Vikan


Vikan - 13.06.1991, Qupperneq 17

Vikan - 13.06.1991, Qupperneq 17
ÍSLENDINGAR FÍNIR FARÞEGAR Bergþóra Tómasdóttir hefur starfað sem fararstjóri á Benidorm í fimm ár. Hún segir ekkert mannlegt vera fararstjóra óviðkom- andi og að fararstjóri geti þurft að takast á við allt frá fæðingu til dauða. Hvaða ábend- ingar hefur hún til þeirra fjölmörgu Frón- búa sem ætia að skyggnast um höfin sjö? „Fyrst og fremst vil ég leggja áherslu á það við fólk að koma á kynningarfundina. Það skiptir svo miklu máli fyrir ferðina í heild að fólk fái réttar upplýsingar í upphafi ferðar. Feröa- skrifstofan Veröld, sem ég vinn fyrir, gefur að vísu út bækling með öllum upplýsingum, sér- staklega fyrir þá sem ekki koma á fundina, en helst vil ég sjá alla mína farþega á kynningar- fundinum," segir Bergþóra sem komin verður til Spánar þegar þetta birtist. - Hvernig er það, kemur ekki ýmislegt spaugilegt upp á i þessu starfi? „Ég man eftir sætri sögu en hún var þannig að með mér í ferð var indæl, eldri kona. Þegar farið er til Benidorm er lent í Alicante og ekiö þaðan í klukkutíma til Benidorm. Svo segir þessi kona við mig daginn eftir: Valencia. Ætl- ar þú ekki að segja Valencia við mig? Valenc- ia, segi ég, en hvers vegna? Nú, þýðir það ekki velkomin á spænsku? spurði konan þá. Þá hafði hún séð fjölmörg skilti á leiðinni milli Alicante og Benidorm sem á stóð Valencia, vegna þess aö Valencia er næsta stórborg. Hún var því alveg sannfærð um að Valencia gæti ekki þýtt neitt annað en velkomin og var hæstánægð með gestrisni Spánverja." - En er nokkuð um að saklausir íslendingar fari illa út úr f grandaleysinu? „Það segir sig sjálft að það býður hættunni heim að gera eins og sumir íslenskir karlmenn eiga til í sakleysi sínu, að vera með seðlavesk- ið standandi upp úr rassvasanum. Við farar- stjórarnir vörum að vfsu sérstaklega við þessu og bendum á að peningar séu betur geymdir í brjóstvasa á skyrtu. Sömuleiðis ráðleggjum við kvenfólki að setja hliðartöskurnar alltaf yfir aðra öxlina og láta lásinn snúa að líkamanum. Þeir fingralöngu eru ævintýralega snarir í snúningum og gera allt frá að skera á töskuól- ar til þess að taka peningaveski upp úr töskum sem hanga kæruleysislega á öxl, til dæmis í biðröðum eöa almenningsvögnum." GÆTIÐ ÞESS AÐ BERA VEL Á BÖRNIN - Kann fólk ekki alveg á sólina núorðið og tek- ur sér jafnvel siesta í hádeginu eins og heima- fólk? „Á heitasta tímanum mælum við með því að fólk kaupi sér sólfilter 16 og sérstaklega að bera vel á börnin. Maður hefur séð óhugnan- legar blöðrur á öxlum barna, alveg ofan í kjöt, og þetta þýðir vitanlega að fríið er allri fjöl- ■ Bergþóra Tómasdóttir segir íslendinga vilja í æ ríkari mæli fræðast meira um sögu Spánar, hefðir og menningu í stað þess að sitja öllum stundum við sundlaugina. ■ „Ágætt fyrir okkur íslendinga að haga okkur eins og Spánverjar á heitasta tímanum og taka hreinlega siesta milli tólf og tvö. “ skyldunni ónýtt. Sólvörnin þvæst af krökkunum þegar þau eru á hoppi upp úr og ofan í laugina stanslaust í átta klukkutíma. Ég bendi yfirleitt fólki á að klippa af gömlum bol til að hlífa litlu öxlunum fyrstu dagana. Svo er mjög gott að nota hreina jógúrt á sólbruna; það liggur við að maður sjá blöðrurnar hjaðna. Fólk þarf nánast að fara í jógúrtbað, en daginn eftir má segja að bruninn sé allur farinn úr húðinni. Svo er ágætt fyrir okkur að haga okkur eins og Spánverjar á heitasta tímanum og taka hreinlega siesta milli tólf og tvö. Þann tíma má nýta til að fá sér léttan hádegisverð eða hrein- lega til að leggja sig og njóta sín þá enn betur fram eftir kvöldi. Þeir sem ekki geta hugsað sér að missa sólargeisla úr ættu að'gæta þess sérstaklega aö vera ávallt með hatt á höfði og þetta á ekki eingöngu við um börnin. Sólsting fylgja uppköst, niðurgangur og mikil vanlíðan og viðbúið er að sá sem fær sólsting missi hreinlega úr sólarhring eða meira." - Nú er svipaðs hreinlætis gætt við Miðjarð- arhafið og hér heima. Er ekki alveg óhætt að borða hvað sem er þarna suður frá? „Sú gamla íslenska hjátrú að það sé allra meina bót aö fá sér koníak eða Magno á hverj- um morgni og fólk sé þá undanþegið maga- kveisum alla ferðina á ekki við rök að styðjast. Þegar fólk fær í magann á Spáni er það í fæst- um tilvikum vegna einhvers sem það hefur borðað heldur yfirleitt vegna einhvers sem það hefur drukkið. Þá á ég ekki endilega við of- neyslu áfengis heldur gos með ísmolum, sem fólk teygar í sig. Maginn gerir hreinlega upp- reisn við aö láta kæla sig svona niður og hitna á víxl mörgum sinnum á dag. Á heitasta tíman- um verður fólk að drekka vatn og það að minnsta kosti tæpa tvo lítra á dag. Bjórnum skilar maður svo fljótt til baka að líkaminn nær ekki að vinna neinn vökva úr honum. Fólk skil- ur oft ekkert í því hvað það er slappt og syfjað en það er þá vegna þess að það vantar vatn og salt líkamans." LÍTIÐ UM AÐ ÍSLENSKAR STÚLKUR LÁTI BLEKKJA SIG - Hvernig er með samskipti kynjanna á strandstöðum? Getur ekki veriö hætta á alls kyns óæskilegum fylgikvillum í kjölfar þeirra? „Öll umræða um alnæmi liggur alveg niðri á Spáni, nákvæmlega eins og hér. Þeir voru með sína auglýsingaherferð í gangi fyrir þrem- ur árum, alveg eins og við. Núna er ekki minnst á þetta mál. En mér finnst íslenskar stelpur al- mennt vera á varðbergi gagnvart strandljónun- um og lítið um að þær láti blekkjast út í ein- hvern sumarfrísrómans. Oft koma æðislegar 17-18 ára skvísur saman í hóp, í nýjum dress- um á hverju kvöldi og eru kannski rosalegar gellur út á við en litlar í sér og láta ekki hafa sig út í neitt. Ég hef líka oft sagt við svona stelpur að þær verði að gera sér grein fyrir því að þeg- ar þær fari heim eftir þrjár vikur sé önnur komin í þeirra stað samdægurs. Svo spyr ég þær líka hvort þær ætli aö flytja til Benidorm og búa þar allt sitt líf og vera bara í eldhúsinu. Mér finnst það hreinlega skylda mín aö skipta mér aðeins af þeim. Annars finnst mér áberandi hvað þessir ungu krakkar sem koma eru fínir og sætir og haga sér vel. Það er alltaf verið að tala um aö íslendingar verði kolvitlausir séu þeir ekki heima hjá sér en ég lít nú bara á Englend- ingana og Svíana og segi að íslendingar séu hátíð hjá þessum þjóðum. íslendingar eru fínir farþegar, það er ekkert hægt að kvarta undan þeim. Flestir eru jákvæöir og með góða skapið f farteskinu og fólk, sem er vant að koma til Frh. á bls. 19 12.TBL.1991 VIKAN 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.