Menntamál - 01.09.1936, Side 26

Menntamál - 01.09.1936, Side 26
104 menntAmái. færri en þrír, sinn fyrir hverja nefndra sérgreina. Auk þess yrðu nemendur að eiga kost hagnýtra æfinga við kennslu undir handleiðslu æfðra og reyndra barnakenn- ara. Með þessari tilhögun væri barnakennurum séð fyrir þeirri menntun, er starf þeirra krefst skilyrðislaust. Auð- vitað þyrftu öll nánari ákvæði um námsgreinar og náms- tilhögun kennaraefna að vera samin frá uppeldisfræði- legu sjónarmiði. Móti þeirri tilhögun um menntun barnakennara, er hér var sýnd sem hin einfaldasla, mælir sú uppeldisfræði- lega staðreynd, að óheppilegt er að aðskilja með öllu nám kennslugreinanna frá uppeldisnáminu. Aftur á móti verður fyrirkomulagið talsvert flóknara, ef kenna á hvorttveggja samtímis. Kru og mörg dæmi þessarar skipt- ingar, jafnvel í uppeldiskerfum þeirra þjóða, er vel gætu verið oss lil fyrirmyndar. Munum vér eigi að þessu sinni greina rök með eða móti, en e. t. v. gefst oss tækifæri til að gera þeirra nánari grein á öðrum stað. En um það ættu allir að vera ásállir, er nokkurl skynhragð bera á slíka hluti, að það sé kennurum vorum óumflýjanleg nauðsyn að eiga kost á að afla sér viðunandi þekkingar um sálarlif barna og uppeldisaðferðir. En slíka menntun er háskólinn einn fær um að veita, og hann gæti það, án þess að þjóðinni yrði til óbærilegs kostnaðar. Ætti það því að verða óhjákvæmilegt skilyrði fyrir kennslurétt- indum, að hafa stundað uppeldisnám við háskólann eða liafa lokið jafngildu námi erlendis. Hlyti þetta einnig að gilda fyrir kennaraefni menntaskólanna. Aðeins þeir kennarar, sem hlotið hafa sanna uppeldismenntun, eru hæfir til að ná einlægri samvinnu við heimilin i uppeld- isstarfinu og því líklegir lil að áorka einhverju um bætta mennlun vaxandi kynslóða. Andi frjóvgast af anda, menntun af menntun, en enginn getur vakið og glætt uppeldisvitund annarra, sem eigi hefir átt þess kost og lagt allt kapp á að auðga sina eigin. í öðru lagi her háskól-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.