Vikan


Vikan - 27.12.1991, Side 56

Vikan - 27.12.1991, Side 56
a NonnenDerg-klaustriö sest her i fjarska - hvit bygging og rauður turn. Þetta er elsta nunnuklaustur í þýskumælandi hluta Evrópu. Rupert biskup í Salzburg stofnaði klaustrið árið 700. f þessu klaustri var hin eina sanna María, þótt hún ætti aldrei eftir að vinna þar heitið og verða nunna. Vín. Úr þeim ráða- hag varð þó auðvit- að ekki. fyrir og eftir flóttann," segir Paul Stassak, sölu- stjóri Panorama Tours. Leopold- skron-höll í Salzburg. Þar voru tekin atrið- in þegar von Trapp og María dönsuðu saman á svölunum og einnig þegar fjöl- skyldan sat og drakk lím- onaði með væntan- legri eigin- konu föðurins, hefðar- konu frá Margrét Pétursdóttirfór með hlutverk Maríu í Söngvaseiði þegar hann var sýndur i Þjóðleikhúsinu í fyrravor. Hún segir okkur að vissulega hafi hún vitað um tilvist Trapp-fjölskyldunnar, að hún hafi i raunveruleikanum flust til Bandaríkjanna og unnið fyrir sér með söng. Hins vegar hafði hún sjálf ekki komið til Salsburgar og séð sögustaðina, kvikmyndina Sound of Music hafði hún séð. - Ég hef dvalist í austurrísku Ölpunum og syðst í Þýskalandi í nánd við landamæri Austumkis svo ég þekkti svolítið til aðstæðna. En auðvitað verður leikari og söngvari að fá að túlka persónurnar á sinn hátt og það er ekki hægt að kópíera, hvorki það sem maður hefur séð eða heyrt. Sýningarnar á Söngvaseiði urðu sextíu talsins á tveimur og hálfum mánuði og Margrét segir að það hafi verið yndislegt að vinna með krökkunum sem fóru með hlutverk Trapp-barnanna. Þau hafi verið svo dugleg og skemmtileg. Trapp sjálfan lék Jóhann Sigurðarson. MEÐ LEST TIL ÍTALÍU Flóttinn var ekki alveg jafnævintýralegur og hann er sýndur í kvikmyndinni, þar sem söngv- ararnir hverfa einn af öörum út af sviðinu í söngvakeppninni og þegar þeir eiga aö koma inn aftur til þess að taka við verðlaununum eru þeir horfnir á braut, lagðir af stað í bíl í átt til fjalla. Gefið er í skyn að þeir ætli að ganga yfir fjöllin til Sviss sem er svo víðs fjarri að við sjálft liggur að þessi sögulega eða öllu heldur land- fræðilega fölsun varþi rýrð á myndina. Hið rétta er að hús Trapp-fjölskyldunnar stóð ör- skammt frá járnbrautarstöð. Einn daginn klæddist fjölskyldan fjallgöngufötunum sínum og tók með sér bakpoka - skildi allar verald- legar eig'ur sínar eftir - steig upp í lest sem rann á brott til Italíu en ekki til Sviss. Frá ftalíu var siglt til New York og þangað komu þau í september 1938 eins og fyrr segir. Eftir að hafa heyrt söguna um Trapp-fjöl- skylduna fannst mér ómögulegt annað en bregða mér í næstu videoleigu og horfa enn einu sinni á myndina Sound of Music. Horft var á hana með ofurlítið öðru hugarfari en áður. Vissulega var hún skemmtileg og hugljúf, landslagið í og umhverfis Salzburg undurfagur og söngurinn ekki síður. Nú er ekki um annaö að gera en bregða undir sig betri fætinum og fara annaðhvort vestur til Vermont í Bandaríkj- unum og sjá söguhetjurnar sjálfar eða austur til Salzburg og láta sér nægja að horfa á sögu- staöina. 56 ViKAN 26, TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.