Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 39

Menntamál - 01.12.1936, Side 39
MENNTAMÁL 197 verður í liana athugunum 4 ofanskráðum málsatriðum eða ekki, þá þyrfti hún að vera nákvæmari um þau máls-atriði, sem á annað borð eru atliuguð. Vildi eg helzt, að tölur yrðu birtar fyrir hverja sveil og hvert þorp, í stað þess sem skýrslan nú birtir tölur f>rrir hverja sýslu aðeins og helztu bæina. Ónákvæmnin sést hezt ef menn slengdu Siglufirði saman við Eyjafjarð- arsýslu og tæki svo meðaltal af hljóðvilltuhörnunum*).En sýslan er annars því nær laus við hljóðvilluna. Og þar sem skýrslan sýnir latmæli i Suður-Múlasýslu (4.3% p, 7.5 t, 20.4 k), þá má ganga að því vísu, að slíkt meðaltal gildi ekki um alla sýsluna, lieldur er það suður-endi hennar (að Berufirði meðtöldum) og svo kannske sjávar- þorpin (shr. Neskaupstað), sem sýna latmælið. Gamla einokunarverzlunin setli glögg mörk sunnan Fljótsdals- héraðs og Fáskrúðsfjarðar, og her málið menjar þessara marka enn í dag, eins og ég sýndi í grein minni „Um mál á Fljótsdalshéraði og Austfjörðum 1930“ (Skírni 106 (1932): 33—54). í sömu grein benti ég á, að liklegt væri að víðar mætti sjá menjar kaupsviðanna i málfari. En til þess er nauðsynlegt að láta sveitirnar njóta sin, að minnsta kosti þar sem vart verður við nokkurn mismun. Vænt þætti mér um það, ef þessi grein gæti ýtt undir kennarana að gefa málinu meiri gaum við nsesta lands- próf. — Stefán Einarsson. *) Skýrt dæmi um þetta er Borgarfjar'ðarsýsla (56,6% i > e, 35,5% u>ö). Akranes á miklu meira en bróðurpart af hljóðvill- unum þar. — Annars var mér ljóst, er eg samdi skýrsluna, að hún var of ónákvæm á þessu sviði. En tími vannst ekki til frek- ari úrvinnslu. — A. S.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.