Vikan


Vikan - 27.12.1991, Side 63

Vikan - 27.12.1991, Side 63
HVER VILL KAUPA BARNIÐ MITT? BITUR RAUNVERULEIKINN f RÚMENÍU 1 <D 5 o > Fátækt neyðir margar mæður til þess að selja börnin sín til þess að hata í sig og á og ekki síst ef þær eiga fleiri börn. Kaupend- ur skortir ekki, fólk með seðla í vasanum streymir til Rúmen- íu. í þessu fátæka landi getur sá keypt barn sem veifar doll- araseðlum. Georgiza seldi yngsta son sinn til þess að geta gefið eldri sonum sínum að borða. - Gerðu það, kauptu hann ... bara 3000 dollara. (175 þús- und ísl. kr.). Hann heitir lli og er sjö vikna gamall. Ég á ekk- ert handa honum að borða og hinir drengirnir mínir svelta. Georgiza réttir fram drenginn og sýnir væntanlegum kaup- endum hann. Hún reynir að brosa en það er sorg í brosinu. Hún er bara 28 ára en lítur út fyrir að vera fimmtug, þreytt, með gráleita húð, innfallin augu og slitið hárið stendur út í loftið. Maðurinn hennar yfir- gaf hana og það er neyðarúr- ræði fyrir hana að selja lli litla. Helst af öllu vildi hún eiga hann en þá væru miklar líkur á því að þau mundu öll deyja úr hungri og kulda. Georgiza býr í bænum Galbinasi sem er 45 kílómetra suðvestur af höfuðborginni Búkarest. Hún býr í lítilli íbúð og þar er ekkert rafmagn og lélegar hreinlætisaðstæður. Mjólk hafa þau ekki fengið í mánuð né heldur grænmeti. Ilí er ekki eina barnið sem selt hefur verið á þessu ári. Börn eru orðin algeng sölu- vara í Rúmeníu. Yfir sex þús- und börn hafa verið seld á þessu ári, sum fyrir allt að fimm þúsund dollara, önnur fyrir nokkur hundruð dollara. Að mæður neyðist til þess að selja börnin sln til þess að sjá sér og sínum farborða segir slna sögu og bara brot af erf- iðleikunum sem rúmenska þjóðin á við að etja. Barnlaus hjón hvaðanæva úr heiminum streyma til landsins. Loksins eiga þau möguleika á að eign- ast barn og finnst engin hindr- un að þurfa að kaupa það. Flest hafa þau beðið í mörg ár eftir barni til ættleiðingar og ekkert gengið. Hótelið Presidente í Búka- rest er miðstöð þessarar barnasölu. Þar rekumst við á kaupendur frá mörgum löndum, ftalíu, Englandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og víðar. Þetta eru barnlaus hjón frá ríkum löndum. Mæð- urnar sitja í anddyrinu með börnin sín og fólkið gengur á milli þar til það finnur álitleg- asta barnið. Nýju foreldrarnir þurfa að bíða eftir að ættleið- ingarpappírarnir verði tilbúnir og það getur tekið nokkra daga en því má flýta eins og öllu öðru, með dollurum. Allir Ijóma af hamingju. Börnin lika. Þau eru nýþvegin, í nýjum, hreinum fötum og hafa fengið mjólk að drekka og banana að smakka. Þau hafa líka eignast leikföng í fyrsta sinn á ævinni. Þegar pappír- arnir eru tilbúnir er brunað út á flugvöll og heim í nýtt land. Ný og björt framtíð blasir við lli og öllum hinum rúmensku börn- unum. Hefðu þau verið um kyrrt í Rúmeníu hefði senni- lega engin framtíð beðið þeirra. □ Georgiza varð að selja yngsta barnið sitt, lli, sjö vikna gamalt til, þess að eiga mat handa hin- um tveimur. 26. TBL. 1991 VIKAN 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.