Menntamál - 01.09.1936, Side 16

Menntamál - 01.09.1936, Side 16
MENNTAMÁL 94 milli vilja beggja. Barnið finnur vanmátt sinn og sér sig ávallt yfirbugað. Ef það er ekki laðað af nærgætinni ást og leitt með alvarlegri feslu, heldur neylt með skilnings- snauðri liarðýðgi eða jafnvel kjassað og „kevpt“, til að aðhyllast siðgæðisgildi og háttu fullorðinna, stælist að- eins mótþrói þess, og geð þess verður lialdið þrjózku, sem liarðnar við alla andstöðu. Þetla leiðir annaðhvort til vísvitandi þráa og haturs, eða til liræsni og undir- ferlis. í fullu samræmi við sérkenni þessa skeiðs er sú niðurstaða sálfræðinnar, að gallar þeir, er siðar hirtast í skapgerð mannsins, eigi langoftast upptök sín í ein- þykknisskeiðinu. Hér rekast á tveir heimar siðgæðisgilda, barnsins og foreldranna. Siðgæðisskoðun foreldranna á ekki að sigra i þeim skilningi, að hún undiroki og afmái einþykkni barnsins. Einþykknin á að jiroskast til siðgæð- isvitundar samvizkugædds persónuleika. Ilún að að mynda hjartaþáttinn í siðgæðisskoðun mannsins. En barnið er afar viðkvæmt á þessu slceiði og þarfnast því nókvæms skilnings, umönnunnar og þolinmæði. Því virðist oft, sem það sé beitt ósanngirni og harðýðgi, er foreldrarnir krefjast skilyrðislausrar hlýðni þess. Þó ó það samkvæmt eðli sinu að vaxa inn i siðgæðisskoðun fullorðinna. Hlut- verk foreldranna er að leiða barnið þennan veg, án þess að nauðga því um of eða hrjóta gegn eðli þess. Til þess þurfa foreldrar fyrst og fremst að skilja, að einþykknin er eðlilegt fyrirbæri í þroskun barnsins. Einþylcknin er skapandi magn, sem lyftir harninu til æðri siðgæðisvit- undar. — Sé einþykknin lálin einráð og án leiðbein- inga, verður hún oftast að sérgæði og hroka, sem spilla félagslyndi og siðferði. Sé hún brotin með hörku og skiln- ingsleysi, verður harnið oftast siðferðilega ósjálfstæður aumingi, jafn tilleiðanlegur til góðs og ills. Mæti hún aftur á móti næmum skilningi og sé leidd af rólegri fyrir- hyggju, samþýðist liún siðgæðisskoðun fullorðinna og lýt- ur lögmáli hennar. Þannig skilin og leidd er einþykkni

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.