Menntamál - 01.09.1936, Qupperneq 19
MENNTAMÁL
97
liefir tekiö uppeldið í sínar hendur, finnst mörgum for-
eldrum sem þau beri enga ábyrgð á því framar. Það er
kennarans! Því verða skólar ávallt fyrir þeirri reynslu,
að starf þeirra er betur þakkað og metið af þeim heim-
ilum, sem rækja uppeldið af alúð og þekkingu, en af
hinum, þar sem, vanþekking og vanræksla lialdast í hend-
ur. Skilningsleysi á starfi skólans gengur sem rauður
þráður gegn um sögu hans. Þótt skólinn sé reistur á upp-
eldisreynslu heimilisins, hefir hann oft átt þaðan mestum
misskilningi að mæta. Af þessu verður skoðun þeirra upp-
eldisfræðinga skiljanleg, er leysa vilja lieimilið með öllu
frá uppeldisskyldu sinni. Þeir líta á skóla og lieimili sem
hreinar andstæður á uppeldissviðinu, er komi hvor í bága
við aðra. Því beri skólanum að taka við barninu korn-
ungu og skila því þjóðinni sem félaglyndum einstak-
ling með fullri ábyrgðarvitund og nauðsynlegri þekkingu.
Þannig væri menntunarstarfið hrifið úr höndum fákunn-
andi foreldra og falið uppeldisfræðingum einum. — Þessi
skoðun er röng og sprottin af misskilningi á eðlisgerð
(Wesensstruktur) heimilis og skóla og menntunarhlut-
verki beggja, eins og nú skal sýnt.
III.
Skólinn er í eðli sínu skipulagt ásetningsfélag. Hann
er ekki orðinn, eins og fjölskyldan, heldur gerður. Hann
er að eðlisgerð almennur, og menntunaráhrif lians mið-
ast fremur við hópinn en einstaklinginn. Því verður skól-
anum mest ágengt á sviði vitrænnar menntunar (intellec-
tueller Bildung). Sérmenntun og verkaskipting kennara
gerir skólann hæfari fjölskyldunni lil að veita ungling-
um þá þekkingu, sem æskileg er til eflingar vitsmuna-
þroska þeirra og nauðsynlegs undirbúnings undir lifs-
starfið. Hér er ávallt að ræða um vitræn efni, sem ekki
eru háð sérhæfð einstaklingsins. Því er nefnendum skip-
7