ósköp verður blessunin min hrifin á jólanóttina”. Og af óþreyjugleði sló hann aftur i merina. En þegar hér var komið hugsunum Grims, þá birtist honum allt i einu áhyggjuefni. Hvar átti hann að geyma gersemina til jólanna? Það var hvergi i bænum sá staður, að hann gæti ekki átt á hættu, að Abigael rannsakaði, og i útihúsunum gat verið varasamt aö geyma svo vandaðan hlut. Hann kunni ekki við að fara að vekja upp á Hóli, til að koma kassanum fyrir til geymslu, og fyrr en varði var hann kominn heim og hafði enga úrlausn fengið. En á leiðinni heim frá hesthúsinu datt honum i hug að helzt væri að finna Signýju. Hún var svo ráðagóð og þekkti lika betur en hann inn á þessa viðkvæmu hluti. Léttfættur eins og köttur laumaðist hann upp baðstofu- tröppurnar og opnaði hurðina hægt og gætilega. Rúm Signýjar var rétt við dyrnar, og nú hallaði hann-sér inn á pallstokkinn og seildist i sængurhornið. Signý reis upp við olnboga og starði hálfhrædd út i myrkrið. „Finndu mig fram, Signý, en JÓLABLAÐ VIKAN 65 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.