Vikan


Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 90

Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 90
DÖGG hefur mikib úrval af allskonar skreytingarefnum, jólaskreytingum adventukrönsum, tækifærisskreytingum gjafavörum ásamt frumskóg af afskornum bbmum DÖGG álfheimum 6 sími 33978 MEÐ TUNDURDUFL í VÖRPUNNI niöur skipssíöuna á kaðli en siöan ýttu þeir frá. Þeir sáu fljótlega að flekinn hafði skaddast i meðförunum og flaut illa. Þaö vatnaði strax yfir hann og það var sýnilegt.aðeitthvað af vatnsþéttu hólfunum höfðu gefið sig. Allt hafði þetta gerzt á stuttri stund. Mennirnir á flekanum ákváðu aö komast sem fyrst aö lifbátnum. Þeir reru með höndunum og sigarettukartoni, sem Jörundur hafði tekið með um leið og hann yfirgaf loftskeytastöðina! Þótt seint gengi komust þeir frá skipinu og aftur fyrir þaö. Skrúfan var nú aö mestu uppúr og framskipið i kafi. Þeir komust að bátnum, og um borð i hann. Það var mjög þröngt og litið borð fyrir báru. Þeir sáu að ljósin loguðu ennþá um borö i Fylki, en sfðan dofnuðu þau og hurfu, og þeir vissu að sjórinn hefði náö rafbúnaði vélarúmsins og ljósavélinni. Það braut orðið á skipinu. Það lyfti sér ekki lengur og endalok þess voru sýnilega skammt undan. Skipið haföi boriö frá bátnum og var spölkorn undan þegar þeir sáu það hallast enn meira til stjórnborða og afturenda þess risa úr sjó. Bátaþilfarið, afturskipiö, skrúfan, stýrið, en aðeins nokkur andartök og siðan stakkst skipið i djúpið. Þeir horfðu á hringiðuna, sem myndaðist þrátt fyrir ölduna, og brátt tók lausum hlutum að skjóta UPP á yfirborðið. Það var máske fyrst nú, er skipið var sokkið og mennirnir 32 i lifbáti i haugasjó 33 sjómilur frá landi, að þeir gerðu sér fulla grein fyrir kringumstæðum. Allt hafði gerzt svo hratt og óraunverulega. Margir voru meiddir, þeirra á _ meðal Auðunn Sæmundsson, faðir skipstjórans og aldursforsetinn um borð. Tveir voru þó verst haldnir. ólafur Halldórsson sem var siasaður á öxl og Gunnar Eiriksson, sem var nærri -drukknaður undir netinu. Fátt var hægt að gera mönnunum til aðstoðar. Margir voru fáklæddir, engin föt voru I lifbátnum og þeim kólnaði fljótt. Menn reyndu að standa og sitja þétt og vonuðu að togararnir sem voru i grennd hefðu heyrt neyðarkallið. Þá rak yfir staðinn, þar sem Fylkir hvildi nú á botninum. Vonuðu að hinn lifbáturinn heföi losnað og myndi skjóta upp. Sú von brást. Meöal togaranna, sem voru að veiðum nær landi var H v Hafliði frá Siglufirði. Loft- skeytamaðurinn þar heyrði neyðarkall Fvlkis Einnig heyröi loftskeytamaðurinn á varð- skipinu Þór, sem statt var viö Vesturland neyöarkallið, en aöeins einu sinni. Fleiri togarar en Hafliði heyrðu til Fylkis, og settu á fulla ferð á slysstaðinn. Það var um hálftima eftir að Fylkir sökk, sem Hafliði kom að bátnum. Það var byrjað að skima og það auðveldaði björgunina að sjálfsögðu. Auðunn Auðunsson kallaði til Alfreðs Finnbogasonar skipstjóra á Hafliða og bað hann að koma kulmegin við bátinn. Togarinn stanzaði og rak að bátnum. Um borð I Hafliða voru margar hendur á lofti til þess að aðstoða Fylkismenn um borð. Eftir að björgun var lokið, var stefna sett til ísafjarðar. Stuttu síðar var skeyti sent til Sæmundar Auðunssonar, framkvæmdarstjóra Fylkis- úfgerðarinnar. Ennfremur til Isafjarðar, þar sem beðið var um að læknir kæmi út með lóðs- bátnum vegna hinna meiddu. Fregnin um að Fylkir heföi farizt á tundurdufli barst fljótt um tsafjörð. og þegar Hafliði kom aö bryggju var þar mergt oianna saman komiö. Farið var með Olaf, Gunnar og nokkra aðra, sem voru meiddir á spitalann. Það kom i ljós, að Gunnar hafði drukkið mikinn sjó og var kominn með heiftúðuga lungnabólgu. Ólafur haföi farið úr liði um öxl og liðpokinn rifnað. Skurðaðgerð var þvi nauðsynieg. Þennan sama dag var sagt frá þvi i fréttum útvarpsins, að Fylkir hefði sokkið að völdum tundurdufls. 1 sama fréttatima kom einnig fram, að undirritað hefði verið samkomulag I Paris, milli íslendinga og Breta um að löndunarbannið, sem verið hafði i gildi i fjögur ár væri úr sögunni. Hinn 15. nóvember kom varðskipið Þór með mennina af Fylki til Reykjavikur. Vinir og venzlamenn fjölmenntu niður að höfn og fögnuðu skipshöfninni. Hópurinn, sem svo nauðuglega haréi bjargast, kom þó ekki allur. Ólafur Halldórsson og Gunnar Eiriksson urðu eftir á spitalanum á tsafiröi. Þeir dvöldust nokkrar vikur á sjúkrahúsi, en náðu báöir heilsu við góða umönnun og hjúkrun á tsafirði. Nokkru áður en Fylkir héh' \lt, i þessa örlagariku veiðiferð haföi útgerðin pantað tvo gúmmibjörgunarbáta, sem þá voru litt þekkt björgunartæki hér á landi, nema þá fyrir flugvélar. Bátarnir áttu að koma um borð i skipið i næstu ferð. Meðal ráðamanna i landi virtist viss mótstaða gegn þessari nýju gerð björgunarbáta, þótt þeir sjómenn, sem höfðu kynnt sér þá, væru hinsvegar á einu máli um notagildi þeirra. Auðunn Auðunsson skipstjóri var við komuna til Reykjavikur, beðinn að segja frá atburðunum, er Fylkir fórst^.I útvarpi. Hann 90 VIKAN -JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.