Vikan


Vikan - 17.12.1987, Side 60

Vikan - 17.12.1987, Side 60
Waldorfsalat fyrir 8-10 manns 250-300 g majones 1/4 I þeyttur rjómi salt sítrónusafi sykur 3-4 stilkar sellerf, sneitt fínt 3 afhýdd, fínsöxuð epli 1 meðalstór klasi vlnber, skorin í tvennt og steinarnir teknir úr 50 g grófsaxaðir valhnetukjarnar Smávegis af hráefninu og þunnar sneiðar af rauðu epli til skrauts. Majonesi og rjóma hrært sam- an og sfðan bragðbætt. Hráefn- inu blandað þar í (geymið smá- vegis fyrir skraut). Uppskrift fyrir 8 1 gæs (4-5 kg) 1-2 tsk. pipar 5 tsk. salt 7-8 flysjuð niðursneldd epli 300 g sveskjur smjör til að pensla með 3/4 I sjóðandi vatn eða hænsnakjötssoð Nuddið hreinsaða gæs að innan með salti og fyllið síðan með eplasneiðum og sveskjum. Saumið fyrir opið, dragið háls- skinnið aftur á bak og festið það þar með trépinnum (tannstöngl- um). Snúið vængjunum þannig að gæsin liggi á þeim. Leggið gæsina í smurt eldfast form og látið neðst í rúmlega 200 gráðu heitan ofn. Eftir u.þ.b. 45 mín. steikingu er sjóðandi vatni hellt út á (eða kjötsoðinu) og hitinn lækk- aður niður í tæpar 200 gráður. Látið steikjast í 2V£ til 3 klst. I viðbót. Gætið að því að ausa soðinu reglulega yfir gæsina meðan á steikingu stendur. Að steikingu lokinni er gæsin tekin úrforminu og álpappír látinn utan um hana og viskustykki þar utan um. Sósan: Síið soðið og veiðið fit- una frá. Bætið smávegis sósulit í soðið til að auðveldara sé að skilja fituna frá. Jafnið með sósu- jafningi. Hrærið vel allan tímann og látið sjóða vandlega. Bragð- bætið með salti, pipar og e.t.v. smávegis smjöri. Mjög gott er að hræra smávegis af rifsberjasultu út í sósuna áður en hún er borin fram. Meðlæti: Rauðkál, brúnaðar kartöflur og Waldorfsalat. Ath! Ef gæsin er matreidd tals- vert áður en hún er borin fram, setjið hana þá aftur inn í ofn í 200 gráðu hita þar til hún er orðin gegnheit á ný. Gott er að grilla hana llka í fáeinar minútur til að skorpan verði hörð og girnileg. STILLTU Á STJÖRNUNA Stjarnan er stillt á Þig FM 102,2 og 104 Auglýsingasími 689910 60

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.