Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 33

Menntamál - 01.12.1936, Side 33
menntamál 191 likaöi ekki andi þýzku skólanna nu; hvernig þau liafa far- ið að gefa með þeim út úr landinu skil eg ekki. Geðjaðist mér mjög vel að forstöðukonunni og virtist hftn bæði menntuð og víðsýn. Meðal annars spurði eg um starfsskrá barnanna. Komst eg við það að þeirri niðurstöðu, að tími þeirra væri að mestu ákveðinn til vissra hluta, frá því að þau fóru á fætur kl. 7 á morgnana fram til ld. 8 á kvöldin, þegar kvöldverði var lokið. Eg.léti í ljósi efa um, að það væri heppilegt fyrirkomulag, að hafa börnin þannig bundin og undir umsjón kennara frá morgni til kvölds. Var for- stöðukonan á sama máli, og kvaðst hafa taumana svo slaka, sem unnt væri, en eg yrði að gæta þess, að skólinn lyti í raun réttri tilhögun og reglugerð frá stjórn kvekara í Englandi, sem gerðu sínar ákveðnu kröfur um stjórn og fyrirkomulag, sem hún yrði að beygja sig fyrir. Að hinu leytinu kvaðst hún sjálf leggja mikla áherzlu á það, að finna sem fyrst séreinkenni og hæfileika hvers barns og reyna þá að hjálpa þeim sérstaklcga, hverju á sínu sérstaka sviði. Sagði hún mér nokkur dæmi þess, hvað skólinn hefði gert i þessu efni. Börnin komu mjög vel fyrir, voru frjálsmannleg og prúð, allur heimilisbragur sýndist hinn prýðilegasti. Hafði eg milda ánægju af að sjá Eerde aftur í þessari nýju rnynd, helgaða æskunni, enda þótt að mörgu leyti muni það jafnan erfiðara að umsteypa svona gamla byggingu: í nýtízku skóla, en að byggja nýtt frá grunni. Aðalbjörg Sigurðardóttir..

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.