Vikan


Vikan - 17.12.1987, Qupperneq 10

Vikan - 17.12.1987, Qupperneq 10
Skemmtun, skrum eða d ■ II Ólafur Stephenser svartigalaur? sssf Ólafur Stephensen hefur sett saman bók um auglýsingar og auglýsingatækni, sem nefnist „Nýtt og betra“ - skemmtun, skrum eða svartigaldur. Þetta er önnur bókin, sem kemur út á ís- lensku um auglýsingamál, en sú fýrsta var Auglýsinga- bókin eftir dr. Jóh. Ágústs- son sem kom út árið 1947, eða fýrir 40 árum. í bók sinni fer Ólafur á kostum, eins og við mátti búast. Bókin er stútfull af heilræðum, útskýringum, fullyrðingum og jafhvel skömmum. Meðal annars heldur Ólafúr því fram að ís- lenskir blaða- og tímaritaútgef- AUOL?SÍnSaBOK (jfcFgBTEPHÉ^tEN SKEMMTUN, SKRUM EDA SVARTIGALDUR, . '■ 1,^ j mml Im m \ ■ IM' W Q Bf] endur séu að selja auglýsendum svikna vöru. Hann fullyrðir að íslenskur útflutningur stefhi í markaðseinangrun, ef ekki verði brugðist við nú þegar, og aug- lýsendur hérlendis séu að tapa stórfé vegna óskipulagðra vinnubragða sem láti stjórnast af lögmálum kunningjaþjóðfé- lagsins en ekki af markaðslög- málum. „Nýtt og betra“ er skemmti- leg aflestrar. Hún fær lesandann ósjálffátt til að gera samanburð, en það er einmitt kjarni auglýs- ingastarfsins að áliti höfundar. Ólafur tekur upp hanskann fyrir samanburð í auglýsingum, telur hann eiga fullan rétt á sér, ef hann sé gerður á heiðarlegan hátt. Um Ieið og Nýtt og betra“ er þörf ádrepa kemur bókin til með að vera handbók fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana, aðgengilegt uppflettirit um auglýsingaáætlanir, auglýsinga- birtingar, samstarf við auglýs- ingastofu, markaðssetningu og sölutækni. f bókinni eru leið- beiningar um gerð sjónvarps- handrita, gerð handrita fyrir út- varpsauglýsingar, skipulagningu efhis í póstsölu (direct mail) og hvernig eigi að reikna út höfða- tölu í blöðum og tímaritum. BÆKUR / í upphafi bókar sinnar segir Ólafur m.a.: „Það er stundum erfitt að vera auglýsingamaður. Ekki vegna þess að starfið sé leiðinlegt. Síður en svo. Auglýs- ingastarfið gefur þér tækifæri til að takast á við fjölbreyttari vandamál en flest önnur störf sem ég þekki. Það er sambland af miskunnarleysi fjölmiðlanna, sköpunargleði listamannsins og tilætlunarsemi sölumennskunn- ar. Það sem er erfiðast við starf- ið er þegar framkvæmdastjóri fyrirtækis, sem búið er að vera í viðskiptum hjá auglýsingastof- unni þinni í nokkur ár, skilgrein- ir starf þitt þannig: 85% rugl og 15% þjónustugjald. Þá er erfitt að vera auglýsingamaður!" Ólafur Stephensen er vafa- laust einn þekktasti auglýsinga- maður okkar. Hann er ábyrgur fýrir mörgum athyglisverðum auglýsingunt hérlendis undan- farin ár - og jafnframt þeim um- deildustu. Ólafur er menntaður í Bandaríkjunum. Hann stund- aði nám í almenningstengslum, áróðurstækni og markaðsfræð- um við Columbia háskólann í New York. Það má segja að með Ólafl hafi orðið tímamót í aug- lýsingastarfi hérlendis. Tímabil markaðsmannsins tók við af tímabili teiknarans. - ÞJM Við viljum vekja athygli ykkar sem útivist stunda áBarbourfatnaði. Durhamjakkinn hefurþessa kosti: Hann er framleiddur úr laufléttu bómullar- efni, hann er hlýr og hleypir frá sér raka, hann er vatnsheldur og einstaklega sterkur, hann er fallegur og léttur og þegar allra veðra er von er hann tvímælalaust hentugasti jakki í lengri eða skemmri ferðir. Sendum í póstkröfu Hafnarstræti 5, sími: 16760. 10 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.