Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 14

Menntamál - 01.12.1936, Side 14
172 MENNTAMÁL í fyrsta lagi er geisimikill munur á A og B með tilliti til fjölda augnhreyfinga eftir hverri línu. A hreyfir aug- un að meðaltali 21.3 sinnum eftir línunni, en B tekur lín- una í 3.6 stökkum. í öðru lagi dvelur A 12/25 úr sekúndu milli augnhreyf- inga, en B aðeins 8/25 úr sekúndu. Þetta er annað mikils- vert atriði í lestrinum. í þriðja lagi las B, sem er mjög leikin í lestri, sínar greinar án þess að hreyfa augun aftur á hak eitt einasta skipti, en A, sem aðeins liafði lært að lesa í eitt ár, gerði að meðaltali 6.8 hreyfingar aflur á hak í hverri línu. Þessar lireyfingar aftur á bak tefja mjög fyrir góðum árangri lesturs, og ættu lielzt engar að vera. I fjórða lagi er mjög mikill munur á A og B að því leyti, að B hittir alltaf á nákvæjnlega réttan stað, þegar hún rennir augunum frá einni línu til annarar, en A fer þar ýmist óþarflega langt út fyrir eða of skammt til að sjá greinilega fyrsta orðið i línunni. Loks er þess að geta, að A les að meðaltali 39.6 orð á mínútu, en B 369 orð á minútu. B les með reglulegri hrynjandi en A mjög óreglulega. XI. Ég ætla nú að draga saman nokkrar helztu uppeldis- fræðilegar ályktanir, sem draga má af þessum rannsókn- um. , 1) Munurinn á lestrarleikni manna, sem þó eru taldir læsir, er ákaflega mikill og fer ekki nema að litlu leyti eftir greind. 2) Þessi munur er að mestu fólginn í mis- munandi lestrarvenjum og sérstakiega í mismunandi hagkvæmum augnahrey 1'ingum. 3) Þegar lesið er, þá er augunum rennt með stökkhreyfingum eftir línunum frá vinstri til iiægri. Lesturinn fer einungis fram meðan aug- un eru kyrr, en á meðan á lireyfingunni stendur sjá menn aðeins í móðu. Þessvegna er mjög áriðandi að sjá yfir

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.