Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Page 45

Menntamál - 01.12.1936, Page 45
MENNTAMÁL 203 kennaramcnnUm í Danmörku og umbætur á henni og nýjungar, sem nú eru á döfinni. — Þess má geta strax, aö hver dagur mótsins byrjaði með slíku yfirlitserindi. Annan daginn var það flutt af Walli, skólastjóra í Gauta- borg, þriðja daginn af Boyesen skólastjóra á Hamri í Moregi, og fjórða daginn var tímanum skipt milli Is- lands og Finnlands. Af íslands lnálfu talaði undirritaður, en frá Finnlandi Cederlöf skólastjóri frá Ekenás. I þess- um yfirlitserindum gerðu ræðumenn grein fyrir kennara- menntun hver í sínu landi. Kom það glögglega fram, að i öllum löndunum er vakandi áhugi fyrir umbótum og nýjungum. Breytingar á tilhögun kennaraskólanna sum- staðar nýafslaðnar, t. d. i Danmörku, annars staðar í þann veginn að komast á, t. d. i Noregi og Svíþjóð, sumstaðar i vændum, eins og væntanlega er hér á ís- landi. Út af erindum þessum spunnust síðan umræður um ýmis atriði, þar sem skiptar voru skoðanir eða sinn sið- urinn í hverju landinu. Skulu hér aðeins nefnd örfá at- riði, sem sérstakar umræður urðu um. Má þar til nefna það, livert vera slcyldi höfuðmið i breytingum til umbóta á menntun yfirleitt, hvort held- ur auknar kröfur um kunnáttu og leikni, eða meiri á- Iierzla lögð á að þroska manngildi og mannkosti. Þá urðu allmiklar umræður um sjálfsnám nemenda í kennaraskólum, en svo er víða á Norðurlöndum, að nem- endur mega velja sér kjörgrein, sem þeir leggja sérstaka stund á og fá til þess ákveðinn tima. Slíkt nám er auð- vitað undir því komið, að skólinn hafi yfir nægum bóka- kosti að ráða. Um próf og prófdómara urðu snarpar umræður, enda er fyrirkomulag i þeim efnum ólíkt á Norðurlöndum. Danmörku eru t. d. stjórnskipaðir prófdómarar þeii sömu við öll kennarapróf. í Sviþjóð eru engir prófdóm- arar og kennarar alveg einráðir. Þótti mörgum, að við

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.