Menntamál - 01.12.1936, Síða 17
MENNTAMÁL
• 175-
Það hefði verið æskilegt i þessu sambandi, að geta gert
rækilega grein fyrir nýjustu rannsóknum á hugmynda-
og hugsunarþroska barna, en til þess hefði þurft margfalt
meira rúm en ráð er á hér að sinni, og verður þvi að fara
mjög fljótt yfr sögu.
XIII.
Eitt grundvallarlögmál barnasálarfræðinnar, sem nú er
ialið fullsannað, t. d. með nýjustu rannsóknum Buhlers,
Claparédes o. fl., er það, að börnin skynja í heildarmynd-
um löngu áður en þau hafa skilyrði til að greina hlut-
ina, eða fyrirbrigðin sundur i smærri einingar eða parta.
Þetta á að vísu að nokkru leyti við um fullorðið, einkum
óþroskaðra fólk, en er alveg sérstaklega einkennandi fyr-
ir börn. Barnið þekkir t. d. fólkið, sem það umgengst,
skepnur og hluti, án þess að geta gert sjálfu sér eða öðr-
um minnstu grein fyrir sundurliðuðum einkennum manna,
dýra eða hluta. Yfirleitt skynjum við hluti og þekkjum
þá hvern frá öðrum vegna almennra einkenna, en ekki
vegna þess, að við sundurliðum þá eða greinum hvert smá-
alriði hlutarins fyrir sig. Buhler kallar þessi almennu ein-
kenni hvers hlutar eða fyrirbrigðis „gestaltsqualitát“, á
íslenzku mætti máske kalla það heildarsvip. Þannig hefir
t. d. hvert orð sinn lieildarsvip, einn eða tveir stafir í orð-
inu og stærð þess er oft nóg sem einkenni til að þekkja
það á. Og það er alveg vist, að börn geta auðveldlega lært
að þekkja orð, áður en þau eru fær um að þekkja ein-
staka hluta þeirra, atkvæðin, og þvi siður að þau geti á
því stigi sett orð saman úr atkvæðum eða stöfum.
En þetta lögmál um þróun frá lieildinni til einstakra
parta næor ekki einungis til skynjunar og eftirtektar, held-
ur einnig til skilnings og hugsunar og síðast en ekki sizt
til þróunar málsins.
XIV.
Eg vil benda á tvö dæmi. í Frakklandi hafa athuganir
á ólæsum mönnum sýnt, að þeim liættir ýmist við að