Vikan


Vikan - 13.06.1991, Síða 9

Vikan - 13.06.1991, Síða 9
RITHÖFUNDUR OG LEIKSTJÓRI þessari nánd viö það þannig að ég finni að ég taki part af menningu þess og vitund inn í blóðið. Sú tilhugsun að fleyta einungis rjómann af ferða- mönnum nægir mér engan veginn. Mér leiðist til dæmis sú tilhugsun ein að liggja aðgerðarlaus í sólbaði hvort sem það er hér eða annars staðar. Þannig hvíld nægir mér ekki.“ Þórunn er vön ferðamönnum vegna þess að hún var fararstjóri á árum áður í Spánarferðum. Því er forvitnilegt að fá hjá henni einhvern samanburð á þessum tveim samfélögum og íbúum þeirra. „Það er svo skrýtið," segir hún, „mér finnst nefnilega margt líkt með þessu fólki og okkur. Spánverjar eru dálítið frumstæðir, eig- inlega „fjallageitur" eins og við. Landið er há- slétta og meðfram ströndinni er fólkið. Raunverulega er landið meira og minna óbyggilegt í miðjunni eins og ísland, bara á öðr- um forsendum þrátt fyrir frábæra kosti." Heyrst hefur að Þórunn sé listakokkur og órög við alls kyns tilraunastarfsemi þar að lútandi. Jafnvel útlendinga undrar þetta frumlega og óvenjulega djarfa hrámeti, sem hún á til að nota við matargerðina þó vissulega séu þeir sælir með tilbreytinguna, eftir því sem kunnugir segja. „í sveitinni í sumar steiktum við til dæmis að gamni fíflahausa upp úr smjöri. Þeir þóttu hið mesta lostæti og ákaflega líkir sniglum sem margir eru sólgnir í.“ Einmitt í miðjum þessum umræðum komu Stefán og dóttir þeirra hjóna inn og spurðu bæði svöng á svipinn hvort eitthvað væri að borða. Ekki voru dregnir fram fíflahausar handa þeim enda eins víst að eðlislægir fordóm- ar spyrils hefðu haft af þeim lystina ef um slíkt hefði verið að ræða þeim til handa. Hvað um það, ekki virtust þessar áhugaverðu matarumræður hafa farið framhjá köttunum tveim sem beðið höfðu allan þennan tíma kurteisir með æðruleys- issvip fyrir utan stofugluggann eftir að gestur færi. Þeir mjálmuðu og ylggdu sig framan í spyril. Hvort þeim hefur vaxið í augum, eins og öðrum áheyrendum Þórunnar, sá möguleiki að prófa nokkra fíflahausa skal ósagt látið enda ekkert slíkt á boðstólum í augnablikinu. ■ Hún rökstyður mál sitt með því að benda á að það séu til á íslensku ótal tugir nafna yfir ákveðna hluti úr þorskhaus en bara ein aðferð til að borða hann. ■ „Það var mér óskaplega mikið áfall þegar faðir minn dó og það tók mig langan tíma að vinna mig frá því.“ Það verður að segjast eins og er að þegar Þór- unn í framhaldi af þessu segir að við séum að þessu leyti svo ónæm, jafnvel skorti okkur dálít- inn fínleika á stundum, vefst manni tunga um tönn. Hún rökstyður mál sitt með því að benda á að það séu til á íslensku ótal tugir nafna yfir á- kveðna hluti úr þorskhaus en bara ein aðferð til að borða hann. Fólkið, sem Þórunn kynnist fyrir norðan, kýs ekki að ferðast með lúxusfarartækjum eða búa á glæsilegum hótelum heldur á sveitabæ þar sem kliður náttúrunnar vekur það í morgunsárið með fuglasöng og flugnasuði. Þessir ferðamenn fá fjallagrös og sveppi sem Þórunn tínir jafnvel sjálf og hlusta hugfangnir á frásagnir af þjóð sem lifað hefur af margbreytileika náttúru sinnar, sem oft á tíðum hefur snúist með harkalegum sviptingum upp í andhverfu sína og gert íbúum þessa stór- brotna lands erfitt fyrir í lífsbaráttunni. Þórunn segir þetta vera ferðaþjónustu i sinni fallegustu og frumstæðustu mynd og hún telur þetta óvið- jafnanlega upplifun fyrir þá ferðamenn sem ekki kjósa að fara hefðbundnar leiðir sér til afþreying- ar í sumarfríinu. Vegna þess hvað viðmælandinn er náttúrukær er mjög eðlilegt að henni falli umhverfi sem þetta vel til að vinna í. Þetta er lífsmáti sem hún velur sjálf og deilir með öðrum. „Sennilega rekur for- vitnin mig áfram og þörfin fyrir að kynnast nýjum aðstæðum og fólki." Sýnilegt er að henni hentar afar vel að hafa mörg járn í eldinum og það krefst, eins og hún bendir sjálf á, að hún verður að skipuleggja sjálfa sig mjög vel og flestar aðstæður sem henni er mögulegt að stjórna. Þeir sem til þekkja segja að henni gangi slíkt öðrum betur. Eins telur hún að mikilvægt sé að standa við allar sínar skuldbind- ingar, jafnt við sjálfa sig og aðra. Þau hjónin hafa bæði ferðast mikið og dvalið fjarri heimilinu í lengri eða skemmri tíma vegna starfa. Slíkt telur Þórunn einungis framkvæman- legt með fyrirfram ákveðnu samkomulagi sem báðir aðilar séu jafnsáttir við. „Við verðum, þegar störf skarast eða bjóða upp á miklar fjarvistir frá heimili, að koma okkur upp einhvers konar ramma sem allir heimilisfastir geta verið sáttir við svo vel fari," segir Þórunn. Faðir Þórunnar var Sigurður Ólason lög- fræðingur sem margir eldri Reykvíkingar minnast sem óvenju litríks og gáfaðs manns sem óneitan- lega setti svip sinn á bæjarlífið. Hvernig minnist Þórunn föður síns sem látinn er fyrir nokkru? Kunnugir segja hana um margt líkjast föður sín- um mjög. „Hann var eins og ég að því leyti að hann varð að hafa mörg járn í eldinum í einu,“ segir hún. „Reyndar er hann alveg sér á parti í mínum huga og sennilegt að umfjöllun um hann gæti auðveldlega fyllt heila bók. Hann spilaði til dæmis á fiðlu og kiarinett, nánast á sama tíma. Hann var mikill grúskari og skrifaði fjöldann allan af alls kyns greinum. Ég hef stundum velt því fyrir mér að það sé varla tilviljun að ég skyldi fara að skrifa og fara augljóslega svona mikið inn á hans svið. Þegar pabbi dó fór ég í gegnum alla hans pappíra og þetta eru svo ótrúlegir hlutir sem hann hefur átt alveg síðan hann var unglingur. Við fundum heila bók sem hann hafði skrifað og teiknað í þegar hann var átján ára gamall. Þar stóð meðal furðulegustu hluta: Sigurður Ólason mannvirkjafræðingur. Sennilega á það sér rætur í því að hann átti sér þann draum að verða verk- fræðingur. (þessari bók voru til dæmis teikningar af öllum virkjunum sem þá voru til á Islandi, óskaplega vel teiknaðar. Hann hafði mjög fjölþætta hæfileika. Það er óhætt að segja að hann hafi velt mjög mikið fyrir sér dulrænum hlutum ýmiss konar á afar nátfúr- legan og heilbrigðan hátt, sem var mjög skemmtilegt. Hann var Snæfellingur og mjög lif- andi og frjór einstaklingur sem lifði lífinu lifandi, er mér óhætt að fullyrða. Eins og flest flókið fólk sveiflaðist hann töluvert til milli hæðar og lægðar. En vegna þess hvernig lífsafstöðu hann hafði, sem var í eðli sínu jákvæð og hlý, var hann á margan hátt farsæll maður. Það var mér óskaplega mikiö áfail þegar hann dó og það tók mig langan tíma að vinna mig frá því. Dauðinn er ekki í eðli sínu svo erfiður því hann er eðlilegur partur lífsins. Við eigum samt flest erfitt með að taka honum þegar hann kemur. Það sem er raunverulega erfitt í tengslum við hann er að vinna sig í gegnum allt það ólifaða líf sem manneskjan samt sem áður skilur eftir sig, Með Hrafnhildi Hagalín og Unni dóttur sinni á góðri stundu suður á Spáni. þó furðulegt sé að segja slíkt. Þótt pabbi hafi á margan hátt lifað mjög ríku lífi var hann í raun og veru mjög einmana og ekki síst síðustu árin. Það kemur einhvern veginn mjög mikiö að manni aft- ur og ég tel að ég hafi lært betur að þekkja sjálfa mig og skoða í gegnum pabba eftir að hann dó en meðan hann lifði. Ég er líka mjög bundin mömmu en á allt annan máta. Stundum hef ég velt því fyrir mér að maður hefur í starfi sínu í leikhúsinu kynnst fjöldanum öllum af góðu fólki sem hefur orðið manni mjög náið og ákaflega mikils virði. Sum þessara sam- skipta eru eins og tengd fortíðinni á einhvern hátt, fortíð sem líka tengist manns nánustu. Mað- ur rækir skyldur við gamla vináttu í samskiptum við sumt fólk. Sem dæmi til frekari skýringar - af því þetta er erfitt að orða svo vel fari - þá minnist ég fólks sem ég hef jafnvel nýverið kynnst, eins og Ragn- hildar Gísladóttur söngkonu. Þegar mamma mín kemur norður á frumsýningu söngleiksins Kysstu mig Kata þá kemur í Ijós í gegnum hana að Frh. á naestu opnu „Þegar pabbi dó fór ég í gegnum alla hans pappíra og það eru ótrúlegir hlutir sem hann hefur átt síðan hann var unglingur,'1 segir Þórunn sem hér sést ásamt föður sínum, Sigurði Ólasyni fyrrverandi ríkislögmanni. 12. TBL. 1991 VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.