Vikan


Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 39

Vikan - 13.06.1991, Blaðsíða 39
„Þaö er satt.“ „Þessir læknar koma svona hugmyndum inn hjá þér! Öllum þessum geggjuðu hugmyndum!" Varir hennar titruöu; augun voru galopin en þurr. „Guð tók þig úr dauðadáinu til að vinna sín verk, John. Þessir hinir, þeir eru bara ..." „Bara að reyna að koma mér á fæturna aftur svo ég þurfi ekki að vinna verk Guðs úr hjólastól það sem ég á eftir ólifað." „Við skulum ekki rífast,“ sagði Herb. „Fjölskyld- ur ættu ekki að rífast.1' Og fellibyljir ættu ekki að geisa en þeir gera það árlega og ekkert sem hann segði myndi stöðva þetta. Það hafði verið í upp- siglingu. „Ef þú treystir Guði, Johnny ..." byrjaði Vera. „Ég treysti engu lengur." „Leitt að heyra þig segja það,“ sagði hún. Rödd hennar var stíf og fjarræn. „Útsendarar djöfulsins eru alls staðar. Þeir munu reyna að snúa þér frá ætlunarverki þínu. Svo virðist sem þeim gangi það bara vel.“ „Þú verður að gera eitthvert... eilífðarmál úr þessu, er það ekki? Þetta var fáránlegt slys, strák- ar í kappakstri og það vildi svo til að mér var breytt í hundamat. Allt og sumt sem mig langar er að komast héðan. Og ég vil að þú takir lyfin þín og ... reynir að komast niður á jörðina. Þaö er allt sem ég vil.“ „Ég er að fara.“ Hún stóð upp. Hún var föl og tekin. „Ég skal biðja fyrir þér, Johnny." Hann leit á hana, hjálparvana og óhamingju- samur. Reiðin var horfin. „Haltu áfram að taka lyfin!" sagði hann. „Ég bið þess að þú sjáir Ijósið." Hún fór út úr herberginu og John leit vonsvikinn á föður sinn. „Ég vildi að þú hefðir ekki gert þetta," sagði Herb. „Ég er þreyttur. Það bætir dómgreind mína ekkert. Né skapið." „Já,“ sagði Herb. Hann virtist ætla að segja meira en gerði það ekki. „Ætlar hún enn til Kaliforníu á þetta þing um fljúgandi diska?" „Já. En hún gæti skipt um skoðun. Það er aldrei hægt að segja til um það frá einum degi til annars og þetta þing er ekki fyrr en eftir mánuð." „Þú ættir að gera eitthvað." „Hvað? Láta leggja hana inn?" Johnny hristi höfuðið. „Ég veit það ekki. En kannski er tími til kominn að þú íhugir það alvar- lega í stað þess að láta eins og það sé óhugsandi. Hún er veik. Þú hlýtur að sjá það.“ Herb sagði hátt: „Það var allt í lagi með hana áður en þú ... “ Johnny kipptist til eins og hann hefði verið sleginn. „Fyrirgefðu, John. Ég meinti þetta ekki." „Allt í lagi, pabbi." „Nei, í alvöru talað." Andlit Herbs var eymdin uppmáluð. „Ég ætti að fara á eftir henni. Hún er trúlega farin að dreifa bæklingum á göngunum núna." „Allt í lagi." „Reyndu að gleyma þessu og einbeittu þér að batanum. Hún elskar þig og ég geri það líka. Ekki vera erfiður við okkur.“ „Nei. Þetta er allt í lagi, pabbi." Herb kyssti Johnny á kinnina. „Ég verð að fara á eftir henni." „Allt í lagi." Herb fór. Þegar þau voru farin stóð Johnny á fætur og staulaðist þrjú skref frá stólnum að rúm- inu. Ekki mikið en eitthvað. Byrjun. Hann óskaði þess meira en föður hans grunaði að hann hefði ekki rokið svona upp við móður sína. Hann óskaði þess því sú furðulega fullvissa var farin að vaxa með honum að móðir hans myndi ekki lifa miklu lengur. ,su ,. Vera hætti að taka inn lyfin. Herb talaði við hana, dekstraði hana svo, heimtaði loksins. Það kom ekki að neinu gagni. Hún sýndi honum bréf frá konu sem verið hafði með henni á býlinu í Verm- ont að bíða eftir heimsendi. „GUÐ er besta lyfið," skrifaði frúin, „biddu tii GUÐS og ÞÚ MUNT AL- HEIL VERÐA. Allir sem hafa farið í SKURÐAÐ- GERÐ munu fyrr eða síðar fá KRABBAMEIN, þetta er staðreynd. Biddu því til GUÐS og ÞÚ MUNT ALHEIL VERÐAI!" Herb talaði við Johnny í símann og næsta dag hringdi Johnny til móður sinnar og bað hana af- sökunar. Hann bað hana að hefja lyfjatökuna aftur - fyrir sig. Vera tók við afsökunarbeiðni hans en neitaði að taka lyfin. Næsta dag kom Marie Michaud inn til Johnnys, lagði höfuðið á rúm hans og grét. „Hvað er þetta? Hvað er að?“ sagði Johnny og var brugðið. „Drengurinn minn," sagði hún, enn grátandi. „Mark. Það var gerð aðgerð á honum og hún fór alveg eins og þú sagðir. Hann mun sjá með slæma auganu aftur. Guði sé lof." Hún faðmaði Johnny og hann faðmaði hana sem best hann gat. Hann hugsaði með sér að það sem hefði hent hann væri ekki alslæmt. Sumt átti - c| r t 'c-O^ / Ffiífí QoCx- \JiD HÓP 2- Et'/JS 'dskpp EiWfiST L. MF j——\ / St/HR- V ) C C 'J KfiRl- F UÚ,lAR z > li.^ F&DDi ÞRE 'lTft HRtSS CRdia/- AAt > «t c 1/ Hmt{ f/AloiT LbÓMti FFiFR 3 Bi'aJó HÖórCr ^ K i/Ea/- A HACfj/iÐ FATAlAdUí{ > > s~ Koi£-Faji D ÚEijfí lo 3 > RÓM\J. 57 PKiK —v— Kodö KhRL- > o>iCtL/ / z 3 Y 5“ b 7? LilÍAJfiJ ? Lausnarorð 1-5: GLEÐI 12. TBL. 1991 VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.