Menntamál - 01.09.1936, Side 39

Menntamál - 01.09.1936, Side 39
MENNTAMÁL 117 Hygg ég að þessar raddir liafi— því miður — nolckuð mikið til síns máls. Yanþekking i þessum efnum er svo auðséð og augljós, að almenningur á liægt með að dæma um árangur stal'setningarkennsluimar, því að þar sýna verkin merkin. Margt má nefna, er gerir vanþekkingu islenzkra skóla- barna i stafsetningu eðlilega og afsakaniega nú í svip, en tvær orsakir ætla ég að séu áhrifaríkastar. Önnur er sú, að gerðar liafa verið margvíslegar breyt- ingar á íslenzkri stafsetningu á tiltölulega skömmum lima, og að núverandi lögboðin skólastafsetning liefir yfirleitt ekki verið tekin upp af almenningi né blöðum, og hið prentaða mál, sem börnin sjá og lesa (auglýsingar, blöð, bækur, já, jafnvel sumar skólabækurnar), er eltki með jæirri stafsetningu, er skólarnir kenna, og spillir því fyrir, i stað þess að styðja námið. Hin aðalástæðan er sú, að slagorð uppeldisfræðinga nútímans: „frjálst sjálfstarf“, á ekki við, þegar um staf- setningarkennslu er að ræða. Ég vil strax taka það fram, að þessi orð mín má ekki taka sem árás á starfskólann og aukið sjálfstarf nemend- anna, sem ég er hjartanlega sammála, heldur er þetta sagt til að vekja athygli á því, að réttritunarkennslan hefir þarna sérstöðu. Réttritunarkennarinn má ekki slarfa skipulagslaust, eða lála börnin ákveða hvað þau vilji nú helzt fást við. Hann verður að stjórna öllu starfinu, en æskilegast væri að hann gerði það á þann liátt, að hörnin yrðu þess sem minnst vör. Ég vil geta þess, að ég er ekki einn um þessa skoðun. Ivunnir erlendir skólainenn eru þessu sammála. Þeir benda á það, sem rétt er, að stafsetning er námsgrein, sem kostar mikla æfingu, og að upprifjanir og endur- tekningar eru óhjákvæmilegar. — Ég vil nú nefna sitthvað af því, er ég hvgg að haldv

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.