Vikan


Vikan - 13.06.1991, Side 67

Vikan - 13.06.1991, Side 67
ÞUNGAROKK Frh. af bls. 63 þarna ómetanlegt tækifæri til aö koma tónlist þeirra á fram- færi erlendis. Aö vísu leggja Bubbi og Rúnar ekki mikið upp úr frægðardraumum fyrir sjálfa sig en þeir binda miklar vonir við Guðmund Pétursson sem þeir telja að eigi fullt erindi á heimsmarkaðinn. Hann leikur, með GCD í nokkrum lögum. GCD kynnir lög af samnefndri plötu sem kemur út daginn eft- ir hljómleikana en auk þess verða flutt þekkt lög úr ferli Utangarðsmanna, Bubba og Rúnars. Þegar síðast fréttist var ekki alveg vitað hvort Risaeðlan getur komið því við að spila á hljómleikunum en verði hún með verða þarna einar átta hljómsveitir. Verð á aðgöngu- miðum er 5.500 krónur sem þýðir þá 687,50 krónur á hverja hljómsveit. ÁRLEGUR VIÐBURÐUR? Reiknað er með að hljóm- leikarnir geti staðið undir sér ef sjö þúsund aðgöngumiðar seljast. Ef það tekst er mein- ingin að gera svona rokkhátíð að árlegum viðburði því að ís- land er orðið vel kynnt í rokk- heiminum erlendis. Ef allt gengur að óskum gæti Hafn- arfjörður því orðið álíka þekkt- ur sem rokktónleikabær og Hróarskelda í Danmörku, svo að dæmi sé tekið. Þórður Sig- friðsson hjá Rokk hf. sagði að styrkur hljóðkerfisins væri 60000 vött. Sextiu - þúsund. Það þýðir þó ekki að hávaðinn verði eftir því enda myndu þá eyru þeirra sem næstir eru hljómsveitunum hreinlega fuöra upp. Á hinn bóginn verð- ur hljómburðurinn þéttari, ná- kvæmari og betri en menn hafa nokkurn tíma kynnst hér á landi og kemur úr 80 hátölur- um á tveim hæðum á sérstök- um, átta metra löngum pöllum, sitt hvorum meginn við 24 metra langt sviðinu. Það eru 40 metrar alls. Uppistaðan í Ijósabúnaðin- um eru 350 kraftmikil kastljós og í viðbót 120 Ijós sem snúa að áhorfendum en alls vegur hljóð- og Ijósabúnaðurinn 64 tonn. Sextíu og fjögur þúsund kíló ef ykkur skyldi koma það við. ÖFLUGT ÖRYGGI Öryggisgæsla verður mjög öflug; 150 manns frá FH og 40 manns frá Listahátíð Hafnar- fjarðar auk lögreglu og ann- arra öryggisvarða. Þá eru ótaldir lífverðir hljómsveit- anna. Leikvangurinn verður opnaður á hádegi og reiknað er með að hljómleikarnir hefjist um tvöleytið og standi til mið- nættis. Stórum gámum verður hlaðið kringum Kaplakrikavöll og rækilega séð til þess að enginn geti svindlað sér inn. Þar sem ekki er hægt að ætlast til að allir hljómleika- gestir hafi úthald til að hlusta á dúndrandi rokk í tíu klukku- tíma verða gerðar ráðstafanir til að fólk geti komið og farið að vild en auðvitað er líka reiknað með að þarna verði fullt af fólki sem vill ekki missa af neinu. Því verða gerð hæfi- leg hlé meðan skipt er um hljómsveitir. Á meðan geta áhorfendur að minnsta kosti - þvegið sér um hendurnar. Þess vegna verður veitinga- sala á svæðinu allan tímann, snyrtiaðstaða og annað sem til þarf. UPPTÖKUTÆKI HARÐBÖNNUÐ Rétt er að taka fram að glerflöskur, plastflöskur og dósir verða fjarlægðar af gest- um þótt hljómleikarnir séu alls ekkert yfirlýst bindindismót. Þetta verður gert til að koma í veg fyrir slysahættu og of mik- ið rusl. Aftur á móti getur hver sem er haft með sér „nesti“ í lokuðum plast- eða pappamál- um. Ekki verður öðrum leyft að koma með vandaðar mynda- vélar en Ijósmyndurum fjöl- miðlanna, þótt ekki verði am- ast við því að fólk taki með sér ódýrar myndavélar. Hins veg- ar er stranglega bannað að koma með upptökutæki til að taka tónlistina upp. Það er reyndar bannað á hljómleikum um víða veröld. FÖRÐUNARMEISTARINN BORGARKRINGLUNNI AUGLÝSIR: ■ Förðunarnámskeið Kennari: Lína Rut, tvöfaldur íslandsmeistari í förðun ■ Förðun við öll tœkifœri FÖRÐUNARMEISTARINN Kringlunni 4-6. Sfmi 67 7280. 12. TBL. 1991 VIKAN 65

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.