Menntamál - 01.12.1936, Side 37
MENNTAMÁL
195
lang sjaldgæfast þeirra. Og verður manni þá að minnast
hlutfallanna, sem ráða um e > i, ö > u.
, Samkvæmt skýrslunum blanda 22.6% barnanna e > i
og aðeins 10.7% ö > u. En tíðni þessara sérhljóða má
ráða nokkuð í af því, að eg fann á 10 siðum í Hrafn-
kellssögu 500 e > i á móti 59 ö > u (tölurnar eiga við
löng sérbljóð i áherzlu-samstöfum, þ. e. þau liljóð, sem
virkilega hafa tekið breytingum).
Þetta mætti ef til vill skýra svo, að breytingin hefði
fyrst komið upp í orðum sem algeng og tíðhöfð eru í
daglegu tali. Tölurnar sýna, að það eru nær 10 sinnum
meiri hlíkur til þess, að það hafi verið í orðum með e > i,
heldur en í orðum með ö > u. Siðar liefur svo breytingin
e > i breiðzt samkvæmt einskonar hljóð-tillíkingu til
ö > u. Á svipaðan hátt væri það auðskilið, hvers vegna
hið sjaldgæfa p varð á eftir k og t í linmælis-breyting-
unni.
Einna kynlegastar niðurstöður sýnir skýrslan um hljóð-
breytinguna hv > kv, enda tekur Aðalsteinn Sigmunds-
son það fram í athugasemdum sínum um skýrsluna, að
grundvöllur prófsins sé hér ótryggur. Börn um allt land
rugla þessum hljóðum; má lieita, eftir skýrslunni, að
Rangárvallasýsla ein sé laus við breytinguna (með 2.8%).
Undir 14% barna rugla þeim í Árness-, Rangárvalla-,
Skaftafells-, Múla-sýslum og jafnvel Norður-Þingeyjar-
sýslu, þar sem ætla mætti að miklu fleiri, jafnvel öll
börnin segðu kv. í hinum sýslunum rugla frá 20—36%
(á Siglufirði 54.1%) hljóðunum. Sennilega er breytingin
almenn á öllu svæðinu frá Gullbringusýslu norður og
austur um til Norður-Múlasýslu.
Á Fljótdalshéraði fann eg ekki kv fyrir hv hjá öðru
fólki en því, sem flutzt hafði úr kv-héröðum, að norðan,
vestan og úr Reykjavík. En úr því breytingin er rótgróin
í Reykjavík, er auðskilið, að hún muni breiðast út um
land.
13*