Vikan


Vikan - 27.12.1991, Qupperneq 56

Vikan - 27.12.1991, Qupperneq 56
a NonnenDerg-klaustriö sest her i fjarska - hvit bygging og rauður turn. Þetta er elsta nunnuklaustur í þýskumælandi hluta Evrópu. Rupert biskup í Salzburg stofnaði klaustrið árið 700. f þessu klaustri var hin eina sanna María, þótt hún ætti aldrei eftir að vinna þar heitið og verða nunna. Vín. Úr þeim ráða- hag varð þó auðvit- að ekki. fyrir og eftir flóttann," segir Paul Stassak, sölu- stjóri Panorama Tours. Leopold- skron-höll í Salzburg. Þar voru tekin atrið- in þegar von Trapp og María dönsuðu saman á svölunum og einnig þegar fjöl- skyldan sat og drakk lím- onaði með væntan- legri eigin- konu föðurins, hefðar- konu frá Margrét Pétursdóttirfór með hlutverk Maríu í Söngvaseiði þegar hann var sýndur i Þjóðleikhúsinu í fyrravor. Hún segir okkur að vissulega hafi hún vitað um tilvist Trapp-fjölskyldunnar, að hún hafi i raunveruleikanum flust til Bandaríkjanna og unnið fyrir sér með söng. Hins vegar hafði hún sjálf ekki komið til Salsburgar og séð sögustaðina, kvikmyndina Sound of Music hafði hún séð. - Ég hef dvalist í austurrísku Ölpunum og syðst í Þýskalandi í nánd við landamæri Austumkis svo ég þekkti svolítið til aðstæðna. En auðvitað verður leikari og söngvari að fá að túlka persónurnar á sinn hátt og það er ekki hægt að kópíera, hvorki það sem maður hefur séð eða heyrt. Sýningarnar á Söngvaseiði urðu sextíu talsins á tveimur og hálfum mánuði og Margrét segir að það hafi verið yndislegt að vinna með krökkunum sem fóru með hlutverk Trapp-barnanna. Þau hafi verið svo dugleg og skemmtileg. Trapp sjálfan lék Jóhann Sigurðarson. MEÐ LEST TIL ÍTALÍU Flóttinn var ekki alveg jafnævintýralegur og hann er sýndur í kvikmyndinni, þar sem söngv- ararnir hverfa einn af öörum út af sviðinu í söngvakeppninni og þegar þeir eiga aö koma inn aftur til þess að taka við verðlaununum eru þeir horfnir á braut, lagðir af stað í bíl í átt til fjalla. Gefið er í skyn að þeir ætli að ganga yfir fjöllin til Sviss sem er svo víðs fjarri að við sjálft liggur að þessi sögulega eða öllu heldur land- fræðilega fölsun varþi rýrð á myndina. Hið rétta er að hús Trapp-fjölskyldunnar stóð ör- skammt frá járnbrautarstöð. Einn daginn klæddist fjölskyldan fjallgöngufötunum sínum og tók með sér bakpoka - skildi allar verald- legar eig'ur sínar eftir - steig upp í lest sem rann á brott til Italíu en ekki til Sviss. Frá ftalíu var siglt til New York og þangað komu þau í september 1938 eins og fyrr segir. Eftir að hafa heyrt söguna um Trapp-fjöl- skylduna fannst mér ómögulegt annað en bregða mér í næstu videoleigu og horfa enn einu sinni á myndina Sound of Music. Horft var á hana með ofurlítið öðru hugarfari en áður. Vissulega var hún skemmtileg og hugljúf, landslagið í og umhverfis Salzburg undurfagur og söngurinn ekki síður. Nú er ekki um annaö að gera en bregða undir sig betri fætinum og fara annaðhvort vestur til Vermont í Bandaríkj- unum og sjá söguhetjurnar sjálfar eða austur til Salzburg og láta sér nægja að horfa á sögu- staöina. 56 ViKAN 26, TBL. 1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.