Vikan - 13.06.1991, Qupperneq 45
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR OG LEIKSTJÓRI
Frh. af bls. 10
miklu fremur eins og í eigin draumaveröld sem
endurspeglast svo í skrifunum. Þessi veröld tek-
ur næstum öll völd af manni þegar mest gengur
á. Ég er lengi aö skrifa því það fer mikill tími í aö
hugsa, sem er kannski erfiðasti undanfari sköp-
unarinnar sem er aö drjúpa í gegnum mann,
stundum allan daginn. Ég skrifa til dæmis mikið á
ferðalögum, ekki síst erlendis.
Ég get svo vaknað upp á nóttunum og fundist
mig hafa dreymt jafnvel heilu kaflana. Eitt af því
fáa sem ég treysti fullkomlega í lífinu er mitt eigið
innsæi og draumarnir mínir," segir hún. Þórunn
hefur reynst ákaflega forsþá í draumum sínum,
þannig jafnvel að undrum sætir, segja kunnugir.
„Vissir hlutir í draumum mínum,“ segir hún,
„hafa svo sannarlega komið mér á óvart. Aftur á
móti má segja að stundum hafi mér fundist nóg
um hversu berir og skýrir þeir hafa reynst, eftir á
séö. Mig dreymir mjög sérkennilega. Flestir
draumarnir eiga sér stað á tveim túnum, annars
vegar í Kollafirði, þar sem ég var mikið þegar ég
var þarn, hins vegar á Kvískerjum í Öræfum. Þar
var ég í fjögur ár sem unglingu."
Þegar vináttuna ber á góma birtir yfir svipmiklu
andliti Þórunnar og mikil hlýja streymir frá henni
um leið og hún segir sig hafa verið einstaklega
heppna í samskiptum við fólk, hafa borið gæfu til
að eignast frábæra vini sem séu henni ákaflega
mikils virði. Það skiptir óskaplega miklu máli í líf-
inu að eiga traust og góð samskipti viö samferða-
fólk sitt. Þannig forréttindi verða aldrei metin sem
skyldi. Best þykir henni að eiga vináttu fólks sem
í innsta eðli sínu er ólíkt henni en hefur þó til að
bera heilindi og einlæga nærveru. „Vinir mínir
eru mér afar kærir og þar sem ég get verið
fljótfær, ef því er að skipta, býst ég viö að ég
reyni stundum á þolrifin í þeirn."
Eftir að hafa íhugað mannfólkið lengi frá ýms-
um hliðum finnst Þórunni að fólk, sem hefur í eðli
sínu og upþlagi verið stórt í sniðum hvað varðar
hæfileika og tækifæri, eigi flest eitt sameiginlegt
hið innra og það er auðmýkt. Þetta fólk virðist
skynja og skilja að við getum ekki verið í hópi sig-
urvegara öllum stundum. Það er ekki heppilegt
hugarfar að reikna sífellt með því að vera elskað-
ur og dáöur. Hún telur jafnframt mikilvægt að
vera friðelskandi og vanda hugsanir sínar öðrum
til handa.
Þórunn telur að ekkert sé athugavert við að
vera ekki alltaf á beinu brautinni, með alls kyns
baktryggingar möguleika og tækifæra í fartesk-
inu. Eðlilegra sé að sætta sig við að okkur getur
mistekist og höfum stöku sinnum þörf fyrir að
vera dálítið hallærisleg.
Það hefur verið mjög athyglisvert að fá tæki-
færi til að sitja þessa stund hjá Þórunni og kynn-
ast áhugaveröum lífsskoðunum hennar og
starfsvilja. Fátt eftir nema þakka fyrir sig og
kveðja. Vandi gests við þann kurteislega ásetn-
ing er sá aö hann verður með fyrirhöfn og ótta í
brjósti að skáskjóta sér með lagni framhjá síams-
ketti sem í miðjum klíðum hefur einhverra hluta
vegna laumast inn í stofuna. Hann er drjúgur
með sig í fangi Þórunnar eftir að hún hefur gripið
kauða fagmannlega, þar sem hann hafði trítlaö
laumulega óboðinn inn á okkur. Hún hjúfrar sig
að síamskettinum ókunna og hann virðist alsæll
með óeigingjörn atlotin. i framhaldi af vilja spyrils
rétt í lokin, til að fá smáumfjöllun um ástina, segir
Þórunn: „Traust á milli fólks er mikilvægara en
allt annað í samskiptum þess hvert við annað.
Ástin er afl sem er gífurlega áhrifaríkt i mannleg-
um samskiptum. Hún virðist eiginlega fylgja eins
konar eðlislögmálum. Það kemur fram í því
hvernig fólk laðast hvert að öðru. Ástinni verður
að fylgja traust, einlægni og virðing fyrir rétti þess
sem maður elskar til að vera hann sjálfur,1' segir
hún.
Kvöldið er komið þegar haldiö er heim á leið og
vart hægt aö greina lítinn blómagarð viö útidyrn-
ar þegar gengið er hljóðum skerfum á vit nætur-
innar. Þetta er garður sem listakonan er afar
hreykin af og brosir reyndar eins og blóm sem
opnar krónu sína móti geislum sólar þegar hún
bendir sæl á sviþinn á litið Ijósleitt blóm sem á
heimkynni sín í garðinum. Bjart og viðkvæmt
undur náttúrunnar þarf greinilega aö hafa töluvert
fyrir að viðhalda lífi sinu í norðanáttinni sem
feykir Ijósgrænum blöðum þess létt og Ijúflega í
átt til okkar beggja, um leið og við tökumst í
hendur og bjóöum hvor annarri góða nótt, vissar
um að í barmi næturinnar hvílir morgundagurinn
með alla sína krafta og kveikir aftur birtu og von
í annars ágætri veröld okkar allra. □
hefði verið upp á eyra hans siðan hann var þrett-
án ára og var að fikta í gamla Ramblernum þeirra.
Hann hafði óvart stigið á kúplinguna og gamli bill-
inn runnið niður brekkuna og lent á skúrnum á
baklóðinni.
„Segðu þetta aldrei," sagði Herb.
„Pabbi!"
Herb sleppti, það vottaði fyrir brosi við munnvik-
in. „Varstu búinn að gleyma þessu, ha? Hélst lík-
lega að ég væri búinn að gleyma því líka. Óekkí,
Johnny.“
Johnny starði á föður sinn, enn furðu lostinn.
„Ásakaðu aldrei sjálfan þig.“
„En hún var að horfa á þessa fjárans ... “
„Frétt, já. Hún var í skýjunum ... og svo lá hún
á gólfinu, munnurinn opnaðist og lokaðist eins og
fiskur á þurru landi." Herb hallaði sér nær syni
sínum. „Hún drýgði sína eigin synd. Hún þóttist
vita huga Guðs. Ásakaðu því aldrei sjálfan þig fyr-
ir hennar mistök.11 Það glitraði á tár í augum hans.
„Guð veit að ég elskaði hana allt mitt líf og það
var erfitt undir það síðasta. Kannski er þetta öllum
fyrir bestu."
„Má ég hitta hana?"
„Já, hún býst við þér. Samþykktu bara allt sem
hún segir. Ekki... láta hana deyja með það í
huga að þetta hafi allt verið til einskis."
„Nei.“ Hann hikaði. „Kemurðu með mér?"
„Ekki núna. Kannski á eftir."
Johnny kinkaði kolli og gekk inn ganginn. Mar-
tröð hans í bílnum virtist afar nálæg.
Minningar um móður hans helltust yfir hann, um
hana brosandi og káta á ströndinni, hann og for-
eldrar hans að spila um eldspýtur, daginn sem
býfluga stakk hann og hann hljóp til hennar há-
grátandi.
Þegar hann kom inn sneri hjúkrunarkona, sem
var að mæla púls hennar, sér við og spurði hvort
hann væri sonur frú Smith.
„Johnny?" Rödd móður hans barst úr hrúgald-
inu í rúminu, þurr og hol, með dauðahryglu. Rödd-
in - Guð hjálpi honum - kallaði fram gæsahúð um
hann allan. Hann færði sig nær. Andlit hennar var
afmyndað vinstra megin. Höndin, sem hann sá,
var eins og kló. Hann kom enn nær og þvingaði
sig til að taka um beinabera klóna.
„Ég vil fá Johnny rninn," sagði hún í kvörtunar-
tón.
Hjúkrunarkonan leit á hann vorkunnaraugum
og hann stóð sig að því að langa til að reka hnef-
ann í þennan svip.
„Viltu leyfa okkur að vera einurn?" spurði hann.
„Ég ætti ekki að gera það meðan ..."
„Hún er móðir mín og ég vil fá að vera einn með
henni," sagði Johnny.
„Ja..."
„Komdu með ávaxtasafann, pabbi!" hrópaði
móðir hans hásum rómi. „Ég gæti drukkið heilan
lítra!"
„Viltu koma þér héðan út?“ hrópaði hann á
hjúkrunarkonuna. Hrikaleg sorg fyllti hann og hon-
um fannst hann vera að sogast niður í hyldýpi
myrkurs.
Hjúkrunarkonan fór.
„Mamma,11 sagði hann og kyssti klóna sem
komin var í staðinn fyrir hönd hennar.
„Ég vil fá Johnny."
„Ég er hérna, mamma."
„John-ny! John-ny! JOHN-NY!"
„Mammasagði hann, hræddur um að hjúkr-
unarkonan kæmi aftur.
„Þú ..." Hún þagnaði og sneri sér að honum.
„Komdu nær svo ég sjái þig,“ hvíslaði hún.
Hann gerði eins og hún bað.
„Þú komst,“ sagði hún. „Þakka þér fyrir.“ Tár
fóru að flóa úr góða auganu. Augað þeim megin
sem hún hafði lamast við áfallið starði skeytingar-
laust upp.
„Auðvitað kom ég.“
„Ég sá þig,“ hvíslaði hún. „En sá máttur sem
Guð hefur gefið þér. Sagði ég ekki?“
„Jú, þú sagðir það.“
„Hann hefur ætlað þér verk,“ sagði hún. „Ekki
hlaupa frá honum, Johnny. Ekki fela þig í helli
eins og Elías eða láta hann senda stóran fisk til
að gleypa þig. Ekki gera það, John.“
„Nei. Ég geri það ekki.“ Hann hélt í klóna. Hann
verkjaði í höfuðið.
„Ekki leirkerasmiðurinn heldur leirinn, John.
Mundu það.“
„Já.“
“Mundu þaö!“ sagði hún óbilgjörn og hann
hugsaði: Hún erad fara inn í dellulandið aftur. En
það gerði hún ekki; fór að minnsta kosti ekkert
lengra inn í það en verið hafði síðan hann vaknaði
úr dáinu.
„Hlýddu lágværu röddinni þegar hún kemur,"
sagði hún.
„Já, mamma. Ég geri það."
Höfuð hennar snerist örlítið á koddanum og -
var hún brosandi?
„Þú heldur líklega að ég sé klikkuð." Hún sneri
höfðinu örlítið meira svo hún gæti horft beint á
hann. „En það skiptir engu máli. Þú munt þekkja
röddina þegar hún kemur. Hún mun segja þér
hvað gera skal. Hún sagði Jeremíasi og Daníel
og Amosi og Abraham til. Hún mun vitja þín. Og
þegar að því kemur, Johnny ... gerðu þá skyldu
þína."
„Allt í lagi, mamma."
„En sá máttur,11 muldraði hún. Rödd hennar var
að verða loðin og óskýr. „En sá máttur sem Guð
hefur gefið þér... ég vissi það ... ég vissi það
alltaf..." Hún þagnaði. Góða augað lokaðist.
Hitt starði tómlega fram á við.
Johnny sat hjá henni í fimm mínútur í viðbót og
stóð svo upp. Hann hélt um hurðarhúninn þegar
hann heyrði hryglutóninn aftur.
„Gerðu skyldu þína, John.“
„Já, mamma."
Þetta var í síðasta sinn sem hann talaði við
hana. Hún dó klukkan fimm mínútur yfir átta að
morgni 20. ágúst. Einhvers staðar fyrir norðan
þau voru Walt og Sara Hazlett að ræða Johnny
eða allt að því rífast um hann og einhvers staðar
fyrir sunnan þau var Greg Stillson að skipta við al-
geran fávita.
FRAMHALD í NÆSTU VIKU
12. TBL. 1991 VIKAN 45