Menntamál - 01.09.1936, Blaðsíða 19

Menntamál - 01.09.1936, Blaðsíða 19
MENNTAMÁL 97 liefir tekiö uppeldið í sínar hendur, finnst mörgum for- eldrum sem þau beri enga ábyrgð á því framar. Það er kennarans! Því verða skólar ávallt fyrir þeirri reynslu, að starf þeirra er betur þakkað og metið af þeim heim- ilum, sem rækja uppeldið af alúð og þekkingu, en af hinum, þar sem, vanþekking og vanræksla lialdast í hend- ur. Skilningsleysi á starfi skólans gengur sem rauður þráður gegn um sögu hans. Þótt skólinn sé reistur á upp- eldisreynslu heimilisins, hefir hann oft átt þaðan mestum misskilningi að mæta. Af þessu verður skoðun þeirra upp- eldisfræðinga skiljanleg, er leysa vilja lieimilið með öllu frá uppeldisskyldu sinni. Þeir líta á skóla og lieimili sem hreinar andstæður á uppeldissviðinu, er komi hvor í bága við aðra. Því beri skólanum að taka við barninu korn- ungu og skila því þjóðinni sem félaglyndum einstak- ling með fullri ábyrgðarvitund og nauðsynlegri þekkingu. Þannig væri menntunarstarfið hrifið úr höndum fákunn- andi foreldra og falið uppeldisfræðingum einum. — Þessi skoðun er röng og sprottin af misskilningi á eðlisgerð (Wesensstruktur) heimilis og skóla og menntunarhlut- verki beggja, eins og nú skal sýnt. III. Skólinn er í eðli sínu skipulagt ásetningsfélag. Hann er ekki orðinn, eins og fjölskyldan, heldur gerður. Hann er að eðlisgerð almennur, og menntunaráhrif lians mið- ast fremur við hópinn en einstaklinginn. Því verður skól- anum mest ágengt á sviði vitrænnar menntunar (intellec- tueller Bildung). Sérmenntun og verkaskipting kennara gerir skólann hæfari fjölskyldunni lil að veita ungling- um þá þekkingu, sem æskileg er til eflingar vitsmuna- þroska þeirra og nauðsynlegs undirbúnings undir lifs- starfið. Hér er ávallt að ræða um vitræn efni, sem ekki eru háð sérhæfð einstaklingsins. Því er nefnendum skip- 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.