Menntamál - 01.09.1936, Side 44

Menntamál - 01.09.1936, Side 44
122 MENNTAMÁL tákna hið sama, og láta þan sjálf finna dæmi þess, t. d. sól, sunna, röðull; Iieslur, jór, fákur, drösull, o. s. frv. Ef við segðum börnunum að skrifa öll orð, sem þau þekktu og væru liöfð í svipaðri merkingu og lýsingarorð- in fallegur og ljótur, þá mundu börnin skrifa: fallegur, lag- Icgur, snotur, sælur, huggulegur, pen; Ijótur, agalegur, ægilegur, voðalegur, hræðilegur o. f'I. — Fiáum við þá um leið tækifæri til að benda börnunum á, hvað orð her helzl að nota, og hver að varast. — — Þá er gott að lála börnin skrifa upp öll orð, sem standa í sambandi við eitlhvað ákveðið, er þau þekkja, l. d. í sambandi við að skrifa: — skrifa, skrift, skrifstafir, penni, pennastöng, blek, blekbytta, skrifbók, stílabók, vinnubók, ])ap])ir, blýantur, strokleður, bókstafir, orð, setningar, málsgreinir o. s. frv. — Störf mömmu í eldhús- inu. Hvaða orð má tengja við þau? Eldhús, eldavél, eld- spýtur, eldur, eldhúsborð, pottur, panna, kanna, skál, fat, diskur, hlífar, gafflar, bollar, katlar, kaffi o. s. frv. Gott er að láta börnin teikna þá hluti, er þau treysta sér til. Yfirleitt er ágætt að nota teikningar í sambandi við stafsetningarkennslu yngri barna, en hér er, að mestu, átt við stafsetningu eldri barna. — Þá má skrifa einstök orð á töfluna, t. d. velja vandrituð orð og láta börnin svo búa til námsgreinir, þar sem orðin komi fyrir, t. d. var, þar, kom, bil, þil, hefnd, nefnd o. s. frv. — Þvi meiri fjölbreytni, þvi betra, en gæta þess þó á\allt að vinna ski])ulega að settu marki. Framli.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.