Vikan


Vikan - 13.06.1991, Page 64

Vikan - 13.06.1991, Page 64
ÞORSTEINN EGGERTSSON TÓK SAMAN STÓRTÓNLEIKARNIR Á KAPLAKRIKA: SEXT1UPÚSUND VATTA PUNGAROKK Það eru ekki aðeins Poi- son, Slaughter, Thund- er og Quireboys sem koma frá útlöndum til að leika á hljómleikum í Hafnarfirði 16. júní. Mikið hefur verið fjallað um þessa hljómleika í erlend- um fjölmiðlum, til dæmis mús- íktímaritum og á sjónvarps- stöðinni MTV. Þannig komst til dæmis Eiríkur Hauksson á snoðir um viðburðinn. Eiríkur er orðinn vel þekktur í Noregi og víðar sem Eric Hawk, söngvari hljómsveitarinnar Artch sem nú er ekki aðeins leiðandi þungarokksveit á Norðurlöndum heldur hefur líka vakið heilmikla athygli beggja vegna Atlantshafsins. Því til sönnunar eru hæsta einkunn sem tímaritið Kerrang gefur hljómsveitum og ekki síðri umfjöllun ( Metal Force. Þar að auki er Eiríkur farinn að heyrast mikið á útvarpsstöðv- um vestanhafs. Þegar hann heyrði hvað til stóð á Kaplakrika vildi hann óður og uppvægur fá að taka þátt í fjörinu. Norsku félagarnir hans, þeir Brent Jansen (bassi), Gill Neil (gítar), Cat Andrew (gítar) og Jack James (trommur), voru alveg sama sinnis. Ekki er víst að nýjasta plata hljómsveitarinnar, For the Sake of Mankind, sé fáan- leg I verslunum hér á landi í bili, þar sem Bandaríkja- markaður virðist gleypa í sig hvert einasta nýtt upplag hennar, en fyrsta platan, Anot- her Return to Church Hill, gæti fengist í plötuverslunum hérna. BULLET BOYS VILDU ÓLMIR KOMA Bandaríska hljómsveitin BulletBoys hafði líka frétt af Kaplakrikahljómleikunum fyrir- huguðu (hjá ameríska MTV) og hætti ekki að nauða fyrr en samþykkt var að hún kæmi hingað líka. Reyndar þurfti ekki mikið nauð því hljóm- sveitin er bæði mikið spiluð og virt í Bandaríkjunum þótt hún sé aðeins tveggja og hálfs árs gömul. Nafnið (Byssuskota- strákar) er skírskotun úr heimi teiknimyndanna. Þar standa söguhetjurnar alltaf upp óskaddaðar þótt þær hafi hrapað fyrir björg eða jafnvel orðið fyrir vélbyssuskothríð. Sömu sögu er að segja um meðlimi hljómsveitarinnar. Þeir hafa gengið í gegnum alls konar hremmingar á leið sinni til frægðarinnar - en hafa staðið allt af sér óskaddaðir. ( BulletBoys eru söngvarinn Marq Torien, gítarleikarinn Mick Sweda, bassaleikarinn Lonnie Vencent og trommar- inn Jimmy D’Anda. Strákarnir eru sagðir skemmtilegir á sviði enda telja þeir markmið sitt vera að koma fólki á flug út í aðrar víddir þegar það hlustar á tónlist BulletBoys. Þeir segjast ekki eiga neinar fyrirmyndir þótt sumir þykist skynja í músíki þeirra áhrif frá Led Zeppelin, Lynnyrd Skynnyrd, ZZ Top og Van Halen. Og þótt milljónir hafi þegar selst af plötum með þeim segjast þeir kæra sig kollótta. Þeir hafa verið kallaðir „kolrugluðu Kaliforníustrák- arnir“ og líkar það ágætlega. „Ef útvarpsstöðvarnar spila 62 VIKAN 12. TBL. 1991

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.