Menntamál - 01.12.1936, Síða 38
196
MEN NTAMÁL
Eitt af því skemmtilegasta vi'ð skýrsluna er þaS, að úr
henni má lesa myndun nýrra mállýzkna í bæjunum og
það einna greinilegast í þeim yngstu, eins og Siglufirði og
Neskaupstað (Norðfirði). Á Siglufirði er þannig 29.7%
barnanna „hljóðvillt“ (e > i), en það er hverfandi á Alcur-
eyri, sem yfirleitt varðveitir sinn norðlenzk-eyfirzka svip.
Hinsvegar er, að norðlenzkum hætti, litið um linmælt
börn, jafnvel á Siglufirði.
Nú langar mig að bæta liér við nokkrum athugasemd-
um um það, sem til bóta mætti verða í prófum og skýrslu-
gerð framtíðarinnar.
I þessari skýrslu er það aðeins úpplýsingarnar um
hljóðvilluna (e > i, ö > u), Iinmælið (p, t, k > b, d, g) og
hv > kv, sem liafa nokkuð gildi fyrir máls-lýsinguna
sjálfa, upplýsingar um y og z, tvöfaldan samhljóð og
greinarmerki hafa gildi einungis fyrir stafsetningu og
uppeldisfræði.
Enn eru allmörg atriði i lýsingu hins talaða máls, sem
æskilegt væri að kennarar athuguðu á prófum og gæfu
skýrslur yfir. Þetta eru liin alkunnu mállýzkueinkenni
eins og t. d. munurinn á norðlenzlcu og sunnlenzku i orð-
um eins og hampur, skamta, hanki, vanta, stúlka, mælt,
stelpa, maðkur, vestfirzki framburðurinn langur, löng,
gardur, hafdi, norðlenzki framburðurinn habbði, saggöi,
sem á það til að stinga sér niður á hinum ólrúlegustu
stöðum. Þá er mismunandi framhurður í Bogi og allt i
lagi (laj-ji eða la-ji), mismunandi framburður á orðum
með rn og rl: stjórn, barn, hvort menn segja aumkva eða
aumka og ýmislegt fleira. Þetta síðast talda gæti komið
fram í riti; sama er að segja um vestfirzlcu einkennin
og norðlenzka framburðinn habbði og saggði, en hitt
mundi alls ekki koma fram í riti og yrði því að prófast
af kennara, sem kynni skil á þessum einföldu framburð-
areinkennum.
Um skýrslugerðina er það að segja, að hvort sem aukið