Menntamál - 01.09.1936, Side 77

Menntamál - 01.09.1936, Side 77
MENNTAMÁL 155 ans er því fyrst og fremst fólgið i því, að œfa nákvæmni sjónar og athygli, handlægni og leiluii lijá barninu. Til þessa þarf að glæða skapandi orku barnsins og námsvilja. En það er ekki hægt, ef bókstafirnir eru barninu aðeins dauð og þýðingarlaus strik. Menn gera sér það yfirleitt ekki ljóst, á hve afar-sérfirrðri (abstrakt) hugsjón stafrófið byggist. Bókstafirnir, sem sundur- lausar táknmyndir, eru hinni sérhæfðu (konkret) hugsun barns- ins algerlega fjarskyld. í stað utangarna eftirlíkinga í skriftar- námi barna vill kennslufræði núlímans láta stafina vaxa út úr myndum dýra og hluta, sem barnið þekkir og hefir yndi af. Þannig verða þeir barninu kunnugir og uákomnir og örfa starfs- hvöt þess. Flytur bókin góð sýnishorn af þessari aðferð. Einnig virðist æskilegt, að börnin byrji að skrifa orð, sem þau skilja og kunna dð nota, svo að skriftarkennslan verði frá upphafi samfelldur þáttur í kennslu móðurmálsins, eða náminu i heild. — Ekki er unnt að drepa hér á öll atriði, sem greinin fjallar um, menn lesi hana sjálfir. Hún er engin frumleg kenning, heldur vel heppnuð tilraun til að flvtja kennurum brot þeirrar þekk ingar, sem starf þeirra krefst óhjákvæmilega. Báðar síðari greinarnar gefa nánar skýringar á ýmsum atrið- um skriftarkennslu og eru góður viðauki við fyrstu greinina. Eiga höfundar allir þakkir skildar fyrir bókina, sem vonandi nær verðskulduðum vinsældum og kcmst i handbókasafn hvers ken nara. Dr. Matthías Jónasson. Bækur. Iiatrin Árnadóllir: Kátir krakkar. Með myndum eft- ir Tryggva Magnússon. Reykjavík 1936. Þetta eru 8 smákvæði, lipurt rýmuð með hressandi veruleika- blæ. Yrkisefnin tekin úr daglegu lífi smábarna. Málið á kvæð- unum er ekki lýtalaust, en allt um það mun bókin verða góð- ur vinur íslenzkra barna, því að þarna er auðsjáanlega höf- undur, sem bæði hefir vilja og mátt til ]>ess að gleðja þau. Margit Casscl-Wohlin: Boðorðin 7 um barnauppeldi, Ak- ureyri 1936. Snorri Sigfússon íslenzkaði. Árangurinn af starfi barnaskólanna fer mjög eftir þvi, hvernig heimilin búa i haginn fyrir þá. Kennari, sem útbreiðir uppeldis-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.