Menntamál - 01.12.1936, Síða 5
MHNNTAMÁL
163
deilcl í liugsjón friðarins og hinni göfugu og háleilu ást
á mannlegu frelsi.
Meðtakið allir bróðurlegustu kveðjur frá starfsbræðr-
um yðar á Spáni og flytjið hver sínu föðurlandi alúð-
legustu árnaðaróskir frá hinu lýðræðissinnaða lýðveldi
Spánar.
F. h. l’Asociacion Nacional del Magisterio Primario.
Forsetinn: Alberto Lopez Casero.
(Tekið eftir L’Ecole Libératrice, No. 1, 3. okt. 1936).
Lestur og lestrarkennsla.
I.
Blöð, bækur og tímarit eiga með hverri slundu, sem
liður, meiri og meiri ítök í daglegu lífi almennings um
allan beim. Á hverjum degi flytur pappír og prentsverta
um gervallan hnöttinn nýjustu þekkingu vísindanna,
og oft fregnir um atburði, sem ráða sköpum einstalclinga,
þjóða og stundum alls mannkynsins. Fyrir furðulegar
framfarir i samgöngu- og viðskiftamálum seinustu ára
eru allar þjóðir hnattarins orðnar einskonar samábyrgð-
arfélag, þannig, að atburðir, sem gerast með einni þjóð,
geta áður en varir haft í för með sér gagngerðar breyt-
ingar á högum annarar fjarlægrar og fjarskyldrar þjóð-
ar. Þess vegna er það, að jafnt einstaklingar sem þjóðir,
er ekki vilja „fljóta sofandi að feigðarósi“, verða að fylgj-
ast með rás viðburðanna urn heirn allan. Hitt er kunnara
en frá þurfi að segja, að í bókum og tímaritum er að
finna fróðleik um hverskonar efni, sem nöfnum tjáir að
nefna. Þar er geymd hugsun og, reynsla kynslóðanna.
Er það einhver hin mesta náðargjöf hins.nýja tíma, að
11*