Menntamál - 01.09.1936, Page 14

Menntamál - 01.09.1936, Page 14
92 MENNTAMAI. ástæðum er þess krafizt, a'ð kennarar afli sér viðunandi þekkingar, áður þeir liefji starf sitt, — enda þótt fram- kvæmdunum sé æði ábótavant hjá oss ennþá. I stuttu máli: Allir heilvita menn eru ásáttir um það, að nokk- ur þekking sé nauðsynleg á verkefni hverju, ef verkið eigi að fara vel úr liendi. Þessu er ekki öðruvisi háttað með uppeldisstarf fjölskyldunnar! Innsær (intuitiv) sál- skilningur móðurinnar og eðlisbundin uppeldisheigð henn- ar nægja ekki einsömul. Foreldrar þurfa að eiga þess kost, að glæða uppeldisvitund sína við lestur góðra rita um sálarlíf barna og uppeldisaðferðir. Þau þurfa einnig að eiga kost alþýðlegra fyrirlestra um sálvísindi nútím- ans og þýðingu þeirra fyrir uppeldið. Ef einliverjum skyldi virðast fjarstætt að tala um vis- indi í sambandi við fjölskylduna, þá misskilur liann eigi aðeins eðli uppeldisvisinda, heldur einnig bókhneigð og gáfnafar íslenzkrar alþýðu. Að vísu má enginn ætla, að alþýða manna skilji nokkur vísindi til fulls. En menning- arsaga vor sýnir, að gáfaðir alþýðumenn liafa oft kom- ízt furðu langt í þessu efni. Engin vísindi eru lífinu tengd- ari en sálfræði og uppeldisvisindi, og bjóða þau þvi gáf- um alþýðu betra tækifæri til sjálfsmenntunar en nokk- ur önnur. Með öllum menningarþjóðum eiga foreldrarn- ir þess nægan kost, að afla sér þekkingar um sálarlíf barna sinna og uppeldi. Auk bókakostar eru stofnuð fé- lög til eflingar heimauppeldi. Til dæmis má geta þess, að Eduard Spranger, einhver þekktasti núlifandi uppeld- isfræðingur Þjóðverja, liefir ötullega beitzt fyrir þessum félagsskap. Þýzka fjölskyldan á sér álitlegan bókakost, sem eingöngu fjallar um lieimauppeldi og flytur dæmi úr uppeldisreynslu foreldra. Það er eigi síður með upp- eldisstarfið en önnur vandaverk, að margt má nema af þeim, sem betur kann. En þessi þekkingarlind er lokuð islenzkum foreldrum og verður það, unz leiðandi menn

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.