Menntamál - 01.12.1936, Qupperneq 47
IAENNTAMÁL
205
Hér skal lítillega drepið á það, sem lil skemmtunar var
haft, þegar alvarlegu störfin voru lögð á hilluna. Einn
daginn var skoðuð Lillaheltisbrúin, sem er örskammt
frá Hindsgavl. Annan daginn var farið á stórum vélhát
út á Litlabelti og sveimað um það til og frá. Eitt kvöld-
ið lcom prófessor Yilhelm Andersen og las upp. Var það
hin bezta skemmtun.
Síðasta kvöldið var stofnað lil sérstakra hátíðahalda.
Við miðdegisverðinn voru ræður og évörp flutt frá öll-
um norðurlöndum. Siðar um kvöldið var upplestur á
öllum norðurlandamálum, sungnir söngvar, og blysför
og ljósadýrð úti i hallargarðinum að lokum.
Morguninn eftir tvístraðist hópurinn i ýmsar áttir.
Eg var meðal þeirra, sem fóru norðureftir Jótlandi og
yfir til Svíþjóðar. Þaðan seinna yfir Noreg og heim. En
sú ferðasaga verður ekki sögð hér.
Af þessu slutta yfirliti má ráða i, hvað gerðist á mót-
inu, en hér er þó ótalið það, sem bæði mér og öðrum
þótti mest um vert. En það var sjálf viðkynningin við
þá, sem mótið sóttu. Það mun reynast mér og öðrum
hæði gagn og gaman að hafa kynnzt persónulega svo
inörgum þeirra manna, sem vinna í sama verkahring að
sömu áhugamálum. Þó að erindin væru fróðleg og vel
flutt, var sá fróðleikur miklu rneiri, sem hægt var að
öðlast af samræðum utan sjálfra fundarlimanna. Og þó
að dvölin á Hindsgavl væri skemmtileg, mun sú kynning,
sem þar komst á, veita ennþá ríkulegri ánægju i fram-
tíðinni.
Mótið stóð skamma stund, en minningar og kynning
munu endast æfilangt.
Freysteinn Gunnarsson.