Menntamál - 01.09.1936, Page 51

Menntamál - 01.09.1936, Page 51
MENNTAMÁL Skólinn byrjar 129 I. Þessi grein verður einkum miðuð við unglingaskóla. En unglingaskólar eru raunar flestir skólar nema barna- skólar. Börn og unglingar eru meðal annars ólík um það, að börnin eru meir undir liandleiðslu foreldra, en ungling- arnir — já, hvað á ég að segja? Þeir eru hvorki börn né fullorðnir. Þeir eru að stíga fyrstu sjálfstæðu sporin á lífsins leið. Lítið á fermingarbörn! Þar sést bezt livað unglingurinn er. Lítil stúlka á síðum kjól, sem liefir sterk- áhla tilhneigingu til að lyfta upj) kjólnum og taka til frjálsra fötanna, þegar þú lítur á liana. Ungur drengur með vatnsskembdan koll, sem ekur sér í herðunum eins og til að losa um stífan flibbánn. Síði kjólinn og harði flibbinn eru eins og bnappelda og hálsband, sem skyldur hins fullorðna manns leggja á barnseðlið. Það er meira lielsi en frelsi í fyrstu breyfingunum. Unglingurinn er á leiðinni af barnseðlinu yfir á fullorðinsárin. Og sú leið er yfirbyggð af skóluni. Það. er ástæða til að taka vel á móti unglingnum, þeg- ar bann stigur inn fyrir dyr unglingaskólans. Hann gerir sér glæstar vonir, en saml er ganga hans erfið. Hann nýt- ur meira frjálsræðis en barnið, en samt er honum ætlað að leggja á sig þau höft, sem lífið heimtar. Honum er ætlað að búa sig undir óljósa framtíð og láta athafnir sinar og slörf mótast af þörfum ókominnar æfi. Honum eru fengnar bækur í hendur og stundaskrá. En það er margs fleira að gæta, sem lionum er ])örf á. Ef hann er vaxinn upp úr handleiðslu barnsaldursins, þá þarf hann þó leiðbeining, og slik leiðbeining i uppbafi ferðar er nú veitt i mörgum góðum skólum. Kennurum er skylt að stunda uppeldisvísindi til undirbúnings starfi sínu, og í þeim fræðum er margt, sem unglingurinn befði gott af 9

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.