Vikan


Vikan - 13.06.1991, Qupperneq 43

Vikan - 13.06.1991, Qupperneq 43
útskýra hvers vegna ekki er hægt að svara því.“ „Ert þú skyggn líka?“ spurði Dussault kulda- lega. „Já, allir taugasérfræðingar verða að vera það, það er skilyrði," sagði Weizak. Hlátrasköll heyrð- ust og Dussault roðnaði. „Herrar mínir og frúr. Þessi maður var í dauða- dái í fjögur og hálft ár. Við sem leggjum stund á rannsóknir á mannsheilanum viium ekki hvers vegna það var eða hvers vegna hann vaknaði úr því og það er af þeirri einföldu ástæðu að við skilj- um ekki hvað dauðadá er í raun og veru, frekar en við skiljum svefn eða það að vakna. Herrar mínir og frúr, við skiljum ekki heila frosks eða heila maurs. Þið megið hafa þetta eftir mér... ég er hvergi banginn." Meiri hlátur. Þau kunnu vel við Weizak. En Dussault hló ekki. „Þið megið einnig hafa eftir mér að ég held að þessi maður hafi nú alveg nýjan mannlegan eigin- leika eða mjög fornan. Hvers vegna? Ef ég og starfsfélagar mínir skiljum ekki heila maurs, get ég þá sagt ykkur hvers vegna? Ég get það ekki. Ég get þó komið með áhugaverðar tilgátur sem gætu eða gætu ekki komið þessu við. Hluti af heila Johns Smith skaddaðist svo mikið að við því er ekkert að gera - mjög litill hluti en allir hlutar heilans gætu verið nauðsynlegir. Hann kallar þetta „dauða svæðið" sitt og þar virðast vissar minningar hafa verið geymdar. Allar þær minning- ar sem þurrkuðust út virðast vera hluti af „setti" - gatna-, vega- og hraðbrautamerkingum. Hér er um að ræða undirsett af stærri heildarsamstæðu. Þetta er lítil en alger skerðing hæfni sem virðist ná til bæði máls og sjónsköpunar. Til að vega upp á móti þessu virðist annar hluti heila Johns Smith hafa vaknað. Sá hluti er í „fremra" eða „hugsandi" heilanum. Rafviðbrögð- in frá þessum hluta heila hans eru allt önnur en þau ættu að vera. Hér er eitt í viðbót. Hvirfilblaðið hefur eitthvað með snertiskyn að gera - hve mikið eða hve lítið vitum við ekki - og það er mjög ná- lægt þeim hluta heilans sem flokkar og greinir hin ýmsu form og áferð. Og ég hef tekið eftir því að á undan „sýnum“ Johns er ávallt um að ræða ein- hvers konar snertingu.“ Þögn. Blaðamennirnir skrifuðu hjá sér sem óðir væru. Sjónvarpsmyndavélarnar, sem færst höfðu nær til að ná Weizak í fókus, bökkuðu nú til að fá Johnny með inn í myndina. „Er þetta þá komið, Johnny?“ spurði Weizak aftur. „Ég býst..." Dussault ruddi sér skyndilega braut gegnum blaðamannahópinn. Eitt andartak hélt Johnny að hann ætlaði að slást í hópinn við dyrnar, líklega til að afsanna hæfileika Johnnys. Þá sá hann að Dussault var að taka eitthvað af hálsinum á sér. „Höfum sýnikennslu," sagði hann. Hann hélt á fínlegri gullkeðju sem á var minnispeningur. „Við skulum sjá hvað þú getur gert við þetta.“ „Kemur ekki til mála,“ sagði Weizak. Þykkar augabrúnirnar höfðu dregist saman og hann starði niður á Dussault eins og Móses. „Þessi maður er ekki skemmtiatriði á útihátíð, herra minn!“ „Það mætti þó halda það,“ sagði Dussault. „Annaðhvort getur hann það eða getur það ekki, eða hvað? Meðan þú varst upptekinn af að stinga upp á skýringum var ég að stinga upp á svolitlu við sjálfan mig. Það sem mér datt í hug var að þessir gaurar geta aldrei sýnt neitt þegar beðið er um það því þeir eru allir eins ekta og hrúga af þriggja dala seðlum." Johnny leit á hina blaðamennina. Allir horfðu þeir áfjáðir á hann nema Bright virtist vandræða- legur. Skyndilega leið honum eins og kristnum manni í Ijónagryfju. Þeir vinna hvort sem er, hugs- aði hann. Geti ég sagt honum eitthvað eru þeir með forsíðufrétt. Geti ég það ekki - eða neiti að reyna - eru þeir með annars konar frétt. „Jæja þá?“ spurði Dussault. Hálskeðjan sveifl- aðist fram og til baka neðan úr hnefa hans. Johnny leit á Weizak en Weizak haföi litið und- an með vanþóknun. „Fáðu mér menið,“ sagði Johnny. Dussault rétti honum það. Johnny setti það í lófa sinn. Þetta var minnispeningur heilags Kristófers. Hann lét keðjuna falla ofan á hann og lokaði höndinni yfir menið. Dauðaþögn féll yfir. Fleiri læknar og hjúkrunar- konur höfðu bæst í hópinn. Sjúklingar og gestir höfðu tínst yfir úr aðalanddyrinu. Þykk spennan lá í loftinu eins og suðandi rafmagnsvir. Johnny stóð þögull, fölur og horaður í hvítu skyrtunni og of stórum buxunum. Fyrir framan hann stóð Dussault, alvarlegur, óaðfinnanlegur og dómharður í dökku jakkafötunum. Andartakið virtist teygja úr sér í það óendanlega. Hvorki heyrðist hósti né stuna. „Ó,“ sagði Johnny lágt - síðan: „Er það þá svona?“ Fingurnir losuðu takið. Hann horfði á Dussault. „Jæja?“ spurði Dussault en valdið var skyndi- lega horfið úr rödd hans. Þreytti, taugaóstyrki ungi maðurinn, sem svarað hafði spurningum blaða- mannanna, virtist einnig vera farinn. Bros lék um varir Johnnys en það var engin hlýja i því. Augu hans höfðu dökknað. Þau voru orðin köld og fjarlæg. Weizak sá það og fékk gæsahúð. „Þetta er men systur þinnar," sagði hann við Dussault. „Hún hét Anne en var alltaf kölluð Terry. Eldri systir þín. Þú elskaðir hana. Þú til- baðst nánast jörðina undir fótum hennar." Skyndilega, óhugnanlega, fór rödd Johnnys að hækka og breytast. Hún varð brostin og óörugg rödd unglings. „Menið er til að vernda þig þegar þú ferð yfir Lisbon-götu á móti Ijósunum, Terry, eða þegar þú ert með einhverjum strák í bíl. Ekki gleyma því, Terry ... ekki gleyma ..." Holduga konan, sem hafði spurt Johnny hvern demókratar myndu útnefna næsta ár, greip and- ann á lofti. Einn myndatökumannanna muldraði hásri röddu: „Hjálpi mér!“ „Hættu þessu,“ hvíslaði Dussault. Hann var orðinn öskugrár í framan og teygði sig eftir men- inu í höndum Johnnys. En hendur hans voru máttlausar. Peningurinn sveiflaðist fram og til baka og kastaði frá sér dáleiðandi Ijósglömpum. „Mundu mig, Terry,“ bað unglingsröddin. „Haltu þér hreinni, Terry ... í guðanna bænum haltu þér hreinni... “ „Hættu þessu! Hættu þessu, skepnan þín!“ Nú talaði Johnny með sinni eigin röddu aftur. „Það var amfetamín, var það ekki? Svo metha- dón. Hún dó úr hjartaslagi tuttugu og sjö ára. En hún bar menið í tíu ár, Rog. Hún mundi þig. Hún gleymdi þér aldrei. Gleymdi þér aldrei... aldr- ei... aldrei... aldrei.“ Menið rann úr fingrum hans og féll í gólfið. Johnny starði út í bláinn stundarkorn, andlit hans rólegt og fjarrænt. Dussault krafsaði eftir meninu við fætur Johnnys og hást kjökur hans var það eina sem rauf þögnina. Flassljós leiftraði og r.ndlit Johnnys skýrðist og varð hans eigið aftur. Fyrst sást á því hryllingur, svo meðaumkun. Hann kraup klaufalega við hlið Dussaults. „Fyrirgefðu," sagði hann. „Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki... “ „Þú lítilmótlegi svindlari!" öskraði Dussault að honum. „Þetta er lygi! Allt saman lygi! Allt saman lygi!“ Hann sló Johnny klaufalega á hálsinn. Johnny féll viö og rak höfuðið fast í gólfið. Hann sá stjörnur. Uppþot. Hann gerði sér óljósa grein fyrir því að Dussault var að troðast gegnum hópinn í átt að dyrunum. Fólk þyrptist að Dussault, að Johnny. Hann sá Dussault gegnum skóg af fótleggjum og skóm. Svo var Weizak við hlið hans og hjálpaði honum að setjast upp. „Meiddi hann þig, John?“ „Ekki eins mikið og ég meiddi hann. Þetta er allt í lagi.“ Hann stóð á fætur með erfiðismunum. Hann svimaði og leið illa; var fullur andstyggðar. Þetta höfðu verið mistök, hræðileg mistök. Einhver hrópaði skerandi. Johnny sá Dussault falla á hnén og síga síðan þreytulega niður á flísagólfið. Medalía heilags Kristófers var enn í annarri greip hans. „Það er liðið yfir hann,“ sagði einhver. „Fjand- inn fjarri mér.“ „Mín sök,“ sagði Johnny við Sam Weizak. Hálsinn herptist saman af skömm, af tárum. „Allt mín sök.“ „Nei,“ sagði Sam. „Nei, John.“ En það var það. Hann fór þangað sem Dussault lá og var að rakna úr yfirliðinu. Tveir læknanna voru komnir til hans. „Jafnar hann sig?“ spurði Johnny. Hann sneri sér að blaðakonunni í buxnadragtinni og sá skelf- ingarsvipinn á henni. Johnny sneri sér í hina áttina, aö sjónvarps- manninum sem hafði spurt hann hvort hann hefði séð eitthvað fyrir slysið. Það virtist allt í einu afar mikilvægt að útskýra málið fyrir einhverjum. „Ég ætlaði ekki að særa hann,“ sagði hann. „Það er alveg satt, ég ætlaði ekki að særa hann. Ég vissi ekki..." Sjónvarpsmaðurinn hörfaði. „Nei,“ sagði hann. „Vitanlega ætlaðirðu ekki að gera það. Hann var að biðja um þetta, það sáu allir. Bara ... ekki snerta mig, ha?“ Johnny leit á hann og skildi ekki neitt. Hann fann enn fyrir áfallinu en var að byrja að skilja. Ó, já. Hann var farinn að skilja. Sjónvarpsmaðurinn reyndi að brosa en gat það ekki. „Bara ekki snerta mig, Johnny. Gerðu það.“ „Það er ekki þannig," sagði Johnny - eða reyndi það. Síðar var hann aldrei viss um hvort nokkurt hljóð hefði komið upp úr honum. „Ekki snerta mig, Johnny." Sjónvarpsmaðurinn hörfaði í átt að myndatöku- manninum sem var að taka saman föggur sínar. Johnny stóð og horfði á hann og titraði frá hvirfli til ilja. * 3 * „Það er þér fyrir bestu, John,“ sagði Weizak. Hjúkrunarkonan stóð fyrir aftan hann, hvítur draugur, lærisveinn galdramanns með hendurnar á lofti yfir litla hjólaborðinu, paradís sætra drauma eiturlyfjaneytandans. „Nei,“ sagði Johnny. Hann titraði ennþá og sló út á honum köldum svita að auki. „Ekki fleiri sprautur. Ég er búinn að fá nóg af þeim.“ „Pillu, þá.“ „Heldur ekki fleiri pillur.“ „Til að hjálpa þér að sofna.“ „Getur hann sofið? Þessi Dussault?" „Hann bað um þetta,“ tuldraði hjúkrunarkonan og hrökk svo við þegar Weizak sneri sér aö henni. En Weizak brosti. „Þetta er rétt hjá henni,“ sagði hann. „Maðurinn bað um þetta. Hann hélt að þú værir að selja tóm- ar flöskur, John. Eftir góðan nætursvefn geturðu sett þetta í rétt samhengi." „Ég ætla að sofna sjálfur." „Gerðu það, Johnny." Klukkan var kortér yfir ellefu. Johnny og Sam höfðu horft á sjálfa sig í sjónvarpsfréttunum; þeir höfðu verið strax á eftir tillögunum sem Ford hafði hafnað. Mín frétt var betra leikverk, hugsaði Johnny. Það var ekki hægt að bera mynd af sköll- óttum repúblikana að ræða fjárlög saman við myndina af Dussault steypa sér yfir gólfið með men systur sinnar í greipinni og hrynja svo niður í 12. TBL. 1991 VIKAN 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.