Vikan


Vikan - 17.12.1987, Page 10

Vikan - 17.12.1987, Page 10
Skemmtun, skrum eða d ■ II Ólafur Stephenser svartigalaur? sssf Ólafur Stephensen hefur sett saman bók um auglýsingar og auglýsingatækni, sem nefnist „Nýtt og betra“ - skemmtun, skrum eða svartigaldur. Þetta er önnur bókin, sem kemur út á ís- lensku um auglýsingamál, en sú fýrsta var Auglýsinga- bókin eftir dr. Jóh. Ágústs- son sem kom út árið 1947, eða fýrir 40 árum. í bók sinni fer Ólafur á kostum, eins og við mátti búast. Bókin er stútfull af heilræðum, útskýringum, fullyrðingum og jafhvel skömmum. Meðal annars heldur Ólafúr því fram að ís- lenskir blaða- og tímaritaútgef- AUOL?SÍnSaBOK (jfcFgBTEPHÉ^tEN SKEMMTUN, SKRUM EDA SVARTIGALDUR, . '■ 1,^ j mml Im m \ ■ IM' W Q Bf] endur séu að selja auglýsendum svikna vöru. Hann fullyrðir að íslenskur útflutningur stefhi í markaðseinangrun, ef ekki verði brugðist við nú þegar, og aug- lýsendur hérlendis séu að tapa stórfé vegna óskipulagðra vinnubragða sem láti stjórnast af lögmálum kunningjaþjóðfé- lagsins en ekki af markaðslög- málum. „Nýtt og betra“ er skemmti- leg aflestrar. Hún fær lesandann ósjálffátt til að gera samanburð, en það er einmitt kjarni auglýs- ingastarfsins að áliti höfundar. Ólafur tekur upp hanskann fyrir samanburð í auglýsingum, telur hann eiga fullan rétt á sér, ef hann sé gerður á heiðarlegan hátt. Um Ieið og Nýtt og betra“ er þörf ádrepa kemur bókin til með að vera handbók fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana, aðgengilegt uppflettirit um auglýsingaáætlanir, auglýsinga- birtingar, samstarf við auglýs- ingastofu, markaðssetningu og sölutækni. f bókinni eru leið- beiningar um gerð sjónvarps- handrita, gerð handrita fyrir út- varpsauglýsingar, skipulagningu efhis í póstsölu (direct mail) og hvernig eigi að reikna út höfða- tölu í blöðum og tímaritum. BÆKUR / í upphafi bókar sinnar segir Ólafur m.a.: „Það er stundum erfitt að vera auglýsingamaður. Ekki vegna þess að starfið sé leiðinlegt. Síður en svo. Auglýs- ingastarfið gefur þér tækifæri til að takast á við fjölbreyttari vandamál en flest önnur störf sem ég þekki. Það er sambland af miskunnarleysi fjölmiðlanna, sköpunargleði listamannsins og tilætlunarsemi sölumennskunn- ar. Það sem er erfiðast við starf- ið er þegar framkvæmdastjóri fyrirtækis, sem búið er að vera í viðskiptum hjá auglýsingastof- unni þinni í nokkur ár, skilgrein- ir starf þitt þannig: 85% rugl og 15% þjónustugjald. Þá er erfitt að vera auglýsingamaður!" Ólafur Stephensen er vafa- laust einn þekktasti auglýsinga- maður okkar. Hann er ábyrgur fýrir mörgum athyglisverðum auglýsingunt hérlendis undan- farin ár - og jafnframt þeim um- deildustu. Ólafur er menntaður í Bandaríkjunum. Hann stund- aði nám í almenningstengslum, áróðurstækni og markaðsfræð- um við Columbia háskólann í New York. Það má segja að með Ólafl hafi orðið tímamót í aug- lýsingastarfi hérlendis. Tímabil markaðsmannsins tók við af tímabili teiknarans. - ÞJM Við viljum vekja athygli ykkar sem útivist stunda áBarbourfatnaði. Durhamjakkinn hefurþessa kosti: Hann er framleiddur úr laufléttu bómullar- efni, hann er hlýr og hleypir frá sér raka, hann er vatnsheldur og einstaklega sterkur, hann er fallegur og léttur og þegar allra veðra er von er hann tvímælalaust hentugasti jakki í lengri eða skemmri ferðir. Sendum í póstkröfu Hafnarstræti 5, sími: 16760. 10 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.