Menntamál - 01.09.1936, Side 43

Menntamál - 01.09.1936, Side 43
MENNTAMÁI. 121 í'ylgd, fylgja, fylgdi, fvlgt; volgur, velgja, velgdi, velgl o. s. frv. (1 á undan; hversvegna?). Þá liljóSlaust b, remb- ast, rembdist, rembst; kambur, kemba, kembdu, kembt, o. s. frv. Að lokum samanburðaræfingar, þegar hvert atriði er, að dómi kennarans, fullæft. XII. kafli Réttritunaræfinganna er um y, ý og ey. Orðalistinn gæti t. d. verið: Finnið livaða orð með y eru hljóðvarp af þessum orðum: sofa, loka; lund, sund; fljót- ur, ljótur; hús, mús; auga, laug o. s. frv. Þá mætti hafa annan orðalista, þar sem spurt væri, hversvegna ætti að skrifa þessi orð með y, ý eða ey, t. d. kýs, spýta; nyti, sykki; smýgur, flýgur; teygja, drevma o. s. frv. — Þá ætti að láta hörnin finna orð, sem ríma saman, t. d. nótt, rólt, sótt, drótt, fljótt, skjótt, ljótt, mjótt, þótt. Sé um sagnir að ræða, má láta hörnin skrifa kennimyndir þeirra t. d. fenna, fenndi fennt; brenna, brenndi, brennt; kenna, kenndi kennt; renna, renndi rennt; þjóta, þaut, þutu, þotinn; skjóta, skaut, skutu, skotinn; njóta, naut, nutu, nolinn; vinna, vann, unnu, unnið; spinna, spann, spunnu, spunnið. (Mörg börn mundu laka sögnina finna með, þar sem hún rímar eins í riafnhætti. Kennimyndir hennar eru: finna, fann, fundu, fundinn, og ber að skrifa fundu, fundinn með einu n. Yarast skyldi kennari að tala (mikið) um þetta eina n í sambandi við hin orðin, sem öll liafa tvö n, slíkt gæti ruglað börnin og tafið fyrir að aðal- reglan um tvöfaldan samhljóð festist). — Með þessu móti fá hörnin að hugsa, sjá, tala, heyra og skrifa orðin. Aðalreglan í öllu þessu verður að vera, að dvelja jafn- an mest við hið almenna, en minna við undantekningar og taka þær helzt sér. Benda skvldi börnum á, að við notum mörg orð, er

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.