Menntamál - 01.09.1936, Síða 76

Menntamál - 01.09.1936, Síða 76
154 MENNTAMÁL Samning og útgáfa slíkra leiðbeiningarita eru í bernsku hér á landi, og má því engan furða, þótt ýmislegt standi til bóta. Þannig vœri t. d. æskilegt, að bæklingur þessi hefði fjallað gjörr um almennan tilgang þeirrar kennsluaðferðar, sem liggur hon- um til grundvallar. Það nnín ekki ofmælt, að flestir barnakenn- arar þeklíja liana alls ekki, en mjög fáir hafa hana að fullu á valdi sinu. í sjálfu sér er ])essi aðferð vandasamari og gerir hærri kröfur til kunnáttu og hæfileika kennarans en aðferð bók- skólans. Hún krefst þekkingar, leikni og kunnáttu af kennaran- um, en verður að káki og tímasóun í höndum klaufa og fákunn- andi. Hún krefst strangleika og samvizkusemí. -'"da er hún hyggð á grundvallaratriði, sem nefna mætti ,,objektivitet“. Vinnubókin er aðeins eitt þeirra tækja, sem góður nemandi þarf að hafa, til að afla sér þekkingar og kunnáttu. Nánari leiðbeiningar um námstilhögun á þeim sviðum, sem vinnubókum verður bezt og auðveldast viðkomið, hefði einnig aukið gildi bókarinnar. Á kennarinn að fá hverjum nemanda sérstakt verkefni, á hann að velja hóp nemenda verkefni, eða á bann e. t. v. að fá bekknum sameiginlegt verkefni og láta hann skipta sér um einstök atriði þess? Hvaða kostir og brestir fylgja hverri leið? Þessar spurningar eru eigi auðleystar þeim, sem eigi þekkja starfsaðferðina til hlítar. Hefðu því nokkrar ein- faldar leiðbeiningar verið nauðsynlegar, þótt að vísu sé ekki hægt að gefa ákveðnar reglur, með þvi að verkefnið ræður ávalt miklu um starfstilhögun. En þótt ])annig megi að ýmsu finna, t. d. skrá þeirra bóka, sem vera „ætti eintak af í hverri kennslustofu", þá er bæklingur þessi tvímælalaust kennurum góður fengur, ef þeir lesa hann og nota af alúð og skilningi. i Skrift og skriftarkennsla, Guðmundur I. Guðjónsson, Sig- urður Thorlacius og Steingrímur Arason tólui saman að tilhlutun fræðslumálastjórnarinnar, Reykjavík, 1936. Bæklingur ])essi er all-merkilegur og vel ])ess verður, að hon- um sé náinn gaumur gefinn. Hann hefst með grein eftir Sigurð Thorlacius, og mun hún vera fyrsti vísir til kennslufræði á ís- lenzku, er |)ess nafns er verð. Höfundur leitast fyrst og fremst við að skýra skilyrði skriftarnáms hjá börnum, bæði líkamleg og sálræu. Haun sýnir ljóslega fram á, hvilík fjarstæða það er, að láta börnin byrja skriftarnámið með því að stæla æfða rit- hönd. Til þess skortir börn alla leikni. Verkefni skriftarkennar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.