Vikan


Vikan - 07.12.1972, Qupperneq 72

Vikan - 07.12.1972, Qupperneq 72
Raðhornsóíi með mjúkum púðum. Fjölbreytt úrval af áklæði. Búlstrarinn Hverfisgötu 74 - Simi 15102 og alltaf voru þetta tuttugu- þrjátiu manns I heimili, og sam- bandih við gamla fólkið var mér alveg ómetanlegt.” „Þá hefur ekki verið neitt kynslóðabil?” „Ja, gamla fólkinu finnst náttúrlega alltaf, aö unglingarnir hegði sér ekki alveg eins og vera ber. En mér hefur aldrei fundizt, að þessa kynslóöabils gætti fyrst og fremstmilli mjög gamals fólks og ungs. Gamla fólkiö er orðið nógu gamalt til að gefa sér tima til að renna augunum yfir ævina meö ró og átta sig á hlutunum. Það er eins og munurinn og mis- skilningurinn sé meiri milli ungs fólks og þess, sem er á miðjum aldri. Og það er engu likara én að menn séu viða farnir að átta sig á þessu. Ég tek til dæmis eftir þvi i grein éftir prest, sem fæst mikið við æskulýðsmál, að I Sviss sé farið að byggja stúdentagarða, sem eru þannig að öðrumegin viö ganginn séu fbúðir ungra hjóna og stúdenta yfirieitt, en hinumegin gamalt fólk.” Nú lfður að hádegi. það er heldur hvasst og sólfar á hæðum og hnjúkum kringum Kleppjárnsreyki. Undir níu haföi rithöfundurinn vakiö mig i morgunkaffið, og nú hefur frú Unnur tilreitt fyrirtaks hádegis- verð. Guðmundur segir það ekki sizt dugnaði hennar að þakka, að þeim tókst að koma upp þessu fallega og myndarlega heimili bér I alveg mátulegri fjarlægft frá erli Stór-Reykjavfkur. Það hefur nú raunar iyrr a hana reynt, þá konu, á stríðsárunum var hún i Danmörku og starfaði þá i and- spyrnuhreyfingunni þar, tók meöal annars þátt i að bjarga Gyöingum yfir Eyrarsund til Svi- þjóðar. Ég er þegar orðinn eins og heimamaöur hjá þeim hjónum, enda segir Guömundur: ,.Það er þannig með okkur Unni, að ef okkur likar vel við menn, þá lfkar okkur viö þá undireins, og þá eru þeir taldir meö heimamönnum, meðan þeir standa við.” Næst berst talið að árunum eftir fyrra strfð, þegar Guð- mundur hefur sleppt árinni og færinu og tekiö til viö pennann i staðinn. Hann haföi sem fýrr var ritað verið ráðinn blaöamaöur og siðan ritstjóri við Fréttir, mál- gagn Þversum-manna. „Á þessum árum hafði ég alls ekki fastmótaðar pólitiskar skoðanir, segir Hagalin. - Ég vissi alltof litiö til áð veröa pólitískur ritstjóri. Hinsvegar var mér orðið ljóst, eftir reynslu mina af Fréttum, að ég mundi ekki þurfa að eyða óskaplegum tfma f að skrifa þrjár siður I litlu broti - sú fjórða auglýsingar. Að öðru leyti ætlaði ég að verja tfmanum i að kynna mér bókmenntir, og gerði mikið aö því á Seyðisfirði. Ég á Seyöisfjaröartimabihnu mikiö aö þakka, þvi aö þar var bókasafn, sem haföi verið gott, en var þá mikið hætt að sinna um. Þar náði ég i ýms rit beztu skálda Norður- landa, til dæmis rit Brandesar. Annars hafði ég náð i svipaöar bækur í sýslubókasafninu á Þing- eyri. En svo keypti ég líka ótrú- lega margar bækur og bjó mikið að þessu seinna. Ég var fjögur ár á Seyðisfirði, var ákaflega hrifinn af landinu, og fólkið þótti mér yfirleitt gott og skemmtilegt. Ég var þarna frá þvi f september 1919 og þangaö til I janúar 1924. Þá fór ég til Reykjavfkur, var i hálfgeröu reiðileysi um skeiö, verð svo þingskrifari. Aður hafði ég verið um tima i Lands- bankanum, eftir að ég hætti i skóla og áður en ég fór til Seyöis- fjaröar.. Og þetta sumar, þegar þingskriftir voru búnar. fékk ég atvinnu á pósthúsjnu.” „Hvernig bar það svo til, að þú lagðir leið þina til Noregs?” „Ég hafði lesið fornbókmenntir okkar ákaflega mikið, og Noregur kemur þar nú míkiö við sögu. Ég hafði þvi alveg sérstakan áhuga fyrir Noregi, var meira áð segja búinn áö læra að lesa bækur á mállýskum, auk nýnorsku. Ég var til dæmis búinn að lesa alla Júvikingana eftir Olav Duun, sem er erfitt aö lesa á frummálinu. Hann skrifaöi nýnorsku á grund- velli mállýsku Naumdæla. Þaö hjálpuðu mér ýmsir góðir menn tii að komast þetta. til dæmis prófessor' Nordal, Páll Eggert, Ólason, Árni Pálsson, Alexander Jóhannesson, Bjarni frá Vogi og Asgeir Asgeirsson, sem sendi mér nú hreinlega peninga til Noregs, þótt við þekktumst litið, og þvf gleymdi ég aldrei.” „Þú hefur verið orðinn vinsæll þá þegar.” „Ja, það veit ég ekki, en ég hafði fljótt góð kynni af þeim, sem ég þekkti, enda hef ég gert mér það að skyldu. að þó ég hafi lent f skömmum við menn og haft aörar skoöanir en þeir, aö geti þéir talað viö mig eins og ekkert sé, þá tala ég þannig við þá. Þvf að ég misvirði það ekkert við menn, þótt þeir hafi aðrar skoðanir en ég og eins á því, sem ég skrifa. Þá var skólastjóri á Voss Lars Eskelánd, loöurbroöir Eskelands, sem hérna var. Hann var þá kunnastur lýðháskólastjóri i Noregi. Ég settist að á Voss og gekk þar I tima i norsku, þvi að ég ætlaði mér að verða ritfær á norsku og halda fyrirlestra. Þarna var Kristmann Guðmundsson þá líka að læra norsku. Svo vill svo til, að þarna er haldin samkoma. Þar eru menn eins og ritstjóri Tidens Tegn, Rolf Thommesen og Mowinckel, sem þá var forsætis- ráðherra, og fluttu þeir fyrir- lestra. Nú er ég beðinn að halda þarna ræðu. Ég læröi ræöuna utan að, vandaöi mig óskaplega á málinu og æfði mig i að flytja hana, og flutti þetta meö óskap- legum krafti, svo að þeir heilsuðu sérstaklega upp á mig. Rolf Thommesen og Mowinckel, og Thommesen bauö mér aö skrifa gréinar fyrir fjögur hundruð krónur f Tidens Tegn, sem ég og gerði. Þetta varð mér heilmikil hjálp. En þarna var meðal annarra formaöur ungmenna- sambands Hörðalands. Svo um vorið fæ ég bréf frá honum, þess efnis, að hann biður mig aö flytja erindi um islenzka menningu og sögu á stórmóti I Sogni, sem ungmennasambönd Sygna og Norður-Hörða héldu sameigin- lega. Ég vandaði mig lfka heil ósköp með þetta erindi og lærði það utan aö. Þetta veröur til þess 72 VIKAN JÓLABLAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.