Menntamál - 01.12.1936, Page 32
190
MENNTAMÁL
nð ern blóm, ávextir og kálmeti. Á dögum Stjörnufé-
lagsins var þeim ákaflega vel við lialdið og var hrein-
asta unun að sjá þá. Þótti mér sárt nú í sumar að sjá,
í hve mikla niðurníðslu þeir voru komnir, sömuleiðis
liallarsýkið, sem áður var ein hin mesta prýði eignarinn-
ar, það var nú grænt af slýi, svo fuglarnir höfðu flult
sig þaðan og gullfiskarnir, sem þar syntu urn áður, sá-
ust ekki. Skildist mér að skólinn væri i fjárþröng, svo að
ekki væri hægt að kosta nema sem minnstu til. Þó leit
nokkur liluti af görðunum betur út, það var sá hlutinn,
sem börnunum var ætlað að rækta og líta eftir, og var
honum skipt upp i reiti, sem liirtir voru af ákveðnum
flokkum. Og í einu horni eins garðsins rakst eg allt i einu
á lítið hús, umkringt blómum og runnum, öllu yndislega
fyrir komið. Þar hafði einn kennarinn búið um sig, og
skemmtilegri bústað get eg ekki hugsað mér.
Eitt var það, sem skólinn hafði komið upp og setti nú
mikinn svip á staðinn. Það var sundlaug, sem byggð
hafði verið nokkuð utan við garðana á sléttum grundum,
en köld var hún og víst ekki notuð nema á sumrin. Þótti
fólkinu þarna það mjög merkilegt að heyra, að á Islandi
liefðum við volgar sundlaugar, sem við gætum synt í árið
um kring. Sundlaug þessi var notuð af fleirum en skól-
anum, og var því allt af margt af fólki, sérstaldega þó
á sunnudögum.
Börnin eru tekin í skólann að Eerde yngst 6 ára göm-
ul, en geta annars fengið inngöngu á öllum aldri, og stúd-
entsprófi geta þau lokið þar, og gildir það við hvaða há-
skóla sem er. 16 ára skólastúlka sýndi mér skólann inni
við að mestu leyti. Hún var þýzk, en talaði ensku ágæt-
lega, eiginlega liafði hún lokið því námi, sem hún ætl-
aði sér að stunda, en vildi ekki fara til Þýzkalands og
fékk að vera kyrr og hjálpa til í skólanum. Forstöðukon-
an sagði mér, að um % hluti harnanna væru þýzk, og
sendu foreldrarnir þau á þennan skóla, af því að þeim