Vikan


Vikan - 13.06.1991, Síða 36

Vikan - 13.06.1991, Síða 36
ÞORDIS BACHMANN ÞYDDI ’Y KYNNGIMÖGNUÐ FRAMHALDSSAGA EFTIR MEISTARA SPENNUSAGNA - STEPHEN KING AÐUR BIRT John Smith er kennari í smábæ í Bandaríkjunum. Hann verður fyrir höfuðhöggi sem barn og fær eftir það ,hugboð‘ öðru hverju - um hvar týnda hluti sé að finna eða að einhver verði fyrir óhappi. John og Sara, vinstúlka hans, fara kvöld eitt á héraðshátíð þar sem John vinnur fjárfúlgu í lukkuhjólinu. Meðan á vinningshrinu hans stendur fylgist Sara með honum. Hann leggur aftur og aftur undir á sama reitinn og svo virðist sem hann viti hvar bendillinn muni stansa næst. Meðan á þessu stendur er eins og Johnny sé í leiðslu - augu hans eru köld og fjarræn og á andliti hans er hörkusvipur sem hún er ekki vön að sjá. Johnny lendir í hroðalegu bílslysi á leið heim af hátíðinni. Hann fellur i dauðadá sem varir í fjögur og hálft ár. Meðan hann sefur kynnumst við Greg Stillson, borgarstjóra í smábæ í New Hampshire. Einnig er leiddur til sög- unnar morðingi í Castle Rock - litlum bæ stutt frá sjúkrahúsinu sem Johnny liggur á. Þegar Johnny vaknar úr dáinu er greinilegt að hann getur öðlast vit- neskju um líf fólks og hugsanir með þvi einu að snerta það. Hann er kom- inn í þá hræðilegu aðstöðu að fólk bæði sækist eftir vitneskju hans og óttast hann sem einhvers konar furðu- fyrirbæri. SJÖTTI HLUTI * 6 * Tíu dögum eftir fyrstu aðgerðina og tveimur vikum áður en framkvæma átti þá næstu leit Johnny upp úr bókinni sem hann var að lesa - All the Pres- ident's Men eftir Woodward og Bernstein - og sá Söru standa i dyragættinni, Hún horfði hikandi á hann. „Sara,‘‘ sagði hann. „Þetta ert þú, er það ekki?" Hún andaði frá sér óstyrk. „Jú. Það er ég, Johnny." Hann iagði bókina frá sér og horfði á hana. Hún var fallega klædd, í Ijósgrænum hörkjól og hún hélt lítilli brúnni tösku fyrir framan sig eins og skildi. Hún var búin að lýsa lokk í hárinu og það fór henni vel. Það fékk hann einnig til að finna skarpan afbrýðisemisting - hafði þetta verið hennar hugmynd eða mannsins sem hún bjó með og svaf hjá? Hún var fögur ásýndum. „Komdu inn,“ sagði hann. „Komdu og fáðu þér sæti.“ Hún gekk yfir herbergið og skyndilega sá hann sjálfan sig eins og hún hlaut að sjá hann - of hor- aður, líkaminn siginn út á aðra hlið í stólnum við 36 VIKAN 12. TBL. 1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.