Vikan


Vikan - 13.06.1991, Page 30

Vikan - 13.06.1991, Page 30
TEXTI: ÞORSTEINN ERLINGSSON / LJÓSM.: BRAGI P. JÓSEFSSON UNDIRFÖT HJÁ MISTY FYRIR KONUR AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM Eeigendur verslunarinnar Misty hafa að undan- förnu haldið sýningar á vörum verslunarinnar sem eru aðallega undirföt og náttklæði ýmiss konar. Þessar sýningar hafa eingöngu verið haldnar fyrir konur. Sýningunum hefur verið hleypt af stokkunum ým- ist vegna þess að leitað hefur verið eftir slíkum sýningum af konum á fjölmennum vinnu- stööum þar sem konur eru í meirihluta eða að verslunin hefur boðið til slíkra sýninga. Vikan var boðin á eina slíka og hér á síðunum fáum við að sjá örlítið brot af því sem þar bar fyrir augu. VANITY FAIR Um er að ræða vörur frá þrem- ur þekktum, erlendum fram- leiðendum. Þar má fyrstan telja bandaríska framleiðand- ann VANITY FAIR. Þar á bæ hefur alltaf verið haft að leiðar- Ijósi aö vanda til framleiðsl- unnar eins og frekast er kostur, framleiða í bókstaflegri merkingu allar stærðir undir- fata. Engin er of feit þegar hún ætlar sér að kaupa vörur frá þessu fyrirtæki. Þeir hjá Vanity Fair gæta þess til hins ýtrasta að sniðin fari öllum einstakl- ingum vel og allar vörur séu unnar úr mjög vönduðum efn- um. Ef flíkurnar eru merktar með nafni fyrirtækisins getur viðkomandi verið viss um að um fyrsta flokks vöru er að ræða. Verð og gæði fara ekki endilega saman því í flestum tilfellum kemur verðið við-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.