Vikan - 13.06.1991, Síða 60
CHRISTOF WEHMEIER TÓK SAMAN
Nýjar framhalds-
myndir á árinu
Isíðustu Viku var minnst á
Terminator 2 - Judge-
ment Day. Auk hennar er
von á framhaldsmyndinni FX 2
sem er með leikurum eins og
Bryan Brown (þeim ástralska
sem er giftur hinni fögru leik-
konu Rachel Ward sem lék í
myndinni Against All Odds)
og Brian Dennehy sem lék í
myndum eins og Gorky Park,
Presumed Innocent og fyrstu
FX myndinni. Richard
Franklin leikstýrir (Psycho 2,
Link). I þessari framhalds-
mynd leikur Bryan Brown sem
fyrr brellumeistara. Hann að-
stoðar lögregluna við að finna
geðsjúkan morðingja. Spilling
og svikráð leynast alls staðar,
jafnvel á æðri stöðum þannig
að persónan sem Bryan
Brown túlkar er á báðum átt-
um og biður þvi fyrrum lög-
regluvin sinn, Brian Dennehy,
sem nú er orðinn einkaspæj-
ari, að aðstoða sig.
Sú stórkostlega Julia Ro-
berts mun leika í myndinni
Mystic Pizza II en fyrri myndin
skaut henni upp á toppinn.
Eddie Murphy er staðráð-
inn í að gera Beverly Hills
Cop III.
Eflaust eru margir orðnir
spenntir og spyrja óþolinmóðir
hvenær von sé á Alien III.
Svarið er stutt og laggott.
Seinna á árinu. Alla vega er
Sigourney Weaver búin að
vígbúast. En hvernig ætli
söguþráðurinn sé? Hér verður
ekki farið út í hann þó nægileg
vitneskja sé til staðar. Bíðum
frekar spennt eftir nýju geim-
ævintýri.
Á þessu ári eða næsta fara
Patrick Swayze og Jennifer
Grey í dansskóna aftur og
stíga villtan dans í myndinni
Dirty Dancing 2.
Nú er búið að gera myndina
The Return to the Blue Lag-
oon. Flestir muna sennilega
eftir fyrstu myndinni sem var
með Brooke Shields.
Lethal Weapon III verður
að veruleika. Fyrst þarf leik-
stjórinn, Richard Donner, þó
aö Ijúka við mynd sem heitir
Radio Flyer.
í desember 1990 hófusttök-
ur á myndinni Robocop 3 í
Los Angeles. Hún verður ann-
aðhvort frumsýnd þar vestra í
lok þessa árs eða á næsta ári.
Leikstjóri er Fred Dekker.
Peter Weller mun þó ekki taka
að sér aftur að vera riddari
götunnar. Einhver annar tekur
að sér að vernda Denverborg
framtíðarinnar. □
Veggspjaldið sem auglýsir framhaldsmyndina FX2 með Bryan
Brown og Brlan Dennehy.
I'illiilií'llf
Jlfl
Væntanlegar
kvikmyndir
The buper er hjartahlý
gamanmynd með hinum
knáa, kjaftfora og hressa
leikara Joe Pesci sem sýndi
eftirminnilegan leik í myndum
eins og Raging Bull, Good-
fellas og Home Alone. Nú fer
hann með aðalhlutverk en ekki
aukahlutverk i myndinni The
Super. Hann leikur nánös
mikla sem leigir fólki hreysi.
En honum á eftir að hefnast
fyrir það því vansælir leigjend-
ur taka til sinna ráða og neyða
hann til að búa með sér í
þessum ömurlegu húsakynn-
um. Vincent Gardena og Rub-
en Blades fara með aukahlut-
verk. Leikstjóri er Rod Daniel
sem leikstýrði myndinni K 9.
Robert DeNiro - sá sami og
hafði hér stutta viðdvöl í dýrri
Leifsstöð landsmanna þann
19. maí 1991 -leikurnú í nýrri
mynd sem heitir því kraftmikla
nafni Mad Dog and Glory.
Martin Scorsese framleiðir og
John McNaughton leikstýrir.
Rithöfundurinn, Ijóðskáldið,
leikarinn, leikstjórinn og fram-
leiðandinn Sam Shepherd,
fyrrum eiginmaður Jessicu
Lange, er búinn að framleiða
kvikmynd sem heitir Bright
Angel. Myndin fjallar um ung-
an dreng (leikinn af Dermot
Mulroney) sem fer að heiman
og leitar að móður sinni sem
leikin er af Valerie Perrine
(Superman I og II og Lenny). Á
vegi hans verður vandræða-
stúlka sem Lili Taylor leikur.
Hún biður strákinn meðal ann-
ars um að frelsa bróður sinn úr
fangelsi.
Susan Sarandon, sem fór
á kostum í myndinni White
Palace, leikur nú í nýrri mynd
sem heitir Thelma & Louise.
Leikstjóri myndarinnar er Rid-
ley Scott (Alien, Legend og
Black Rain). Geena Davis
leikur líka í myndinni. Vel á
minnst, Susan Sarandon leik-
ur gengilbeinu í þessari nýju
mynd, rétt eins og í White Pal-
ace. □
Svipmynd
úr
myndinni
Bright
Angel
sem Sam
Shepherd
framleiðir.
Úrvals- ►
leikkonan
geislandi,
Susan
Sarandon.