Vikan


Vikan - 13.06.1991, Page 40

Vikan - 13.06.1991, Page 40
kannski aö segja eða sjá eða finna aftur. Það var ekki einu sinni svo langsótt að Guð ynni gegnum hann þó hugmynd hans um Guð væri óljós. Hann sagði Marie að muna að hann hefði ekki skorið Mark upp og að hann myndi varla hvað hann hefði sagt henni. Hún fór skömmu síðar, þerraði augu sín og skildi Johnny einan eftir með hugsanir sínar. * 3 * Snemma í ágúst kom Dave Pelsen að hitta Johnny. Aðstoðarskólastjórinn í framhaldsskóla Cleaves Mills var lágvaxinn maður með þykk gler- augu. Af öllum þeim sem komu í heimsókn til Johnnys þetta endalausa sumar árið 1975 var Dave sá sem minnst hafði breyst. „Og hvernig hefurðu það svo? [ alvöru?" spurði Dave þegar þeir voru búnir að heilsast. „Ekki sem verst,“ sagði Johnny. „Ég getgengið hjálparlaust. Ég get synt. Ég fæ stundum höfuð- verk, rosalegan, en læknarnir segja að ég geti búist við að það haldi áfram. Kannski það sem ég á eftir ólifað." „Má ég sþyrja þersónulegrar sþurningar?" „Ef þú ætlar að sþyrja hvort mér rísi hold ennþá," sagði Johnny glottandi, „þá er svarið ját- andi.“ „Það er gott að vita en það sem ég vildi vita er hvort þú getir borgað þetta?“ Johnny hristi höfuðið. „Ég hef verið á spítalan- um í næstum fimm ár. Enginn nema milljóna- mæringur gæti borgað það. Foreldrar mínir komu mér inn í eitthvert fylkisstyrkt þrógramm." Dave kinkaði kolli. „Ég þjóst við því. En hvernig komstu hjá því að vera sendur á fylkissjúkrahús? Þau eru ömurleg." „Læknarnir Weizak og Brown sáu til þess. Og það er aðallega þeim að þakka að ég er kominn þetta langt áleiðis. Ég var... tilraunadýr, segir Weizak. Það var dælt í mig bætiefnum meðan ég var í dáinu. Weizak segir þá hafa haldið í mér líf- inu með látum. Þeir hefðu ekki getað notað mig til neins hefði ég farið á fylkisspítala svo þeir héldu mér hér.“ „Þar hefðu þeir í mesta lagi snúið þér við á sex tíma fresti til að koma i veg fyrir legusár," sagði Dave. Johnny hristi höfuðið hægt. „Annars held ég að ég tryllist ef einhver leggur tii að gerð verði enn ein aðgerð á mér. Og ég verð haltur og mun aldrei geta snúið höfðinu alla leið til vinstri." „Hvenær færðu að fara héðan?" „Eftir þrjár vikur ef Guð lofar." „Og hvað þá?“ Johnny ypþti öxlum. „Ég fer líklega heim. Til Pownal. Móðir mín verður í Kaliforníu og við pabbi getum nýtt tímann til að kynnast upp á nýtt. Ég fékk bréf frá bókaforlagi í New York. Þeir halda að það gæti verið efni í bók í því sem henti mig. Ég ætla að skrifa nokkra kafla og úrdrátt. Kannski geta þeir selt hugmyndina. Peningarnir myndu koma sér vel.“ „Hafa aðrir fjölmiðlar sýnt áhuga?“ „Bright frá Fréttablaðinu í Bangor langar að koma til Pownal og tala við mig en ég fæ ekkert fyrir það og satt best að segja er ég að leita eftir því. Sparifé foreldra minna er uppurið. Pabbi veð- setti húsið í stað þess að fara á eftirlaun, selja það og lifa af vöxtunum." „Hefurðu íhugað að fara að kenna aftur?“ Johnny leit uþp. „Er þetta tilþoð?" „Ekki er það lifrarkæfa." „Ég er þakklátur," sagði Johnny. „En ég verð ekki tilbúinn í seþtember, Dave.“ „Ég var ekki að hugsa um september. Þú hlýtur að muna eftir vinkonu Söru, Anne Strafford?" Johnny kinkaði kolli. „Hún á von á barni í des- ember svo okkur vantar enskukennara fyrir fjóra bekki." „Ertu að gera mér bindandi tilboð, Dave?“ „Bindandi." „Það erfjári fallegt af þér,“ sagði Johnny hásum rómi. „Til fjandans með það,“ sagði Dave léttmáll. „Þú varst fjári góður kennari." „Get ég fengið að íhuga það í tvær vikur?“ „Þangað til fyrsta október, ef þú vilt,“ sagði Dave. „Ég held að þú yrðir fær um að vinna að bókinni líka-ef hún verðurað raunhæfum mögu- leika.“ Johnny kinkaði koll. „Og það er ekki víst að þú viljir vera í Pownal of lengi," sagði Dave. „Þér gæti þótt það ... óþægi- legt.“ Það sem kom fram á varir Johnnys varð hann að bæla niður: Ekki iengi, Dave. Sjáðu til, móðir mín er við það að skjóta sig í höfuðið núna. Hún notar bara ekki byssu til þess. Hún fær slag bráðlega. Hún verður dauð fyrir jól nema við faðir minn fáum hana til að ■ „Þið megið einnig hafa eftir mér að ég held að þessi maður hafi nú alveg nýjan mannlegan eigin- leika eða mjög fornan. Hvers vegna? Ef ég og starfsfélagar mínir skilj- um ekki heila maurs, get ég þá sagt ykkur hvers vegna? Ég get það ekki.“ taka inn lyfin sín aftur og ég held að það takist ekki. Og ég er hluti af þvi - hve stór hluti veit ég ekki. Ég held að ég vilji ekki vita það. Þess i stað svaraði hann: „Flýgur fiskisagan, ha?“ Dave yppti öxlum. „Mér skildist á Söru að móðir þín hefði átt erfitt með að aðlaga sig. Hún lagast, Johnny. íhugaðu þetta þangað til.“ „Ég geri það. Ég ætla í rauninni að segja já með fyrirvara núna. Það yrði gott að fara að kenna aftur. Að komast aftur í eðlilegt horf.“ „Þú ert minn maður,“ sagði Dave. Eftir að Dave fór lagðist Johnny á rúmið og horfði út um gluggann. Hann var örþreyttur. Kom- ast aftur í eðlilegt horf. Einhvern veginn héit hann ekki að það myndi nokkurn tíma eiga eftir að gerast. Hann fann að hann var að fá höfuðverk. * 4 * Sú staðreynd að Johnny Smith vaknaði úr dauða- dáinu með eitthvað aukreitis komst loksins í blöð- in og birtist á forsíðu undir nafni Davids Bright. Það gerðist tæpri viku áður en Johnny fór af spít- alanum. Hann var í sjúkraþjálfun, lá á bakinu á gólfdýnu. Á maga hans hvíldi sex kílóa bolti. Sjúkraþjálfar- inn hans, Eileen Magown, stóð fyrir ofan hann og taldi magaæfingarnar. Hann átti að setjast uþp tíu sinnum og var að berjast við áttunda skiptið. Svit- inn streymdi niður andlitið og örin á hálsinum voru dökkrauð. Eileen var lágvaxin kona með grannan, harð- undinn líkama, geislabaug af krulluðu rauðu hári og djúp græn augu. Með skipunum, dekstri og kröfum hafði hún breytt honum úr rúmliggjandi manni, sem varla gat haldið á vatnsglasi, í mann sem gat gengið án þess að notast við staf og farið fram og til baka yfir spítalalaugina á fimmtíu og þremur sekúndum - ekki ólympiutími en ekki slæmt. Hún var ógift og bjó í stóru húsi í gamla bænum með köttunum sínum fjórum. Hún var eit- ilhörð og „nei“ var ekki svar í hennar huga. Johnny féll afturábak. „Nei,“ stundi hann. „Ó, ég held ekki, Eileen." „Upp með þig,“ hrópaði hún. „Upp! Upp! Þrjár í viðbót og þá færðu kók! Upp!“ „Urrrrrrgrah!" hrópaði Johnny og píndi sig í átt- undu. Hann hrundi niður aftur, kreisti sig svo upp einu sinni enn. „Frábært!'1 hrópaði Eileen. „Ein í viðbót, ein í viðbót!" „OOOARRRRRRRUN!" æpti Johnny og settist upp í tíunda sinn. Hann féll aftur á dýnuna og lét boltann renna burtu. „Ertu nú ánægð? Öll innyflin í mér eru laus, þau fljóta um í lausu lofti innan í mér. Ég fer í mál við þig, helvítis frekjan þín.“ „En það smábarn," sagði Eileen og rétti honum höndina. „Þetta var ekkert miðað við það sem ég ætla að gera næst.“ „Gleymdu því,“ sagði Johnny. „Næst geri ég ekki annað en að synda í... “ Hann leit á hana, undrunarsviþur breiddist yfir andlit hans. Hann greip þéttar í hönd hennar þar til handtakið varð svo fast að það olli sársauka. „Hvað er að, Johnny? Er það þursabit?" „Guð hjálpi mér,“ sagði Johnny lágt. „Johnny?" Hann hélt enn um hönd hennar og horfði á hana fjarrænn á svip. Það gerði hana. óstyrka. Hún hafði heyrt ýmislegt um Johnny Srrlith, sögur sem hún hafði ekki tekið neitt mark á. Hann átti að hafa spáð því að syni Marie Michaud myndi batna, jafnvel áður en læknarnir voru alveg vissir um að þeir vildu leggja í hina áhættusömu aðgerð. Önnur saga tengdist Weizak lækni; Johnny átti að hafa sagt honum að móðir hans væri ekki dáin heldur byggi á Vesturströndinni. Ei- leen tók ekkert mark á þessum sögum. En núna gerði það hana hrædda hvernig hann horfði á hana. Það var eins og hann væri að horfa inn í hana. „Er allt í lagi með þig, Johnny?" Þau voru ein í sjúkraþjálfunarherberginu. Stóru tvöfqldu dyrnar út að sundlaugarsvæðinu voru lokaðar. „Hjálþi mér,“ sagði Johnny. „Það er eins gott... já, það er enn tími." „Um hvað ertu að tala?“ Þá var eins og hann vaknaði. „Hringdu í slökkviliðið," sagði hann. „Þú gleymdir að slökkva á gasinu. Það er að kvikna í gluggatjöldunum." „Hvað ... ?“ „Loginn kveikti í viskustykkinu og viskustykkið í gardinunum,11 sagði Johnny óþolinmóður. „Vertu fljót að hringja í þá. Viltu að húsið þitt brenni til grunna?" „Þú getur ekki vitað ..." „Gleymdu bara því sem ég ekl^ get vitað," sagði Johnny og greip um olnboga hennar. Hann fékk hana af stað með sér og þau gengu yfir að dyrunum. Johnny haltraði eins og ávallt þegar hann var þreyttur. Þegar þau komu að hjúkrunar- kvennaherberginu voru þar tvær hjúkrunarkonur að drekka kaffi og sú þriðja var að tala í símann. „Ætlar þú að hringja eða á ég að gera það?“ Sþurði Johnny. Eileen var í upþnámi. Hún hafði vaknað og soð- ið sér egg, klætt sig eftir morgunmatinn og ekið í vinnuna. Hafði hún slökkt á gasinu? Vitanlega hafði hún gert það. Hún mundi ekki sérstaklega eftir að hafa gert það en það var vani. Hún hlaut að hafa gert það. „Johnny, ég veit ekki hvar þú fékkst þessa hugmynd ... “ „Allt í lagi, þá geri ég það.“ [ litla hjúkrunarkvennaherberginu voru raðir af Ijósum sem lýstu þegar sjúklingur ýtti á kallhnapp- inn sinn. Þrjú þeirra blikkuðu. Hjúkrunarkonurnar tvær héldu áfram að drekka kaffi og tala um ein- 40 VIKAN 12. TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.